Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2017 09:31 George Papadopoulos var ráðgjafi framboðs Donald Trump í utanríkismálum í sjálfboðastarfi. Vísir/AFP Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf rannsókn sína á meintu samstarfi framboðs Donald Trump og yfirvöldum í Rússlandi eftir að George Papadopoulos, sem var ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, sagði embættismanni frá Ástralíu að Rússar sætu á upplýsingum sem myndu koma sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Þetta var í maí í fyrra eða um tveimur mánuðum áður en upplýsingar úr tölvuárásinni á landsnefnd Demókrataflokksins voru gerðar opinberar. Papadopoulos mun hafa sagt þetta við Alexander Downer eftir mikla drykkju. Leyniþjónustur og öryggisstofnanir eiga í nánu samstarfi við stofnanir Bandaríkjanna og tilkynntu Ástralar ummæli Papadopoulos til Alríkislögreglunnar, eða FBI.Samkvæmt frétt New York Times, sem byggir á samtölum við ástralska og bandaríska embættismenn, hafði Papadopoulos fengið þessar upplýsingar um þremur vikum áður frá maltneskum prófessor með tengsl við Utanríkisráðuneyti Rússlands.Starfar með rannsakendum Papadopoulos hefur játað að hafa logið að starfsmanni FBI um fundi sína við rússneska embættismenn og er vitni í rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller. Starfsmenn Trump hafa haldið því fram að Papadopoulos hafi verið áhrifalaus sjálfboðaliði hjá framboði forsetans eða „kaffi strákur“ en New York Times segir að gögn sem blaðamenn miðilsins hafi undir höndum sýni að svo sé ekki. Papadopoulos hafi til dæmis komið á fundi á milli Trump og Abdel Fattah el-Sissi, forseta Egyptalands, tveimur mánuðum fyrir kosningarnar í fyrra. Þá var Papadopoulos hættur hjá framboðinu. Donald Trump og ýmsir bandamenn hans hafa gagnrýnt rannsókn Mueller og FBI harðlega að undanförnu. Meðal annars hefur því verið haldið fram að rannsókn FBI hafi byrjað eftir að „Steele-skýrslan“ svokallaða hafi litið dagsins ljós.Sjá einnig: Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlegaÞað er skýrsla sem unnin var af fyrrverandi breskum leyniþjónustumanni sem rannsakaði tengsl Trump við Rússland og umsvif hans þar. Steele var upprunalega ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forvali flokksins var skýrslan fjármögnuð af framboði Hillary Clinton. Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari eftir að Donald Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknar stofnunarinnar á meintu samstarfi framboðsins og Rússa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42 Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15 Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf rannsókn sína á meintu samstarfi framboðs Donald Trump og yfirvöldum í Rússlandi eftir að George Papadopoulos, sem var ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, sagði embættismanni frá Ástralíu að Rússar sætu á upplýsingum sem myndu koma sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Þetta var í maí í fyrra eða um tveimur mánuðum áður en upplýsingar úr tölvuárásinni á landsnefnd Demókrataflokksins voru gerðar opinberar. Papadopoulos mun hafa sagt þetta við Alexander Downer eftir mikla drykkju. Leyniþjónustur og öryggisstofnanir eiga í nánu samstarfi við stofnanir Bandaríkjanna og tilkynntu Ástralar ummæli Papadopoulos til Alríkislögreglunnar, eða FBI.Samkvæmt frétt New York Times, sem byggir á samtölum við ástralska og bandaríska embættismenn, hafði Papadopoulos fengið þessar upplýsingar um þremur vikum áður frá maltneskum prófessor með tengsl við Utanríkisráðuneyti Rússlands.Starfar með rannsakendum Papadopoulos hefur játað að hafa logið að starfsmanni FBI um fundi sína við rússneska embættismenn og er vitni í rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller. Starfsmenn Trump hafa haldið því fram að Papadopoulos hafi verið áhrifalaus sjálfboðaliði hjá framboði forsetans eða „kaffi strákur“ en New York Times segir að gögn sem blaðamenn miðilsins hafi undir höndum sýni að svo sé ekki. Papadopoulos hafi til dæmis komið á fundi á milli Trump og Abdel Fattah el-Sissi, forseta Egyptalands, tveimur mánuðum fyrir kosningarnar í fyrra. Þá var Papadopoulos hættur hjá framboðinu. Donald Trump og ýmsir bandamenn hans hafa gagnrýnt rannsókn Mueller og FBI harðlega að undanförnu. Meðal annars hefur því verið haldið fram að rannsókn FBI hafi byrjað eftir að „Steele-skýrslan“ svokallaða hafi litið dagsins ljós.Sjá einnig: Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlegaÞað er skýrsla sem unnin var af fyrrverandi breskum leyniþjónustumanni sem rannsakaði tengsl Trump við Rússland og umsvif hans þar. Steele var upprunalega ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forvali flokksins var skýrslan fjármögnuð af framboði Hillary Clinton. Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari eftir að Donald Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknar stofnunarinnar á meintu samstarfi framboðsins og Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42 Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15 Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30
Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21
Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29
Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42
Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15
Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19
Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18