Breyttu húsnæði Krossins í 102 herbergja hótel Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. desember 2017 14:09 Búið er að reisa skilti með merki hótelkeðjunnar skandinavísku utan á Hlíðasmára 5-7. first hotel kópavogur Skandinavíska hótelkeðjan First Hotels mun um jólin opna dyr sínar fyrir gestum í gamla húsnæði trúfélags Krossins í Hlíðasmára 5-7. Herbergi hótelsins verða 102 talsins þegar uppi er staðið. Greint var frá fyrirheitunum í janúar á þessu ári á Vísi. Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir, hótelstjóri First Hotel Kópavogur, segir í samtali við Vísi að töluverðar framkvæmdir hafi átt sér stað undanfarið. „Já, það þurfti að bæta við einni hæð og búið er að taka húsið algjörlega í gegn. Núna er það orðið stórglæsilegt.“ Stefnt er að opnun 26. desember, annan í jólum, og segir Lóa að bókanir séu strax farnar að berast. „Það hafa verið bókanir frá fyrsta degi. Opnunarvikan er þokkalega þétt skipuð hjá okkur og við búumst við því að troðfullt verði á áramótunum,“ segir Lóa. Við opnun verða 60 herbergi í boði en í febrúar verður húsnæðið fullbyggt og verða herbergin þá 102 talsins. Trúfélagið Krossinn var, sem fyrr segir, rekið í sama húsnæði. Gunnar Þorsteinsson, sem oft var kenndur við félagið, var stjórnarformaður þess til ársins 2010. Þá tók dóttir hans, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, við en húsnæðið var selt í fyrra. First Hotels er skandinavísk hótelkeðja sem rekur alls 90 hótel víða um heim. Hótelið í gamla Krossinum er það fyrsta sem keðjan opnar hér á landi.Hér að neðan má sjá myndir úr framkvæmdunum á Facebook-síðu hótelsins. Neytendur Tengdar fréttir Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir. 19. janúar 2017 09:37 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Skandinavíska hótelkeðjan First Hotels mun um jólin opna dyr sínar fyrir gestum í gamla húsnæði trúfélags Krossins í Hlíðasmára 5-7. Herbergi hótelsins verða 102 talsins þegar uppi er staðið. Greint var frá fyrirheitunum í janúar á þessu ári á Vísi. Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir, hótelstjóri First Hotel Kópavogur, segir í samtali við Vísi að töluverðar framkvæmdir hafi átt sér stað undanfarið. „Já, það þurfti að bæta við einni hæð og búið er að taka húsið algjörlega í gegn. Núna er það orðið stórglæsilegt.“ Stefnt er að opnun 26. desember, annan í jólum, og segir Lóa að bókanir séu strax farnar að berast. „Það hafa verið bókanir frá fyrsta degi. Opnunarvikan er þokkalega þétt skipuð hjá okkur og við búumst við því að troðfullt verði á áramótunum,“ segir Lóa. Við opnun verða 60 herbergi í boði en í febrúar verður húsnæðið fullbyggt og verða herbergin þá 102 talsins. Trúfélagið Krossinn var, sem fyrr segir, rekið í sama húsnæði. Gunnar Þorsteinsson, sem oft var kenndur við félagið, var stjórnarformaður þess til ársins 2010. Þá tók dóttir hans, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, við en húsnæðið var selt í fyrra. First Hotels er skandinavísk hótelkeðja sem rekur alls 90 hótel víða um heim. Hótelið í gamla Krossinum er það fyrsta sem keðjan opnar hér á landi.Hér að neðan má sjá myndir úr framkvæmdunum á Facebook-síðu hótelsins.
Neytendur Tengdar fréttir Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir. 19. janúar 2017 09:37 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir. 19. janúar 2017 09:37