Breyttu húsnæði Krossins í 102 herbergja hótel Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. desember 2017 14:09 Búið er að reisa skilti með merki hótelkeðjunnar skandinavísku utan á Hlíðasmára 5-7. first hotel kópavogur Skandinavíska hótelkeðjan First Hotels mun um jólin opna dyr sínar fyrir gestum í gamla húsnæði trúfélags Krossins í Hlíðasmára 5-7. Herbergi hótelsins verða 102 talsins þegar uppi er staðið. Greint var frá fyrirheitunum í janúar á þessu ári á Vísi. Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir, hótelstjóri First Hotel Kópavogur, segir í samtali við Vísi að töluverðar framkvæmdir hafi átt sér stað undanfarið. „Já, það þurfti að bæta við einni hæð og búið er að taka húsið algjörlega í gegn. Núna er það orðið stórglæsilegt.“ Stefnt er að opnun 26. desember, annan í jólum, og segir Lóa að bókanir séu strax farnar að berast. „Það hafa verið bókanir frá fyrsta degi. Opnunarvikan er þokkalega þétt skipuð hjá okkur og við búumst við því að troðfullt verði á áramótunum,“ segir Lóa. Við opnun verða 60 herbergi í boði en í febrúar verður húsnæðið fullbyggt og verða herbergin þá 102 talsins. Trúfélagið Krossinn var, sem fyrr segir, rekið í sama húsnæði. Gunnar Þorsteinsson, sem oft var kenndur við félagið, var stjórnarformaður þess til ársins 2010. Þá tók dóttir hans, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, við en húsnæðið var selt í fyrra. First Hotels er skandinavísk hótelkeðja sem rekur alls 90 hótel víða um heim. Hótelið í gamla Krossinum er það fyrsta sem keðjan opnar hér á landi.Hér að neðan má sjá myndir úr framkvæmdunum á Facebook-síðu hótelsins. Neytendur Tengdar fréttir Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir. 19. janúar 2017 09:37 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Skandinavíska hótelkeðjan First Hotels mun um jólin opna dyr sínar fyrir gestum í gamla húsnæði trúfélags Krossins í Hlíðasmára 5-7. Herbergi hótelsins verða 102 talsins þegar uppi er staðið. Greint var frá fyrirheitunum í janúar á þessu ári á Vísi. Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir, hótelstjóri First Hotel Kópavogur, segir í samtali við Vísi að töluverðar framkvæmdir hafi átt sér stað undanfarið. „Já, það þurfti að bæta við einni hæð og búið er að taka húsið algjörlega í gegn. Núna er það orðið stórglæsilegt.“ Stefnt er að opnun 26. desember, annan í jólum, og segir Lóa að bókanir séu strax farnar að berast. „Það hafa verið bókanir frá fyrsta degi. Opnunarvikan er þokkalega þétt skipuð hjá okkur og við búumst við því að troðfullt verði á áramótunum,“ segir Lóa. Við opnun verða 60 herbergi í boði en í febrúar verður húsnæðið fullbyggt og verða herbergin þá 102 talsins. Trúfélagið Krossinn var, sem fyrr segir, rekið í sama húsnæði. Gunnar Þorsteinsson, sem oft var kenndur við félagið, var stjórnarformaður þess til ársins 2010. Þá tók dóttir hans, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, við en húsnæðið var selt í fyrra. First Hotels er skandinavísk hótelkeðja sem rekur alls 90 hótel víða um heim. Hótelið í gamla Krossinum er það fyrsta sem keðjan opnar hér á landi.Hér að neðan má sjá myndir úr framkvæmdunum á Facebook-síðu hótelsins.
Neytendur Tengdar fréttir Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir. 19. janúar 2017 09:37 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir. 19. janúar 2017 09:37