Ógn við lýðræðið að virkir geti tekið yfir dagskrá þingsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Frá fundi á Austurvelli 15. september síðastliðinn en degi fyrr hafði ríkisstjórnin fallið. Vísir/eyþór „Út frá sjónarhóli lýðræðisins er óviðunandi að fámennir hópar þeirra sem eru virkir á samfélagsmiðlum geti orðið dagskrárstjórar löggjafarþingsins með því einu að hafa hátt,“ segir í grein sem Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og dr. Renata Martins, Háskólanum í Köln, rita. Greinin, sem ber heitið Lýðskrum og réttarríki, birtist í nýjasta tölublaði tímarits Lögréttu og fjallar um hvernig lýðskrumi, eða popúlisma, hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Þá er einnig fjallað um aðdraganda þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fór frá og að ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum fyrir þinglok.Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Gera má ráð fyrir að síðar meir, þegar menn munu lesa um fréttaviðburði haustsins 2017, muni ýmsir undrast að það sem úr fjarlægð virðist vera lítil þúfa geti velt svo þungu hlassi sem heil ríkisstjórn er. […] Tilgangur greinarinnar er að minna á þá hættu sem óábyrg ástundun stjórnmála ber með sér,“ segir í greininni. Eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, að lokinni netkosningu, og boðað var til nýrra kosninga náðist samkomulag á þinginu um að fella ákvæði um uppreist æru úr hegningarlögum. Þess í stað gátu brotamenn „endurheimt borgararéttindi“ sjálfkrafa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Höfundar greinarinnar benda á að löggjafanum hafi verið „fulljóst að með þessari lagabreytingu virti hann að vettugi stjórnarskrárvarin réttindi“. Löggjöfin skildi vissan hóp dómþola eftir án möguleika á endurheimt réttinda sinna. „[Niðurstaðan er] til marks um að handhafar löggjafarvalds hafa misst kjarkinn gagnvart hamslausum pólitískum upphrópunum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi,“ segir í greininni.Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.vísir/anton brinkÍ greininni er enn fremur rakið að aðdragandi stjórnarslitanna gefi ríkt tilefni til hugrenninga um iðkun stjórnmála og að hann veki upp áleitnar spurningar um hvaða hagsmunum viðkomandi stjórnmálamenn telja sig vera að þjóna. Ekki verði betur séð en ákvörðun um slit á ríkisstjórnarsamstarfi hafi verið látin ráðast af „tilfinningum frekar en rökrænum ástæðum“. „Stjórn landsins var um leið sett í uppnám […] vegna uppþots og háreysti um mál sem var ekki einu sinni á borði ríkisstjórnarinnar,“ segja höfundar. Stjórnmálamönnum sé meðal annars ætlað það hlutverk að vera leiðtogar og í því felist að þeir „megi ekki missa máttinn í hvert skipti sem rekið er upp ramakvein á opinberum vettvangi“. „Sagan sýnir að þegar stjórnmálamenn falla í þá freistni að ráðast að óvinsælum einstaklingum og/eða hópum til að friðþægja reiði almennings, þá er iðulega hætta á ferðum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
„Út frá sjónarhóli lýðræðisins er óviðunandi að fámennir hópar þeirra sem eru virkir á samfélagsmiðlum geti orðið dagskrárstjórar löggjafarþingsins með því einu að hafa hátt,“ segir í grein sem Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og dr. Renata Martins, Háskólanum í Köln, rita. Greinin, sem ber heitið Lýðskrum og réttarríki, birtist í nýjasta tölublaði tímarits Lögréttu og fjallar um hvernig lýðskrumi, eða popúlisma, hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Þá er einnig fjallað um aðdraganda þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fór frá og að ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum fyrir þinglok.Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Gera má ráð fyrir að síðar meir, þegar menn munu lesa um fréttaviðburði haustsins 2017, muni ýmsir undrast að það sem úr fjarlægð virðist vera lítil þúfa geti velt svo þungu hlassi sem heil ríkisstjórn er. […] Tilgangur greinarinnar er að minna á þá hættu sem óábyrg ástundun stjórnmála ber með sér,“ segir í greininni. Eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, að lokinni netkosningu, og boðað var til nýrra kosninga náðist samkomulag á þinginu um að fella ákvæði um uppreist æru úr hegningarlögum. Þess í stað gátu brotamenn „endurheimt borgararéttindi“ sjálfkrafa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Höfundar greinarinnar benda á að löggjafanum hafi verið „fulljóst að með þessari lagabreytingu virti hann að vettugi stjórnarskrárvarin réttindi“. Löggjöfin skildi vissan hóp dómþola eftir án möguleika á endurheimt réttinda sinna. „[Niðurstaðan er] til marks um að handhafar löggjafarvalds hafa misst kjarkinn gagnvart hamslausum pólitískum upphrópunum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi,“ segir í greininni.Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.vísir/anton brinkÍ greininni er enn fremur rakið að aðdragandi stjórnarslitanna gefi ríkt tilefni til hugrenninga um iðkun stjórnmála og að hann veki upp áleitnar spurningar um hvaða hagsmunum viðkomandi stjórnmálamenn telja sig vera að þjóna. Ekki verði betur séð en ákvörðun um slit á ríkisstjórnarsamstarfi hafi verið látin ráðast af „tilfinningum frekar en rökrænum ástæðum“. „Stjórn landsins var um leið sett í uppnám […] vegna uppþots og háreysti um mál sem var ekki einu sinni á borði ríkisstjórnarinnar,“ segja höfundar. Stjórnmálamönnum sé meðal annars ætlað það hlutverk að vera leiðtogar og í því felist að þeir „megi ekki missa máttinn í hvert skipti sem rekið er upp ramakvein á opinberum vettvangi“. „Sagan sýnir að þegar stjórnmálamenn falla í þá freistni að ráðast að óvinsælum einstaklingum og/eða hópum til að friðþægja reiði almennings, þá er iðulega hætta á ferðum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira