Ógn við lýðræðið að virkir geti tekið yfir dagskrá þingsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Frá fundi á Austurvelli 15. september síðastliðinn en degi fyrr hafði ríkisstjórnin fallið. Vísir/eyþór „Út frá sjónarhóli lýðræðisins er óviðunandi að fámennir hópar þeirra sem eru virkir á samfélagsmiðlum geti orðið dagskrárstjórar löggjafarþingsins með því einu að hafa hátt,“ segir í grein sem Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og dr. Renata Martins, Háskólanum í Köln, rita. Greinin, sem ber heitið Lýðskrum og réttarríki, birtist í nýjasta tölublaði tímarits Lögréttu og fjallar um hvernig lýðskrumi, eða popúlisma, hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Þá er einnig fjallað um aðdraganda þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fór frá og að ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum fyrir þinglok.Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Gera má ráð fyrir að síðar meir, þegar menn munu lesa um fréttaviðburði haustsins 2017, muni ýmsir undrast að það sem úr fjarlægð virðist vera lítil þúfa geti velt svo þungu hlassi sem heil ríkisstjórn er. […] Tilgangur greinarinnar er að minna á þá hættu sem óábyrg ástundun stjórnmála ber með sér,“ segir í greininni. Eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, að lokinni netkosningu, og boðað var til nýrra kosninga náðist samkomulag á þinginu um að fella ákvæði um uppreist æru úr hegningarlögum. Þess í stað gátu brotamenn „endurheimt borgararéttindi“ sjálfkrafa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Höfundar greinarinnar benda á að löggjafanum hafi verið „fulljóst að með þessari lagabreytingu virti hann að vettugi stjórnarskrárvarin réttindi“. Löggjöfin skildi vissan hóp dómþola eftir án möguleika á endurheimt réttinda sinna. „[Niðurstaðan er] til marks um að handhafar löggjafarvalds hafa misst kjarkinn gagnvart hamslausum pólitískum upphrópunum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi,“ segir í greininni.Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.vísir/anton brinkÍ greininni er enn fremur rakið að aðdragandi stjórnarslitanna gefi ríkt tilefni til hugrenninga um iðkun stjórnmála og að hann veki upp áleitnar spurningar um hvaða hagsmunum viðkomandi stjórnmálamenn telja sig vera að þjóna. Ekki verði betur séð en ákvörðun um slit á ríkisstjórnarsamstarfi hafi verið látin ráðast af „tilfinningum frekar en rökrænum ástæðum“. „Stjórn landsins var um leið sett í uppnám […] vegna uppþots og háreysti um mál sem var ekki einu sinni á borði ríkisstjórnarinnar,“ segja höfundar. Stjórnmálamönnum sé meðal annars ætlað það hlutverk að vera leiðtogar og í því felist að þeir „megi ekki missa máttinn í hvert skipti sem rekið er upp ramakvein á opinberum vettvangi“. „Sagan sýnir að þegar stjórnmálamenn falla í þá freistni að ráðast að óvinsælum einstaklingum og/eða hópum til að friðþægja reiði almennings, þá er iðulega hætta á ferðum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
„Út frá sjónarhóli lýðræðisins er óviðunandi að fámennir hópar þeirra sem eru virkir á samfélagsmiðlum geti orðið dagskrárstjórar löggjafarþingsins með því einu að hafa hátt,“ segir í grein sem Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og dr. Renata Martins, Háskólanum í Köln, rita. Greinin, sem ber heitið Lýðskrum og réttarríki, birtist í nýjasta tölublaði tímarits Lögréttu og fjallar um hvernig lýðskrumi, eða popúlisma, hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Þá er einnig fjallað um aðdraganda þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fór frá og að ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum fyrir þinglok.Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Gera má ráð fyrir að síðar meir, þegar menn munu lesa um fréttaviðburði haustsins 2017, muni ýmsir undrast að það sem úr fjarlægð virðist vera lítil þúfa geti velt svo þungu hlassi sem heil ríkisstjórn er. […] Tilgangur greinarinnar er að minna á þá hættu sem óábyrg ástundun stjórnmála ber með sér,“ segir í greininni. Eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, að lokinni netkosningu, og boðað var til nýrra kosninga náðist samkomulag á þinginu um að fella ákvæði um uppreist æru úr hegningarlögum. Þess í stað gátu brotamenn „endurheimt borgararéttindi“ sjálfkrafa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Höfundar greinarinnar benda á að löggjafanum hafi verið „fulljóst að með þessari lagabreytingu virti hann að vettugi stjórnarskrárvarin réttindi“. Löggjöfin skildi vissan hóp dómþola eftir án möguleika á endurheimt réttinda sinna. „[Niðurstaðan er] til marks um að handhafar löggjafarvalds hafa misst kjarkinn gagnvart hamslausum pólitískum upphrópunum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi,“ segir í greininni.Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.vísir/anton brinkÍ greininni er enn fremur rakið að aðdragandi stjórnarslitanna gefi ríkt tilefni til hugrenninga um iðkun stjórnmála og að hann veki upp áleitnar spurningar um hvaða hagsmunum viðkomandi stjórnmálamenn telja sig vera að þjóna. Ekki verði betur séð en ákvörðun um slit á ríkisstjórnarsamstarfi hafi verið látin ráðast af „tilfinningum frekar en rökrænum ástæðum“. „Stjórn landsins var um leið sett í uppnám […] vegna uppþots og háreysti um mál sem var ekki einu sinni á borði ríkisstjórnarinnar,“ segja höfundar. Stjórnmálamönnum sé meðal annars ætlað það hlutverk að vera leiðtogar og í því felist að þeir „megi ekki missa máttinn í hvert skipti sem rekið er upp ramakvein á opinberum vettvangi“. „Sagan sýnir að þegar stjórnmálamenn falla í þá freistni að ráðast að óvinsælum einstaklingum og/eða hópum til að friðþægja reiði almennings, þá er iðulega hætta á ferðum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira