Körfubolti

Dýrfinna inn í landsliðshópinn fyrir Helenu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dýrfinna Arnardóttir.
Dýrfinna Arnardóttir. Vísir/Eyþór
Dýrfinna Arnardóttir fær tækifæri til þess að sanna sig fyrir Ívari Ásgrímssyni, landsliðsþjálfara kvenna í körfubolta, en hún var valin í landsliðshópinn sem hélt í æfingaferð til Lúxemborgar í dag.

Þetta er í fyrsta skipti sem Dýrfinna, sem spilar með Haukum í Domino's deild kvenna, fær sæti í landsliðshópnum.

Það eru því þrír nýliðar í hópnum sem tekur þátt í æfingamóti í boði körfuknattleikssambands Lúxemborgar, en Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir eru einnig að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu.

Dýrfinna kemur inn fyrir Helenu Sverrisdóttir, sem spilar í Slóvakíu með sínu gamla liði Good Angels Kosice í desember og janúar.

Landslið Íslands á æfingamótinu í Lúxemborg:

Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell

Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík

Dýrfinna Arnardóttir · Haukar

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir · Valur

Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur

Hildur Björg Kjartansdóttir · Spánn

Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik

Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan

Sandra Lind Þrastardóttir · Danmörk

Sóllilja Bjarnadóttir · Breiðablik

Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík

Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×