Óveðursský yfir Jerúsalem Birgir Þórarinsson skrifar 11. desember 2017 06:00 Biðjið Jerúsalem friðar segir í Davíðssálmunum. Full ástæða er til að taka þessi orð alvarlega nú þegar Bandaríkin hafa tilkynnt að þau viðurkenni Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og muni flytja sendiráð sitt frá Tel Avív til borgarinnar helgu. Ákvörðunin er mjög eldfim meðal Palestínumanna og arabaríkja almennt. Hún getur haft víðtæk áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum. Framtíð Jerúsalemborgar, sem er heilög í augum gyðinga, kristinna manna og múslima, verður einungis ákvörðuð með samkomulagi Ísraels og Palestínumanna, en ekki einhliða ákvörðun Bandaríkjanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á þetta og alþjóðasamfélagið almennt. Sú kenning Trumps um að sendiráðsákvörðunin muni flýta fyrir friðarferlinu milli Ísraels og Palestínu bendir til þess að hann hafi ekki hlustað á ráðgjafa sína í friðarmálum. Ákvörðunin mun hafa þveröfug áhrif, um það eru helstu sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda sammála. Undirritaður starfaði í Jerúsalem og þekkir hið spennuþrungna andrúmsloft sem þar ríkir. Nánast má telja öruggt að ofbeldi muni aukast í borginni. Hryðjuverkaógnin mun auk þess fá byr undir báða vængi. Ákvörðunin getur spillt samskiptum Jórdaníu og Ísraels en Jórdanar hafa haft yfirumsjón með Musterishæðinni eða „Temple Mount“ í Jerúsalem. Það kæmi sér illa fyrir Ísrael enda svæðið mjög viðkvæmt fyrir átökum. Friðarsamkomulagið við Jórdaníu er þeim einnig mikilvægt en þeir eiga mikilvæga sameiginlega hagsmuni eins og í vatnsbúskap.Leyniþjónusta Ísraels varaði Bandaríkin við Í byrjun þessa árs varaði Jórdaníukonungur Trump sérstaklega við því að flytja sendiráðið til Jerúsalem. Auk þess hefur ísraelska leyniþjónustan varað við því að ofbeldi myndi aukast og að ákvörðunin gæti leitt til þess að meðlimum í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við ríki Íslams myndi fjölga. Ákvörðun Trumps kemur á slæmum tíma fyrir Palestínumenn jafnt sem Ísraela út frá viðskiptalegum forsendum. Mikill ferðamannastraumur er að jafnaði til Betlehem í kringjum fæðingarhátíð Krists. Það er viðbúið að hann verði svipur hjá sjón þessi jólin og mikil óvissa er fram undan í þessum efnum. Bandaríkin hafa stóra sendiráðsbyggingu á besta stað í Tel Avív. Frá borginni er einungis 45 mínútna akstur til Jerúsalem. Auk þess hafa þeir ræðismannsskrifstofu í Jerúsalem. Engin þörf er fyrir nýja sendiráðsbyggingu. Það er því auðvelt að álykta sem svo að ákvörðunin feli í sér ögrun.Framkvæmir fyrst og hugsar svo Trump sagði í ræðu sinni, þegar ákvörðunin var tilkynnt, að friðarviðræður milli Ísrels og Palestínu hefðu engu skilað á undanförnum árum og hann ætlaði ekki að halda sig við gömlu formúluna í þeim efnum, því miður eru miklar líkur á því að nýja Trump-formúlan sé eitruð. Trump státaði sig einnig af því í ræðunni að hann gæti tekið ákvörðun sem forverar hans höfðu ekki haft hugrekki til að taka sl. 20 ár. Af þessu má sjá að ákvörðunin er greinilega til heimabrúks og að standa við vanhugsað kosningaloforð. Enda nauðsynlegt að beina athyglinni frá óþægilegum málum heima fyrir eins og rannsókn alríkislögreglunnar á kosningabaráttu Trumps. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að Trump er valdamesti maður heims, sem virðist framkvæma fyrst og hugsa svo. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í þessu sambandi kemur Norður-Kórea upp í hugann og sú raunverulega hætta að Trump tæki afdrifaríka ákvörðun, án þess að hugsa um afleiðingarnar og beitti hervaldi gegn ríkinu með tilheyrandi hörmungum. Utanríkismálanefnd Alþingis þarf að fylgjast vel með framvindu mála í Mið-Austurlöndum og á Kóreuskaga. Alvarleg átök á þessum slóðum munu hafa víðtæk áhrif um heim allan.Höfundur er þingmaður Miðflokksins og starfaði í Jerúsalem fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Biðjið Jerúsalem friðar segir í Davíðssálmunum. Full ástæða er til að taka þessi orð alvarlega nú þegar Bandaríkin hafa tilkynnt að þau viðurkenni Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og muni flytja sendiráð sitt frá Tel Avív til borgarinnar helgu. Ákvörðunin er mjög eldfim meðal Palestínumanna og arabaríkja almennt. Hún getur haft víðtæk áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum. Framtíð Jerúsalemborgar, sem er heilög í augum gyðinga, kristinna manna og múslima, verður einungis ákvörðuð með samkomulagi Ísraels og Palestínumanna, en ekki einhliða ákvörðun Bandaríkjanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á þetta og alþjóðasamfélagið almennt. Sú kenning Trumps um að sendiráðsákvörðunin muni flýta fyrir friðarferlinu milli Ísraels og Palestínu bendir til þess að hann hafi ekki hlustað á ráðgjafa sína í friðarmálum. Ákvörðunin mun hafa þveröfug áhrif, um það eru helstu sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda sammála. Undirritaður starfaði í Jerúsalem og þekkir hið spennuþrungna andrúmsloft sem þar ríkir. Nánast má telja öruggt að ofbeldi muni aukast í borginni. Hryðjuverkaógnin mun auk þess fá byr undir báða vængi. Ákvörðunin getur spillt samskiptum Jórdaníu og Ísraels en Jórdanar hafa haft yfirumsjón með Musterishæðinni eða „Temple Mount“ í Jerúsalem. Það kæmi sér illa fyrir Ísrael enda svæðið mjög viðkvæmt fyrir átökum. Friðarsamkomulagið við Jórdaníu er þeim einnig mikilvægt en þeir eiga mikilvæga sameiginlega hagsmuni eins og í vatnsbúskap.Leyniþjónusta Ísraels varaði Bandaríkin við Í byrjun þessa árs varaði Jórdaníukonungur Trump sérstaklega við því að flytja sendiráðið til Jerúsalem. Auk þess hefur ísraelska leyniþjónustan varað við því að ofbeldi myndi aukast og að ákvörðunin gæti leitt til þess að meðlimum í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við ríki Íslams myndi fjölga. Ákvörðun Trumps kemur á slæmum tíma fyrir Palestínumenn jafnt sem Ísraela út frá viðskiptalegum forsendum. Mikill ferðamannastraumur er að jafnaði til Betlehem í kringjum fæðingarhátíð Krists. Það er viðbúið að hann verði svipur hjá sjón þessi jólin og mikil óvissa er fram undan í þessum efnum. Bandaríkin hafa stóra sendiráðsbyggingu á besta stað í Tel Avív. Frá borginni er einungis 45 mínútna akstur til Jerúsalem. Auk þess hafa þeir ræðismannsskrifstofu í Jerúsalem. Engin þörf er fyrir nýja sendiráðsbyggingu. Það er því auðvelt að álykta sem svo að ákvörðunin feli í sér ögrun.Framkvæmir fyrst og hugsar svo Trump sagði í ræðu sinni, þegar ákvörðunin var tilkynnt, að friðarviðræður milli Ísrels og Palestínu hefðu engu skilað á undanförnum árum og hann ætlaði ekki að halda sig við gömlu formúluna í þeim efnum, því miður eru miklar líkur á því að nýja Trump-formúlan sé eitruð. Trump státaði sig einnig af því í ræðunni að hann gæti tekið ákvörðun sem forverar hans höfðu ekki haft hugrekki til að taka sl. 20 ár. Af þessu má sjá að ákvörðunin er greinilega til heimabrúks og að standa við vanhugsað kosningaloforð. Enda nauðsynlegt að beina athyglinni frá óþægilegum málum heima fyrir eins og rannsókn alríkislögreglunnar á kosningabaráttu Trumps. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að Trump er valdamesti maður heims, sem virðist framkvæma fyrst og hugsa svo. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í þessu sambandi kemur Norður-Kórea upp í hugann og sú raunverulega hætta að Trump tæki afdrifaríka ákvörðun, án þess að hugsa um afleiðingarnar og beitti hervaldi gegn ríkinu með tilheyrandi hörmungum. Utanríkismálanefnd Alþingis þarf að fylgjast vel með framvindu mála í Mið-Austurlöndum og á Kóreuskaga. Alvarleg átök á þessum slóðum munu hafa víðtæk áhrif um heim allan.Höfundur er þingmaður Miðflokksins og starfaði í Jerúsalem fyrir Sameinuðu þjóðirnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun