Hvað þýðir „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum? Þórunn Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2017 14:11 Undanfarna daga hef ég lesið mikið um að „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum og Gaza sé nú mikill. Hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að Ísraelsher er í árásarhug. Að búa sig undir að beita harðara ofbeldi en hann beitir palestínskt fólk daglega.Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð.Þegar ég dvaldi á Vesturbakkanum árið 2014 var eitt af því sem við gerðum að vakta checktpointana þegar börnin voru á leið til og frá skóla (það er í alvöru ekki til neitt almennilegt íslenskt orð. Landamærastöð á ekki við því þetta er ekki staðsett á landamærum heldur inni í miðri palestínskri borg). Bara fylgjast með, sýna að heimurinn fengi fljótt að heyra af því ef börnin yrðu fyrir árás á leið til skóla. Að heimurinn sé að fylgjast með og þekki eðli hernámsins. Nærvera okkar stoppaði herinn vissulega ekki, enda byrjuðu flestir dagar í Hebron á táragasregni. Oft fylgdu hljóðsprengjur í kjölfarið til að hræða krakkana burt. Nokkrir frakkir drengir héldu oft áfram að kasta steinum í checkpointinn og þá kom fyrir að gúmmíhúðaðar stálkúlur voru dregnar fram. Lítil börn voru handtekin af fullvaxta, vígbúnum hermönnum og færð í gæsluvarðhald í stað þess að fá að halda för sinni áfram í skólann. Svona virkar hernámið. Mæður senda börnin sín af stað í skóla með örlítinn laukbita í vasanum. Þau vita að það er gott að draga hann upp þegar táragasið verður óbærilega mikið og þefa af sterkri lauklyktinni. Sannfæra þannig heilann um að það sé súrefni að finna í eiturgufunum. Þannig er ólíklegra að missa meðvitund.Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður.Fréttirnar eru alltof oft út frá sjónarhóli hernámsins. Þessi svokallaði viðbúnaður þýðir td. að ísraelski herinn tekur sér nú fullt vald til að hefta tjáningarfrelsi palestínsku þjóðarinnar á palestínsku landssvæði og beitir grófara ofbeldi. Erlendur innrásarher á ekkert með að sinna „löggæslu“ eða skerða ferðafrelsi fólks í þeirra eigin heimalandi. Vera hersins á palestínskum svæðum er ólögleg og það að kalla aukið ofbeldi gegn fólki sem mótmælir valdaráni Trumps „viðbúnað“ er skrítnasta normalísering á fullkomlega óeðlilegu ástandi sem ég hef séð lengi. Önnur umfjöllun sem er tekin beint upp úr pr-deild hernámsins er umfjöllunin um gúmmíkúlurnar. Ísraelsher notast ekki við neitt sem kalla má með réttu gúmmíkúlur. Heitið hljómar sakleysislega og nákvæmlega þannig á það að hljóma. Sýna fram á að þarna sé um sakleysislegt vopn að ræða, ætlað til þess að stýra mannfjölda í ham en ekk til að meiða neinn. Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð, sem þær draga heiti sitt af. Herinn hefur þá reglu að þær megi nota úr ákveðinni fjarlægð og aðeins beina þeim að fótum fólks. Sem hann virðir að sjálfsögðu ekki, enda er hún bara pr. Fólk er ítrekað flutt á brott illa slasað með höfuðáverka af völdum þeirra. Fólk hefur bæði verið drepið með þeim og hlotið mjög alvarlega áverka. Þær koma í nokkrum stærðum og gerðum, en þessar sem ég held á þarna á myndinni voru notaðar í mótmælum sem ég tók þátt í haustið 2014 í þorpinu Kufr Qaddum á Vesturbakkanum. Hin myndin er tekin í Hebron 8. desember. Hún er átakanleg en um leið rammar hún hernámið svo gjörsamlega inn. Valdið gegn algjöru valdaleysi. Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður. Aukinn „viðbúnaður“ þýðir að nú má allt. Hernámið gerir það sem því sýnist, alltaf. En nú gilda engar hömlur. Hernámið er í vígahug. Vígbúnaður er rétta orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mið-Austurlönd Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hef ég lesið mikið um að „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum og Gaza sé nú mikill. Hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að Ísraelsher er í árásarhug. Að búa sig undir að beita harðara ofbeldi en hann beitir palestínskt fólk daglega.Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð.Þegar ég dvaldi á Vesturbakkanum árið 2014 var eitt af því sem við gerðum að vakta checktpointana þegar börnin voru á leið til og frá skóla (það er í alvöru ekki til neitt almennilegt íslenskt orð. Landamærastöð á ekki við því þetta er ekki staðsett á landamærum heldur inni í miðri palestínskri borg). Bara fylgjast með, sýna að heimurinn fengi fljótt að heyra af því ef börnin yrðu fyrir árás á leið til skóla. Að heimurinn sé að fylgjast með og þekki eðli hernámsins. Nærvera okkar stoppaði herinn vissulega ekki, enda byrjuðu flestir dagar í Hebron á táragasregni. Oft fylgdu hljóðsprengjur í kjölfarið til að hræða krakkana burt. Nokkrir frakkir drengir héldu oft áfram að kasta steinum í checkpointinn og þá kom fyrir að gúmmíhúðaðar stálkúlur voru dregnar fram. Lítil börn voru handtekin af fullvaxta, vígbúnum hermönnum og færð í gæsluvarðhald í stað þess að fá að halda för sinni áfram í skólann. Svona virkar hernámið. Mæður senda börnin sín af stað í skóla með örlítinn laukbita í vasanum. Þau vita að það er gott að draga hann upp þegar táragasið verður óbærilega mikið og þefa af sterkri lauklyktinni. Sannfæra þannig heilann um að það sé súrefni að finna í eiturgufunum. Þannig er ólíklegra að missa meðvitund.Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður.Fréttirnar eru alltof oft út frá sjónarhóli hernámsins. Þessi svokallaði viðbúnaður þýðir td. að ísraelski herinn tekur sér nú fullt vald til að hefta tjáningarfrelsi palestínsku þjóðarinnar á palestínsku landssvæði og beitir grófara ofbeldi. Erlendur innrásarher á ekkert með að sinna „löggæslu“ eða skerða ferðafrelsi fólks í þeirra eigin heimalandi. Vera hersins á palestínskum svæðum er ólögleg og það að kalla aukið ofbeldi gegn fólki sem mótmælir valdaráni Trumps „viðbúnað“ er skrítnasta normalísering á fullkomlega óeðlilegu ástandi sem ég hef séð lengi. Önnur umfjöllun sem er tekin beint upp úr pr-deild hernámsins er umfjöllunin um gúmmíkúlurnar. Ísraelsher notast ekki við neitt sem kalla má með réttu gúmmíkúlur. Heitið hljómar sakleysislega og nákvæmlega þannig á það að hljóma. Sýna fram á að þarna sé um sakleysislegt vopn að ræða, ætlað til þess að stýra mannfjölda í ham en ekk til að meiða neinn. Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð, sem þær draga heiti sitt af. Herinn hefur þá reglu að þær megi nota úr ákveðinni fjarlægð og aðeins beina þeim að fótum fólks. Sem hann virðir að sjálfsögðu ekki, enda er hún bara pr. Fólk er ítrekað flutt á brott illa slasað með höfuðáverka af völdum þeirra. Fólk hefur bæði verið drepið með þeim og hlotið mjög alvarlega áverka. Þær koma í nokkrum stærðum og gerðum, en þessar sem ég held á þarna á myndinni voru notaðar í mótmælum sem ég tók þátt í haustið 2014 í þorpinu Kufr Qaddum á Vesturbakkanum. Hin myndin er tekin í Hebron 8. desember. Hún er átakanleg en um leið rammar hún hernámið svo gjörsamlega inn. Valdið gegn algjöru valdaleysi. Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður. Aukinn „viðbúnaður“ þýðir að nú má allt. Hernámið gerir það sem því sýnist, alltaf. En nú gilda engar hömlur. Hernámið er í vígahug. Vígbúnaður er rétta orðið.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun