Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hörður Ægisson skrifar 13. desember 2017 06:15 Nánast eina eign Klakka í dag er Lykill fjármögnun en félagið hefur verið sett í opið söluferli. Vísir/Stefán Stjórnendur og stjórnarmenn Klakka, eignarhaldsfélags sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, geta fengið samanlagt um 550 milljónir króna í bónus í tengslum við væntanlega sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins sem hafa verið seldar á síðustu árum. Langsamlega stærsti eigandi Lykils er bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner en íslenskir lífeyrissjóðir, einkum LSR, Gildi, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Birta, eiga einnig samtals um sex prósenta hlut í Klakka. Á hluthafafundi Klakka síðastliðinn mánudag var samþykkt tillaga að kaupaukakerfi sem var lögð fram af stjórn félagsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Schevings Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka en í henni eiga sæti fjórir Íslendingar. Gangi tilteknar forsendur eftir sem kaupaukakerfið grundvallast á, en upphafsdagur þess miðast við 17. mars 2016, gætu heildarbónusgreiðslur til þessara níu stjórnenda félagsins numið allt að 4,42 milljónum evra, jafnvirði tæplega 550 milljóna íslenskra króna. Stjórnendur Klakka gætu því fengið að meðaltali yfir 60 milljónir króna á mann í sinn hlut í bónus. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka. Kristján B. Thorlacius, hæstaréttarlögmaður og einn stjórnarmanna Klakka, hefur verið studdur af sjóðunum í stjórn félagsins en hann er á meðal þeirra sem bónuskerfið nær til. Samkvæmt skilmálum kerfisins eiga starfsmenn Klakka tilkall til þess að fá 45 prósent af bónuspottinum á meðan stjórnarmennirnir sex fá 55 prósent af heildarbónusgreiðslunum. Auk Magnúsar eru starfsmenn Klakka þau Jón Örn Guðmundsson fjármálastjóri og Brynja Dögg Steinsen rekstrarstjóri. Stjórnarformaður Klakka til margra ára er Pétur J. Eiríksson en aðrir Íslendingar, fyrir utan Kristján, sem sitja í stjórninni eru Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skipta og Húsasmiðjunnar, og Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður hjá Logos. Þá situr Matt Hinds, sem var einn helsti ráðgjafi kröfuhafa Glitnis um árabil, einnig í stjórninni en hann hefur unnið náið með stjórnendum Klakka við fjárhagslega endurskipulagningu og sölu á eignum félagsins. Magnús Scheving Thorsteinsson er forstjóri Klakka og stjórnarformaður Lykils fjármögnunar. Lykill í opið söluferli Í dag er Lykill nánast eina eign Klakka en flestar aðrar eignir, meðal annars hlutir í VÍS, Símanum, Kviku og Bakkavör, hafa verið seldar á síðustu árum. Eignaleigufyrirtækið hefur verið sett í opið söluferli og verður óskað eftir skuldbindandi tilboðum í mars næstkomandi og í framhaldi af því gengið til samninga við hæstbjóðanda. Samkvæmt heimildum Markaðarins ræðst heildarfjárhæð bónuspottsins til stjórnenda Klakka ekki aðeins af niðurstöðu söluferlisins á Lykli heldur einnig þeim endurheimtum sem hafa nú þegar skilað sér við sölu á öðrum eignum félagsins á undanförnum árum. Á síðasta ári nam hagnaður Lykils 1.360 milljónum króna og eigið fé félagsins var tæplega 14 milljarðar um mitt þetta ár. Auk þess að eiga í vændum bónusgreiðslur þá hafa starfsmenn Klakka verið afar vel launaðir um langt skeið. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar námu mánaðarlaun Magnúsar 4,6 milljónum króna í fyrra og Jón Örn, fjármálastjóri félagsins, var með 3,3 milljónir. Heildarlaunakostnaður þriggja starfsmanna og stjórnar Klakka var 104 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Loan Management, en samanlagt á sjóðurinn um 75 prósenta hlut í félaginu. Vogunarsjóðurinn, sem var einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna, bætti verulega við eignarhlut sinn í félaginu í fyrra þegar hann keypti samanlagt rúmlega 60 prósenta hlut af Arion banka, Lindarhvoli, eignarhaldsfélagi ríkissjóðs, og Glitni HoldCo. Auk ýmissa íslenskra lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka í dag BNP Paribas, erlendur sjóður í stýringu fjárfestingafélagsins CarVal, og félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Klakki, sem áður hét Exista, var yfirtekið af kröfuhöfum við samþykkt nauðasamninga í árslok 2010. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Starfsemi Lindarhvols Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Stjórnendur og stjórnarmenn Klakka, eignarhaldsfélags sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, geta fengið samanlagt um 550 milljónir króna í bónus í tengslum við væntanlega sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins sem hafa verið seldar á síðustu árum. Langsamlega stærsti eigandi Lykils er bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner en íslenskir lífeyrissjóðir, einkum LSR, Gildi, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Birta, eiga einnig samtals um sex prósenta hlut í Klakka. Á hluthafafundi Klakka síðastliðinn mánudag var samþykkt tillaga að kaupaukakerfi sem var lögð fram af stjórn félagsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Schevings Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka en í henni eiga sæti fjórir Íslendingar. Gangi tilteknar forsendur eftir sem kaupaukakerfið grundvallast á, en upphafsdagur þess miðast við 17. mars 2016, gætu heildarbónusgreiðslur til þessara níu stjórnenda félagsins numið allt að 4,42 milljónum evra, jafnvirði tæplega 550 milljóna íslenskra króna. Stjórnendur Klakka gætu því fengið að meðaltali yfir 60 milljónir króna á mann í sinn hlut í bónus. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka. Kristján B. Thorlacius, hæstaréttarlögmaður og einn stjórnarmanna Klakka, hefur verið studdur af sjóðunum í stjórn félagsins en hann er á meðal þeirra sem bónuskerfið nær til. Samkvæmt skilmálum kerfisins eiga starfsmenn Klakka tilkall til þess að fá 45 prósent af bónuspottinum á meðan stjórnarmennirnir sex fá 55 prósent af heildarbónusgreiðslunum. Auk Magnúsar eru starfsmenn Klakka þau Jón Örn Guðmundsson fjármálastjóri og Brynja Dögg Steinsen rekstrarstjóri. Stjórnarformaður Klakka til margra ára er Pétur J. Eiríksson en aðrir Íslendingar, fyrir utan Kristján, sem sitja í stjórninni eru Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skipta og Húsasmiðjunnar, og Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður hjá Logos. Þá situr Matt Hinds, sem var einn helsti ráðgjafi kröfuhafa Glitnis um árabil, einnig í stjórninni en hann hefur unnið náið með stjórnendum Klakka við fjárhagslega endurskipulagningu og sölu á eignum félagsins. Magnús Scheving Thorsteinsson er forstjóri Klakka og stjórnarformaður Lykils fjármögnunar. Lykill í opið söluferli Í dag er Lykill nánast eina eign Klakka en flestar aðrar eignir, meðal annars hlutir í VÍS, Símanum, Kviku og Bakkavör, hafa verið seldar á síðustu árum. Eignaleigufyrirtækið hefur verið sett í opið söluferli og verður óskað eftir skuldbindandi tilboðum í mars næstkomandi og í framhaldi af því gengið til samninga við hæstbjóðanda. Samkvæmt heimildum Markaðarins ræðst heildarfjárhæð bónuspottsins til stjórnenda Klakka ekki aðeins af niðurstöðu söluferlisins á Lykli heldur einnig þeim endurheimtum sem hafa nú þegar skilað sér við sölu á öðrum eignum félagsins á undanförnum árum. Á síðasta ári nam hagnaður Lykils 1.360 milljónum króna og eigið fé félagsins var tæplega 14 milljarðar um mitt þetta ár. Auk þess að eiga í vændum bónusgreiðslur þá hafa starfsmenn Klakka verið afar vel launaðir um langt skeið. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar námu mánaðarlaun Magnúsar 4,6 milljónum króna í fyrra og Jón Örn, fjármálastjóri félagsins, var með 3,3 milljónir. Heildarlaunakostnaður þriggja starfsmanna og stjórnar Klakka var 104 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Loan Management, en samanlagt á sjóðurinn um 75 prósenta hlut í félaginu. Vogunarsjóðurinn, sem var einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna, bætti verulega við eignarhlut sinn í félaginu í fyrra þegar hann keypti samanlagt rúmlega 60 prósenta hlut af Arion banka, Lindarhvoli, eignarhaldsfélagi ríkissjóðs, og Glitni HoldCo. Auk ýmissa íslenskra lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka í dag BNP Paribas, erlendur sjóður í stýringu fjárfestingafélagsins CarVal, og félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Klakki, sem áður hét Exista, var yfirtekið af kröfuhöfum við samþykkt nauðasamninga í árslok 2010. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Starfsemi Lindarhvols Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira