Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hörður Ægisson skrifar 13. desember 2017 06:15 Nánast eina eign Klakka í dag er Lykill fjármögnun en félagið hefur verið sett í opið söluferli. Vísir/Stefán Stjórnendur og stjórnarmenn Klakka, eignarhaldsfélags sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, geta fengið samanlagt um 550 milljónir króna í bónus í tengslum við væntanlega sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins sem hafa verið seldar á síðustu árum. Langsamlega stærsti eigandi Lykils er bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner en íslenskir lífeyrissjóðir, einkum LSR, Gildi, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Birta, eiga einnig samtals um sex prósenta hlut í Klakka. Á hluthafafundi Klakka síðastliðinn mánudag var samþykkt tillaga að kaupaukakerfi sem var lögð fram af stjórn félagsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Schevings Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka en í henni eiga sæti fjórir Íslendingar. Gangi tilteknar forsendur eftir sem kaupaukakerfið grundvallast á, en upphafsdagur þess miðast við 17. mars 2016, gætu heildarbónusgreiðslur til þessara níu stjórnenda félagsins numið allt að 4,42 milljónum evra, jafnvirði tæplega 550 milljóna íslenskra króna. Stjórnendur Klakka gætu því fengið að meðaltali yfir 60 milljónir króna á mann í sinn hlut í bónus. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka. Kristján B. Thorlacius, hæstaréttarlögmaður og einn stjórnarmanna Klakka, hefur verið studdur af sjóðunum í stjórn félagsins en hann er á meðal þeirra sem bónuskerfið nær til. Samkvæmt skilmálum kerfisins eiga starfsmenn Klakka tilkall til þess að fá 45 prósent af bónuspottinum á meðan stjórnarmennirnir sex fá 55 prósent af heildarbónusgreiðslunum. Auk Magnúsar eru starfsmenn Klakka þau Jón Örn Guðmundsson fjármálastjóri og Brynja Dögg Steinsen rekstrarstjóri. Stjórnarformaður Klakka til margra ára er Pétur J. Eiríksson en aðrir Íslendingar, fyrir utan Kristján, sem sitja í stjórninni eru Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skipta og Húsasmiðjunnar, og Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður hjá Logos. Þá situr Matt Hinds, sem var einn helsti ráðgjafi kröfuhafa Glitnis um árabil, einnig í stjórninni en hann hefur unnið náið með stjórnendum Klakka við fjárhagslega endurskipulagningu og sölu á eignum félagsins. Magnús Scheving Thorsteinsson er forstjóri Klakka og stjórnarformaður Lykils fjármögnunar. Lykill í opið söluferli Í dag er Lykill nánast eina eign Klakka en flestar aðrar eignir, meðal annars hlutir í VÍS, Símanum, Kviku og Bakkavör, hafa verið seldar á síðustu árum. Eignaleigufyrirtækið hefur verið sett í opið söluferli og verður óskað eftir skuldbindandi tilboðum í mars næstkomandi og í framhaldi af því gengið til samninga við hæstbjóðanda. Samkvæmt heimildum Markaðarins ræðst heildarfjárhæð bónuspottsins til stjórnenda Klakka ekki aðeins af niðurstöðu söluferlisins á Lykli heldur einnig þeim endurheimtum sem hafa nú þegar skilað sér við sölu á öðrum eignum félagsins á undanförnum árum. Á síðasta ári nam hagnaður Lykils 1.360 milljónum króna og eigið fé félagsins var tæplega 14 milljarðar um mitt þetta ár. Auk þess að eiga í vændum bónusgreiðslur þá hafa starfsmenn Klakka verið afar vel launaðir um langt skeið. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar námu mánaðarlaun Magnúsar 4,6 milljónum króna í fyrra og Jón Örn, fjármálastjóri félagsins, var með 3,3 milljónir. Heildarlaunakostnaður þriggja starfsmanna og stjórnar Klakka var 104 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Loan Management, en samanlagt á sjóðurinn um 75 prósenta hlut í félaginu. Vogunarsjóðurinn, sem var einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna, bætti verulega við eignarhlut sinn í félaginu í fyrra þegar hann keypti samanlagt rúmlega 60 prósenta hlut af Arion banka, Lindarhvoli, eignarhaldsfélagi ríkissjóðs, og Glitni HoldCo. Auk ýmissa íslenskra lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka í dag BNP Paribas, erlendur sjóður í stýringu fjárfestingafélagsins CarVal, og félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Klakki, sem áður hét Exista, var yfirtekið af kröfuhöfum við samþykkt nauðasamninga í árslok 2010. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Sjá meira
Stjórnendur og stjórnarmenn Klakka, eignarhaldsfélags sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, geta fengið samanlagt um 550 milljónir króna í bónus í tengslum við væntanlega sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins sem hafa verið seldar á síðustu árum. Langsamlega stærsti eigandi Lykils er bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner en íslenskir lífeyrissjóðir, einkum LSR, Gildi, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Birta, eiga einnig samtals um sex prósenta hlut í Klakka. Á hluthafafundi Klakka síðastliðinn mánudag var samþykkt tillaga að kaupaukakerfi sem var lögð fram af stjórn félagsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Schevings Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka en í henni eiga sæti fjórir Íslendingar. Gangi tilteknar forsendur eftir sem kaupaukakerfið grundvallast á, en upphafsdagur þess miðast við 17. mars 2016, gætu heildarbónusgreiðslur til þessara níu stjórnenda félagsins numið allt að 4,42 milljónum evra, jafnvirði tæplega 550 milljóna íslenskra króna. Stjórnendur Klakka gætu því fengið að meðaltali yfir 60 milljónir króna á mann í sinn hlut í bónus. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka. Kristján B. Thorlacius, hæstaréttarlögmaður og einn stjórnarmanna Klakka, hefur verið studdur af sjóðunum í stjórn félagsins en hann er á meðal þeirra sem bónuskerfið nær til. Samkvæmt skilmálum kerfisins eiga starfsmenn Klakka tilkall til þess að fá 45 prósent af bónuspottinum á meðan stjórnarmennirnir sex fá 55 prósent af heildarbónusgreiðslunum. Auk Magnúsar eru starfsmenn Klakka þau Jón Örn Guðmundsson fjármálastjóri og Brynja Dögg Steinsen rekstrarstjóri. Stjórnarformaður Klakka til margra ára er Pétur J. Eiríksson en aðrir Íslendingar, fyrir utan Kristján, sem sitja í stjórninni eru Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skipta og Húsasmiðjunnar, og Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður hjá Logos. Þá situr Matt Hinds, sem var einn helsti ráðgjafi kröfuhafa Glitnis um árabil, einnig í stjórninni en hann hefur unnið náið með stjórnendum Klakka við fjárhagslega endurskipulagningu og sölu á eignum félagsins. Magnús Scheving Thorsteinsson er forstjóri Klakka og stjórnarformaður Lykils fjármögnunar. Lykill í opið söluferli Í dag er Lykill nánast eina eign Klakka en flestar aðrar eignir, meðal annars hlutir í VÍS, Símanum, Kviku og Bakkavör, hafa verið seldar á síðustu árum. Eignaleigufyrirtækið hefur verið sett í opið söluferli og verður óskað eftir skuldbindandi tilboðum í mars næstkomandi og í framhaldi af því gengið til samninga við hæstbjóðanda. Samkvæmt heimildum Markaðarins ræðst heildarfjárhæð bónuspottsins til stjórnenda Klakka ekki aðeins af niðurstöðu söluferlisins á Lykli heldur einnig þeim endurheimtum sem hafa nú þegar skilað sér við sölu á öðrum eignum félagsins á undanförnum árum. Á síðasta ári nam hagnaður Lykils 1.360 milljónum króna og eigið fé félagsins var tæplega 14 milljarðar um mitt þetta ár. Auk þess að eiga í vændum bónusgreiðslur þá hafa starfsmenn Klakka verið afar vel launaðir um langt skeið. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar námu mánaðarlaun Magnúsar 4,6 milljónum króna í fyrra og Jón Örn, fjármálastjóri félagsins, var með 3,3 milljónir. Heildarlaunakostnaður þriggja starfsmanna og stjórnar Klakka var 104 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Loan Management, en samanlagt á sjóðurinn um 75 prósenta hlut í félaginu. Vogunarsjóðurinn, sem var einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna, bætti verulega við eignarhlut sinn í félaginu í fyrra þegar hann keypti samanlagt rúmlega 60 prósenta hlut af Arion banka, Lindarhvoli, eignarhaldsfélagi ríkissjóðs, og Glitni HoldCo. Auk ýmissa íslenskra lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka í dag BNP Paribas, erlendur sjóður í stýringu fjárfestingafélagsins CarVal, og félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Klakki, sem áður hét Exista, var yfirtekið af kröfuhöfum við samþykkt nauðasamninga í árslok 2010. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Sjá meira