Kennsluaðferðir í framhaldsskólum Davíð Snær Jónsson skrifar 17. desember 2017 11:55 Árið er 2017, við lifum á tímum hröðustu tækniframþróunar í mannkynssögunni, við sjáum nýja tækni spretta fram daglega og erfitt getur verið að halda í við alla þá nýsköpun sem á sér stað í kringum okkur. Kennsluaðferðir eiga ekki heima þar undir. Ímyndaðu þér skólastofuna árið 1917 - sérðu raðir af skrifborðum, stólum og nemendum að hlusta á kennara? Já, þú hefur rétt fyrir þér. Ímyndaðu þér nú kennslustofu dagsins í dag - færðu ekki upp nákvæmlega sömu mynd? Á meðan við horfum á sjálfkeyrandi bíla og þróun gervigreindar höfum við orðið fyrir stöðnun í þróun kennsluaðferða. Það er allaveganna það sem ég hef upplifað sem nemandi. Við erum ekki að mæta þörfum allra þeirra nemenda sem sækja sér nám og þá sérstaklega í grunn- og framhaldsskólum. 28% nemenda finnst leiðinlegt í skóla. Ömurleg staðreynd en á hana þarf að lýta sem áskorun, áskorun stjórnvalda og skólakerfisins til þess að koma til móts við þessa einstaklinga. 44% nemenda útskrifast ekki úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Önnur ömurleg staðreynd en samt sem áður blákaldur raunveruleiki. Hvenær ætla ráðamenn að hætta að lýta fram hjá staðreyndum og finna rót vandans í samráði við hagsmunaaðila. K2 - tækni- og vísindaleið Tækniskólans er þriggja ára lotubundið nám sem sett var á laggirnar haustið 2016. Námið er sérhannað fyrir nemendur sem vilja öflugan undirbúning fyrir háskólanám þar sem aðaláherslurnar eru krefjandi námsfyrirkomulag og verkefnamiðuð vinna þar sem nemendur fá frelsi til þess að velja sínar eigin aðferðir við verkefnaskil með kennarann sem leiðbeinanda. Skólastofa nemenda í K2 er einnig sífellt brotin upp svo heilinn fái sífellda örvun þegar hann tekst á við ný verkefni. Áhugavert fannst mér að heyra að menntamálaráðuneytið hafi ekki enn sýnt þessu framsækna námi neinn sérstakan áhuga eins og með auknum fjárstuðning, svo hægt sé að efla við þróun þess. Nú þurfum við að stoppa afturhald í skólakerfinu, taka nýjum hugmyndum fagnandi og hætta að leggja stein í götu fyrir komandi kynslóðir. Einstaklingurinn þarf svigrúm til þess að skapa, grundvöll til þess að leiða sínar eigin hugsjónir og læra að nota rökrétta hugsun við ákvörðunartöku. Hlutverk kennara er að leiðbeina en ekki veita forsjá. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Árið er 2017, við lifum á tímum hröðustu tækniframþróunar í mannkynssögunni, við sjáum nýja tækni spretta fram daglega og erfitt getur verið að halda í við alla þá nýsköpun sem á sér stað í kringum okkur. Kennsluaðferðir eiga ekki heima þar undir. Ímyndaðu þér skólastofuna árið 1917 - sérðu raðir af skrifborðum, stólum og nemendum að hlusta á kennara? Já, þú hefur rétt fyrir þér. Ímyndaðu þér nú kennslustofu dagsins í dag - færðu ekki upp nákvæmlega sömu mynd? Á meðan við horfum á sjálfkeyrandi bíla og þróun gervigreindar höfum við orðið fyrir stöðnun í þróun kennsluaðferða. Það er allaveganna það sem ég hef upplifað sem nemandi. Við erum ekki að mæta þörfum allra þeirra nemenda sem sækja sér nám og þá sérstaklega í grunn- og framhaldsskólum. 28% nemenda finnst leiðinlegt í skóla. Ömurleg staðreynd en á hana þarf að lýta sem áskorun, áskorun stjórnvalda og skólakerfisins til þess að koma til móts við þessa einstaklinga. 44% nemenda útskrifast ekki úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Önnur ömurleg staðreynd en samt sem áður blákaldur raunveruleiki. Hvenær ætla ráðamenn að hætta að lýta fram hjá staðreyndum og finna rót vandans í samráði við hagsmunaaðila. K2 - tækni- og vísindaleið Tækniskólans er þriggja ára lotubundið nám sem sett var á laggirnar haustið 2016. Námið er sérhannað fyrir nemendur sem vilja öflugan undirbúning fyrir háskólanám þar sem aðaláherslurnar eru krefjandi námsfyrirkomulag og verkefnamiðuð vinna þar sem nemendur fá frelsi til þess að velja sínar eigin aðferðir við verkefnaskil með kennarann sem leiðbeinanda. Skólastofa nemenda í K2 er einnig sífellt brotin upp svo heilinn fái sífellda örvun þegar hann tekst á við ný verkefni. Áhugavert fannst mér að heyra að menntamálaráðuneytið hafi ekki enn sýnt þessu framsækna námi neinn sérstakan áhuga eins og með auknum fjárstuðning, svo hægt sé að efla við þróun þess. Nú þurfum við að stoppa afturhald í skólakerfinu, taka nýjum hugmyndum fagnandi og hætta að leggja stein í götu fyrir komandi kynslóðir. Einstaklingurinn þarf svigrúm til þess að skapa, grundvöll til þess að leiða sínar eigin hugsjónir og læra að nota rökrétta hugsun við ákvörðunartöku. Hlutverk kennara er að leiðbeina en ekki veita forsjá. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun