Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson skrifar 18. desember 2017 07:00 Maður nokkur fær sér einn góðan veðurdag heldur mikið í staupinu. Hann ákveður nú samt að keyra af stað á sínum nýja fjallabíl en þá tekst ekki betur til en svo að honum verður laus bensínfóturinn. Hann keyrir utan í þrjá bíla, fótbrýtur mann á gangbraut og endar för sína á ljósastaur, en sleppur sjálfur lítt meiddur. Sú skylda hvílir á framkvæmdaaðila, í þessu tilviki ökumanninum, að láta gera mat á þeim áhrifum sem hann hefur valdið með ölvunarakstri sínum og leggja fram tillögur um úrbætur og mótvægisaðgerðir. Hann fær lögfræðing og góðan kunningja sinn til að gera matsskýrsluna: Í skýrslunni er sýnt fram á að rispur og beyglur á þremur bílum séu smáræði. Umræddir bílar eru eldri og ódýrari en sá sem tjóninu olli, og hafa sennilega verið bæði rispaðir og beyglaðir fyrir. Rétting og sprautun sé hluti af eðlilegu viðhaldi. Sjálfur þurfi framkvæmdaaðili að kosta dýra viðgerð á eigin bíl, og í þeim samanburði séu viðgerðir á hinum bílunum léttvægar. Áhrif á bílana teljast óveruleg og afturkræf. Tiltölulega einfalt er að meðhöndla fótbrot. Það veldur yfirleitt ekki skertri starfsgetu nema skamma hríð meðan brotið er að gróa. Góð reynsla er af fjölbreyttum mótvægisaðgerðum, eins og að ganga við staf, hækju eða – ef um slæmt brot er að ræða – göngugrind. Skaði hins slasaða telst því tímabundið nokkuð neikvæður en að mestu afturkræfur, og með hjálp mótvægisaðgerða verður hann aldrei meiri en óverulegur til lengri tíma litið. Skýrslan metur tjón á ljósastaur vissulega talsvert neikvætt fyrir götuhornið þar sem staurinn stóð. Þar er nú myrkt eftir að skyggja tekur og slysahætta mikil, en fyrir hverfið í heild, og sé litið til sveitarfélagsins alls, er tjónið metið óverulegt. Þetta var ekkert sérstakur ljósastaur, og því engin eftirsjá í honum. Lagt er til að fyrst um sinn verði vöktun á þessu horni með því að setja upp vefmyndavél við gangbrautina. Tjónið er afturkræft og óverulegt fyrir sveitarfélagið í heild. Þessi litla saga af slysi er nánast orðrétt upp úr frummatsskýrslu um umhverfisáhrif Svartárvirkjunar í Bárðardal, sem birt var 7. september sl., nema að því leyti að hér er talað um mat á umferðarslysi vegna ölvunaraksturs en í frummatsskýrslunni er talað um mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunarframkvæmda.Umhverfisslys er skipulagt Munur á umferðarslysi og umhverfisslysi er aðallega sá að umferðarslys er óhapp, sem enginn ætlar sér og ekki er unnt að meta fyrr en skaðinn er skeður. Umhverfisslys er hins vegar vandlega undirbúið og skipulagt, eins og það sem nú er í uppsiglingu í Bárðardal, og umhverfisáhrifin eru fyrirsjáanleg og metin fyrirfram af sérfræðingum. Álit þeirra er síðan matreitt af framkvæmdaaðila sjálfum eða verkfræðistofu hans, sem gerir lítið úr öllu á sama hátt og gert var hér að ofan. Þeir sem gefa út leyfi til að framkvæma umhverfisslys byggja ákvörðun sína á þeirri matreiðslu, eins og sjá má af eftirfarandi umsögn sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 27. september, þrem vikum eftir að frummatsskýrslan var auglýst til umsagnar: „Sveitarstjórn […] telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim.“ Skipulagsstofnun bárust alls 72 umsagnir um skýrsluna og þar af allmargar sem sýndu fram á með rökum að hún er engan veginn fullnægjandi og framkvæmdin öll hið mesta óráð. Hér með er skorað á sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að lesa frummatsskýrsluna betur í ljósi athugasemda og ræða þann möguleika í fullri alvöru að samþykkja EKKI fyrirhugaða virkjunarframkvæmd, ekki frekar en við samþykkjum ölvunarakstur í sveitarfélagi okkar.Höfundur er stjórnarmaður í Verndarfélagi Svartár og Suðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Maður nokkur fær sér einn góðan veðurdag heldur mikið í staupinu. Hann ákveður nú samt að keyra af stað á sínum nýja fjallabíl en þá tekst ekki betur til en svo að honum verður laus bensínfóturinn. Hann keyrir utan í þrjá bíla, fótbrýtur mann á gangbraut og endar för sína á ljósastaur, en sleppur sjálfur lítt meiddur. Sú skylda hvílir á framkvæmdaaðila, í þessu tilviki ökumanninum, að láta gera mat á þeim áhrifum sem hann hefur valdið með ölvunarakstri sínum og leggja fram tillögur um úrbætur og mótvægisaðgerðir. Hann fær lögfræðing og góðan kunningja sinn til að gera matsskýrsluna: Í skýrslunni er sýnt fram á að rispur og beyglur á þremur bílum séu smáræði. Umræddir bílar eru eldri og ódýrari en sá sem tjóninu olli, og hafa sennilega verið bæði rispaðir og beyglaðir fyrir. Rétting og sprautun sé hluti af eðlilegu viðhaldi. Sjálfur þurfi framkvæmdaaðili að kosta dýra viðgerð á eigin bíl, og í þeim samanburði séu viðgerðir á hinum bílunum léttvægar. Áhrif á bílana teljast óveruleg og afturkræf. Tiltölulega einfalt er að meðhöndla fótbrot. Það veldur yfirleitt ekki skertri starfsgetu nema skamma hríð meðan brotið er að gróa. Góð reynsla er af fjölbreyttum mótvægisaðgerðum, eins og að ganga við staf, hækju eða – ef um slæmt brot er að ræða – göngugrind. Skaði hins slasaða telst því tímabundið nokkuð neikvæður en að mestu afturkræfur, og með hjálp mótvægisaðgerða verður hann aldrei meiri en óverulegur til lengri tíma litið. Skýrslan metur tjón á ljósastaur vissulega talsvert neikvætt fyrir götuhornið þar sem staurinn stóð. Þar er nú myrkt eftir að skyggja tekur og slysahætta mikil, en fyrir hverfið í heild, og sé litið til sveitarfélagsins alls, er tjónið metið óverulegt. Þetta var ekkert sérstakur ljósastaur, og því engin eftirsjá í honum. Lagt er til að fyrst um sinn verði vöktun á þessu horni með því að setja upp vefmyndavél við gangbrautina. Tjónið er afturkræft og óverulegt fyrir sveitarfélagið í heild. Þessi litla saga af slysi er nánast orðrétt upp úr frummatsskýrslu um umhverfisáhrif Svartárvirkjunar í Bárðardal, sem birt var 7. september sl., nema að því leyti að hér er talað um mat á umferðarslysi vegna ölvunaraksturs en í frummatsskýrslunni er talað um mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunarframkvæmda.Umhverfisslys er skipulagt Munur á umferðarslysi og umhverfisslysi er aðallega sá að umferðarslys er óhapp, sem enginn ætlar sér og ekki er unnt að meta fyrr en skaðinn er skeður. Umhverfisslys er hins vegar vandlega undirbúið og skipulagt, eins og það sem nú er í uppsiglingu í Bárðardal, og umhverfisáhrifin eru fyrirsjáanleg og metin fyrirfram af sérfræðingum. Álit þeirra er síðan matreitt af framkvæmdaaðila sjálfum eða verkfræðistofu hans, sem gerir lítið úr öllu á sama hátt og gert var hér að ofan. Þeir sem gefa út leyfi til að framkvæma umhverfisslys byggja ákvörðun sína á þeirri matreiðslu, eins og sjá má af eftirfarandi umsögn sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 27. september, þrem vikum eftir að frummatsskýrslan var auglýst til umsagnar: „Sveitarstjórn […] telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim.“ Skipulagsstofnun bárust alls 72 umsagnir um skýrsluna og þar af allmargar sem sýndu fram á með rökum að hún er engan veginn fullnægjandi og framkvæmdin öll hið mesta óráð. Hér með er skorað á sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að lesa frummatsskýrsluna betur í ljósi athugasemda og ræða þann möguleika í fullri alvöru að samþykkja EKKI fyrirhugaða virkjunarframkvæmd, ekki frekar en við samþykkjum ölvunarakstur í sveitarfélagi okkar.Höfundur er stjórnarmaður í Verndarfélagi Svartár og Suðurár.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun