Seinfærir foreldrar – viðeigandi aðstoð samkvæmt Samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks María Hreiðarsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er sérstök grein sem fjallar um virðingu fyrir heimili og fjölskyldu. Þar segir að aðildarríkin skuli gera ráðstafanir í því skyni að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að hjónabandi, fjölskyldu og foreldrahlutverki. Þar segir einnig að aðildarríkin skuli veita fötluðu fólki viðeigandi aðstoð við að uppfylla skyldur sínar við uppeldi barna sinna. En hvað þýðir þetta í raun? Reynsla fatlaðs fólks af stuðningi við foreldrahlutverkið er mismunandi. Ég hef persónulega reynslu af stuðningi sem ég fæ í gegnum notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Ég er yfirleitt ánægð með þá þjónustu sem ég fæ en stundum þyrfti þjónustan að vera meiri. Algjört lykilatriði er að það ríki traust á milli fjölskyldu og stuðningsaðila og að foreldrar sjálfir séu hafðir með í ráðum þegar stuðningur er ákveðinn inn á heimili þeirra. Það er mikilvægt að samráð sé um markmið þjónustunnar svo hún gangi vel. Starfsfólk á ekki að taka ákvarðanir á bak við foreldra og ákveða hvað foreldrum og fjölskyldunni sé fyrir bestu heldur hafa samráð við foreldrana því þannig gengur það best. Passa þarf að stuðningur fyrir seinfæra foreldra sé til langframa og að nægt fjármagn sé tryggt og að stuðningurinn sé nægur fyrir foreldra og börn þeirra. Seinfærir foreldrar þurfa oft aðstoð við að gera börnum sínum kleift að sækja íþróttaæfingar og tónlistarnám svo eitthvað sé nefnt. Þessi stuðningur stuðlar að því að þeim vegni jafn vel og öðrum börnum. Þó svo að það sé ekki daglegur stuðningur þarf sá sem ber ábyrgð á þjónustunni að vera í sambandi með vissu millibili og oftar þegar erfiðir tímar eru. Það þarf oft meiri stuðning þegar börn eru nýfædd og þegar þau byrja á leikskóla, einnig á unglingsárum. Það er sérstaklega mikilvægt að ráðgjafar geti verið sveigjanlegir í starfi sínu þar sem heimilislíf er ekki með sama hætti alla daga.Kæruleið fyrir fatlað fólk Nú er ný ríkisstjórn tekin við og óska ég henni velfarnaðar. Þann 20. september 2016 samþykkti Alþingi að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Enn er eftir að fullgilda viðauka samningsins en hann er mjög mikilvægur og með honum opnast kæruleið fyrir fatlað fólk sem telur á sér brotið. Viðaukinn felur því í sér miklar réttarbætur fyrir fatlað fólk. Ég skora því á nýja ríkisstjórn að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fullgilda viðaukann. Einnig vil ég minna á að fatlað fólk bíður enn eftir að notendastýrð persónuleg aðstoð verði sett í lög. Ánægjulegt er að heyra að það sé eitt af þeim verkefnum sem ný ríkisstjórn ætlar að afgreiða fyrir áramót. Að lokum hvet ég til aukinnar virðingar gagnvart þessum fjölskyldum og að opna umræðuna betur um þennan hóp og ekki síst að virða margbreytileikann og þær mannréttindayfirlýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir, þar á meðal sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Höfundur er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er sérstök grein sem fjallar um virðingu fyrir heimili og fjölskyldu. Þar segir að aðildarríkin skuli gera ráðstafanir í því skyni að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að hjónabandi, fjölskyldu og foreldrahlutverki. Þar segir einnig að aðildarríkin skuli veita fötluðu fólki viðeigandi aðstoð við að uppfylla skyldur sínar við uppeldi barna sinna. En hvað þýðir þetta í raun? Reynsla fatlaðs fólks af stuðningi við foreldrahlutverkið er mismunandi. Ég hef persónulega reynslu af stuðningi sem ég fæ í gegnum notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Ég er yfirleitt ánægð með þá þjónustu sem ég fæ en stundum þyrfti þjónustan að vera meiri. Algjört lykilatriði er að það ríki traust á milli fjölskyldu og stuðningsaðila og að foreldrar sjálfir séu hafðir með í ráðum þegar stuðningur er ákveðinn inn á heimili þeirra. Það er mikilvægt að samráð sé um markmið þjónustunnar svo hún gangi vel. Starfsfólk á ekki að taka ákvarðanir á bak við foreldra og ákveða hvað foreldrum og fjölskyldunni sé fyrir bestu heldur hafa samráð við foreldrana því þannig gengur það best. Passa þarf að stuðningur fyrir seinfæra foreldra sé til langframa og að nægt fjármagn sé tryggt og að stuðningurinn sé nægur fyrir foreldra og börn þeirra. Seinfærir foreldrar þurfa oft aðstoð við að gera börnum sínum kleift að sækja íþróttaæfingar og tónlistarnám svo eitthvað sé nefnt. Þessi stuðningur stuðlar að því að þeim vegni jafn vel og öðrum börnum. Þó svo að það sé ekki daglegur stuðningur þarf sá sem ber ábyrgð á þjónustunni að vera í sambandi með vissu millibili og oftar þegar erfiðir tímar eru. Það þarf oft meiri stuðning þegar börn eru nýfædd og þegar þau byrja á leikskóla, einnig á unglingsárum. Það er sérstaklega mikilvægt að ráðgjafar geti verið sveigjanlegir í starfi sínu þar sem heimilislíf er ekki með sama hætti alla daga.Kæruleið fyrir fatlað fólk Nú er ný ríkisstjórn tekin við og óska ég henni velfarnaðar. Þann 20. september 2016 samþykkti Alþingi að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Enn er eftir að fullgilda viðauka samningsins en hann er mjög mikilvægur og með honum opnast kæruleið fyrir fatlað fólk sem telur á sér brotið. Viðaukinn felur því í sér miklar réttarbætur fyrir fatlað fólk. Ég skora því á nýja ríkisstjórn að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að fullgilda viðaukann. Einnig vil ég minna á að fatlað fólk bíður enn eftir að notendastýrð persónuleg aðstoð verði sett í lög. Ánægjulegt er að heyra að það sé eitt af þeim verkefnum sem ný ríkisstjórn ætlar að afgreiða fyrir áramót. Að lokum hvet ég til aukinnar virðingar gagnvart þessum fjölskyldum og að opna umræðuna betur um þennan hóp og ekki síst að virða margbreytileikann og þær mannréttindayfirlýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir, þar á meðal sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Höfundur er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar