Kolefnisröfl á mannamáli Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 18. desember 2017 07:00 Það getur verið ruglandi fyrir almenning að átta sig á öllu þessu tali um endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðslu sem sífellt er verið að blaðra um í tengslum við loftslagsmál. Möguleikar Íslands í aðgerðum eru óvenju fjölbreyttir og gætu, ef rétt er haldið á spöðum, sett landið í ákveðið forystuhlutverk í loftslagsmálum.Endurheimt votlendis Endurheimt votlendis er einn af þessum risaþáttum sem vert er að útskýra. Stærsta hluta raunútblásturs frá Íslandi má rekja til umhverfismistaka fortíðar þar sem land var framræst nánast stjórnlaust með það að markmiði að auka land til ræktunar. Land var þurrkað upp með ríkisstyrktum skurðum en stór hluti þess fór svo aldrei í raunverulega ræktun. Það sem gerist við þurrkun votlendis er einfaldlega að súrefni er hleypt að lífrænu efni sem áður var í kafi og við það byrjar öndun með útblæstri á koltvísýringi. Þetta er alveg eins og þegar við sjálf öndum frá okkur CO2 á þurru landi en getum ekki andað í kafi. Endurheimt votlendis þýðir því að lífrænu efni er einfaldlega aftur drekkt og öndun hættir. Endurheimt votlendis er sem sagt ekki kolefnisbinding heldur bara minnkun á útblæstri. Þessu mætti líkja við kolaorkuver sem er í gangi, nema hvað það er enginn að nota raforkuna sem það framleiðir og því er langskynsamlegast að slökkva hreinlega á því. Að loka á þennan óþarfa útblástur er því gríðarlega mikilvæg loftslagsaðgerð en er alls ekki mótvægisaðgerð sem leyfir okkur að viðhalda öðrum útblæstri í staðinn. Ekki frekar en að ég get leyft mér að kaupa nýjan bensínbíl bara af því að jeppi nágrannans bilaði og hætti útblæstri. Skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins snúast líka að minnstu leyti um þessa landnotkun heldur um samdrátt á losun vegna olíunotkunar og úrgangs.Skógrækt og binding í basalti Öðru máli gegnir um bindingu koltvísýrings í trjám og basalti, þar er um alvöru mótvægisaðgerðir að ræða. Vandamál vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru svo mikil og mörg að vísindamenn telja að ekki sé nóg að minnka losun heldur verði einnig að ná einhverju kolefni niður úr lofthjúpnum til að koma í veg fyrir meiri háttar hamfarir. Ísland er í algerri sérstöðu hvað þetta varðar því hér eru miklir möguleikar á stórfelldu niðurhali kolefnis. Í fyrsta lagi með einfaldri skógrækt sem virkar þannig að tré eru sett niður þar sem engin voru áður. Tréð einfaldlega dregur niður kolefni og geymir í viði og rótum til lengri tíma. En þetta verður að vera nýskógrækt því gamall skógur sem er hættur að vaxa bindur lítið. Sérstaða Íslands er hreinlega sú að við höfum miklu meira pláss fyrir stórtæka skógrækt en flestar aðrar þjóðir. Kolefni er þannig ekki bara safnað og geymt, heldur verður það að verðmætum við síðar meir. Önnur áhugaverð leið er að binda kolefni til frambúðar í basalti sem finna má í miklum mæli á eldfjallasvæðum víða á Íslandi. Orkuveitan hefur farið fyrir verkefninu Gas í grjót þar sem koltvísýringi er dælt niður í berg þar sem það verður að grjóti. Þetta er engin töfralausn en getur orðið hluti af alvöru mótvægisaðgerðum.Landgræðsla Því miður hefur mikið af landi hér misst gróðurhulu sína á undanförnum árhundruðum. Með landgræðslu má endurheimta gróður á rofnum svæðum og segja má að sú aðgerð liggi á milli minnkandi útblásturs og kolefnisbindingar. Þegar gróðurhula hverfur þá komast lífrænar jarðvegsleifar í snertingu við súrefni sem flýtir öndun og þar með útblæstri. Með nýrri gróðurhulu lokast á þetta ferli en auk þess fer nýgróðurinn að binda kolefni með vexti. Landgræðsla getur því slegið tvær flugur í einu höggi og ekki væri verra að skógrækt kæmi svo í kjölfarið til að auka kolefnisniðurhalið enn frekar. Ef Íslendingar sýna metnað í ofangreindum aðgerðum þá getur framlag okkar til loftslagsmála vakið heimsathygli. Það gerist þó aðeins ef við berum gæfu til þess að líta á þetta sem aukaframlag í baráttunni við loftslagsvandann en ekki sem afsökun til að halda áfram að kaupa bensín- og dísilbíla og urða sorp.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það getur verið ruglandi fyrir almenning að átta sig á öllu þessu tali um endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðslu sem sífellt er verið að blaðra um í tengslum við loftslagsmál. Möguleikar Íslands í aðgerðum eru óvenju fjölbreyttir og gætu, ef rétt er haldið á spöðum, sett landið í ákveðið forystuhlutverk í loftslagsmálum.Endurheimt votlendis Endurheimt votlendis er einn af þessum risaþáttum sem vert er að útskýra. Stærsta hluta raunútblásturs frá Íslandi má rekja til umhverfismistaka fortíðar þar sem land var framræst nánast stjórnlaust með það að markmiði að auka land til ræktunar. Land var þurrkað upp með ríkisstyrktum skurðum en stór hluti þess fór svo aldrei í raunverulega ræktun. Það sem gerist við þurrkun votlendis er einfaldlega að súrefni er hleypt að lífrænu efni sem áður var í kafi og við það byrjar öndun með útblæstri á koltvísýringi. Þetta er alveg eins og þegar við sjálf öndum frá okkur CO2 á þurru landi en getum ekki andað í kafi. Endurheimt votlendis þýðir því að lífrænu efni er einfaldlega aftur drekkt og öndun hættir. Endurheimt votlendis er sem sagt ekki kolefnisbinding heldur bara minnkun á útblæstri. Þessu mætti líkja við kolaorkuver sem er í gangi, nema hvað það er enginn að nota raforkuna sem það framleiðir og því er langskynsamlegast að slökkva hreinlega á því. Að loka á þennan óþarfa útblástur er því gríðarlega mikilvæg loftslagsaðgerð en er alls ekki mótvægisaðgerð sem leyfir okkur að viðhalda öðrum útblæstri í staðinn. Ekki frekar en að ég get leyft mér að kaupa nýjan bensínbíl bara af því að jeppi nágrannans bilaði og hætti útblæstri. Skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins snúast líka að minnstu leyti um þessa landnotkun heldur um samdrátt á losun vegna olíunotkunar og úrgangs.Skógrækt og binding í basalti Öðru máli gegnir um bindingu koltvísýrings í trjám og basalti, þar er um alvöru mótvægisaðgerðir að ræða. Vandamál vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru svo mikil og mörg að vísindamenn telja að ekki sé nóg að minnka losun heldur verði einnig að ná einhverju kolefni niður úr lofthjúpnum til að koma í veg fyrir meiri háttar hamfarir. Ísland er í algerri sérstöðu hvað þetta varðar því hér eru miklir möguleikar á stórfelldu niðurhali kolefnis. Í fyrsta lagi með einfaldri skógrækt sem virkar þannig að tré eru sett niður þar sem engin voru áður. Tréð einfaldlega dregur niður kolefni og geymir í viði og rótum til lengri tíma. En þetta verður að vera nýskógrækt því gamall skógur sem er hættur að vaxa bindur lítið. Sérstaða Íslands er hreinlega sú að við höfum miklu meira pláss fyrir stórtæka skógrækt en flestar aðrar þjóðir. Kolefni er þannig ekki bara safnað og geymt, heldur verður það að verðmætum við síðar meir. Önnur áhugaverð leið er að binda kolefni til frambúðar í basalti sem finna má í miklum mæli á eldfjallasvæðum víða á Íslandi. Orkuveitan hefur farið fyrir verkefninu Gas í grjót þar sem koltvísýringi er dælt niður í berg þar sem það verður að grjóti. Þetta er engin töfralausn en getur orðið hluti af alvöru mótvægisaðgerðum.Landgræðsla Því miður hefur mikið af landi hér misst gróðurhulu sína á undanförnum árhundruðum. Með landgræðslu má endurheimta gróður á rofnum svæðum og segja má að sú aðgerð liggi á milli minnkandi útblásturs og kolefnisbindingar. Þegar gróðurhula hverfur þá komast lífrænar jarðvegsleifar í snertingu við súrefni sem flýtir öndun og þar með útblæstri. Með nýrri gróðurhulu lokast á þetta ferli en auk þess fer nýgróðurinn að binda kolefni með vexti. Landgræðsla getur því slegið tvær flugur í einu höggi og ekki væri verra að skógrækt kæmi svo í kjölfarið til að auka kolefnisniðurhalið enn frekar. Ef Íslendingar sýna metnað í ofangreindum aðgerðum þá getur framlag okkar til loftslagsmála vakið heimsathygli. Það gerist þó aðeins ef við berum gæfu til þess að líta á þetta sem aukaframlag í baráttunni við loftslagsvandann en ekki sem afsökun til að halda áfram að kaupa bensín- og dísilbíla og urða sorp.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar