Vill leiðrétta aðstöðumun foreldra með lengra fæðingarorlofi Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2017 21:26 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í breytingunni felst að foreldrum, sem þurfa að dveljast utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp og geta ekki vegna vegalengdar eða landfræðilegra aðstæðna sótt heimili sitt daglega, er heimilt að hefja fæðingarorlof allt að þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Skal áætlaður fæðingardagur staðfestur með læknisvottorði en samkvæmt frumvarpinu má hefja fæðingarorlofið fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Þurfi foreldrar að hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, ber þeim að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir þann dag sem fyrirhugað er að hefja fæðingarorlof, verði breytingatillagan að lögum. Í frumvarpinu kemur fram að heimilt sé að víkja frá því tímamarki ef ófyrirséð er hvenær foreldrar þurfa að hefja fæðingarorlof. Réttur foreldra til fæðingarorlofs skal framlengjast sem nemur þeim tíma sem þeir dveljast utan heimilis fram til fæðingar. Þá er leggur Silja Dögg einnig fram breytingartillögu sem miðast að því að foreldrar sem þurfa að dvelja fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp sé heimilt að hefja töku fæðingarstyrks í mánuðinum fyrir áætlaðan fæðingardag, sem staðfestur skal með vottorði læknis, eða fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Réttur foreldra til fæðingarstyrks skal framlengjast um allt að tvo mánuði dveljist þeir utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarþjónustu. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að nokkrum hópi fólks hér á landi standi ekki til boða fullnægjandi fæðingarhjálp í heimbyggð og þurfi því að dveljast fjarri heimili sínu fyrir fæðingu til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Í greinargerðinni kemur fram að af þessu geti stafað nokkur aðstöðumunur milli þessa hóps og þeirra sem eiga kost á fæðingarhjálp í heimabyggð og þurfa því ekki að dveljast annars staðar meðan beðið er fæðingar. Er frumvarpinu ætlað að leiðrétta þennan aðstöðumun. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru Framsóknarþingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í breytingunni felst að foreldrum, sem þurfa að dveljast utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp og geta ekki vegna vegalengdar eða landfræðilegra aðstæðna sótt heimili sitt daglega, er heimilt að hefja fæðingarorlof allt að þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Skal áætlaður fæðingardagur staðfestur með læknisvottorði en samkvæmt frumvarpinu má hefja fæðingarorlofið fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Þurfi foreldrar að hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, ber þeim að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir þann dag sem fyrirhugað er að hefja fæðingarorlof, verði breytingatillagan að lögum. Í frumvarpinu kemur fram að heimilt sé að víkja frá því tímamarki ef ófyrirséð er hvenær foreldrar þurfa að hefja fæðingarorlof. Réttur foreldra til fæðingarorlofs skal framlengjast sem nemur þeim tíma sem þeir dveljast utan heimilis fram til fæðingar. Þá er leggur Silja Dögg einnig fram breytingartillögu sem miðast að því að foreldrar sem þurfa að dvelja fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp sé heimilt að hefja töku fæðingarstyrks í mánuðinum fyrir áætlaðan fæðingardag, sem staðfestur skal með vottorði læknis, eða fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Réttur foreldra til fæðingarstyrks skal framlengjast um allt að tvo mánuði dveljist þeir utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarþjónustu. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að nokkrum hópi fólks hér á landi standi ekki til boða fullnægjandi fæðingarhjálp í heimbyggð og þurfi því að dveljast fjarri heimili sínu fyrir fæðingu til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Í greinargerðinni kemur fram að af þessu geti stafað nokkur aðstöðumunur milli þessa hóps og þeirra sem eiga kost á fæðingarhjálp í heimabyggð og þurfa því ekki að dveljast annars staðar meðan beðið er fæðingar. Er frumvarpinu ætlað að leiðrétta þennan aðstöðumun. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru Framsóknarþingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00