Vill leiðrétta aðstöðumun foreldra með lengra fæðingarorlofi Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2017 21:26 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í breytingunni felst að foreldrum, sem þurfa að dveljast utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp og geta ekki vegna vegalengdar eða landfræðilegra aðstæðna sótt heimili sitt daglega, er heimilt að hefja fæðingarorlof allt að þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Skal áætlaður fæðingardagur staðfestur með læknisvottorði en samkvæmt frumvarpinu má hefja fæðingarorlofið fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Þurfi foreldrar að hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, ber þeim að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir þann dag sem fyrirhugað er að hefja fæðingarorlof, verði breytingatillagan að lögum. Í frumvarpinu kemur fram að heimilt sé að víkja frá því tímamarki ef ófyrirséð er hvenær foreldrar þurfa að hefja fæðingarorlof. Réttur foreldra til fæðingarorlofs skal framlengjast sem nemur þeim tíma sem þeir dveljast utan heimilis fram til fæðingar. Þá er leggur Silja Dögg einnig fram breytingartillögu sem miðast að því að foreldrar sem þurfa að dvelja fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp sé heimilt að hefja töku fæðingarstyrks í mánuðinum fyrir áætlaðan fæðingardag, sem staðfestur skal með vottorði læknis, eða fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Réttur foreldra til fæðingarstyrks skal framlengjast um allt að tvo mánuði dveljist þeir utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarþjónustu. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að nokkrum hópi fólks hér á landi standi ekki til boða fullnægjandi fæðingarhjálp í heimbyggð og þurfi því að dveljast fjarri heimili sínu fyrir fæðingu til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Í greinargerðinni kemur fram að af þessu geti stafað nokkur aðstöðumunur milli þessa hóps og þeirra sem eiga kost á fæðingarhjálp í heimabyggð og þurfa því ekki að dveljast annars staðar meðan beðið er fæðingar. Er frumvarpinu ætlað að leiðrétta þennan aðstöðumun. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru Framsóknarþingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í breytingunni felst að foreldrum, sem þurfa að dveljast utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp og geta ekki vegna vegalengdar eða landfræðilegra aðstæðna sótt heimili sitt daglega, er heimilt að hefja fæðingarorlof allt að þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. Skal áætlaður fæðingardagur staðfestur með læknisvottorði en samkvæmt frumvarpinu má hefja fæðingarorlofið fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Þurfi foreldrar að hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, ber þeim að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir þann dag sem fyrirhugað er að hefja fæðingarorlof, verði breytingatillagan að lögum. Í frumvarpinu kemur fram að heimilt sé að víkja frá því tímamarki ef ófyrirséð er hvenær foreldrar þurfa að hefja fæðingarorlof. Réttur foreldra til fæðingarorlofs skal framlengjast sem nemur þeim tíma sem þeir dveljast utan heimilis fram til fæðingar. Þá er leggur Silja Dögg einnig fram breytingartillögu sem miðast að því að foreldrar sem þurfa að dvelja fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp sé heimilt að hefja töku fæðingarstyrks í mánuðinum fyrir áætlaðan fæðingardag, sem staðfestur skal með vottorði læknis, eða fyrr ef staðfest er með vottorði sérfræðilæknis að þess sé þörf. Réttur foreldra til fæðingarstyrks skal framlengjast um allt að tvo mánuði dveljist þeir utan heimilis til að vera í öruggri nálægð við fæðingarþjónustu. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að nokkrum hópi fólks hér á landi standi ekki til boða fullnægjandi fæðingarhjálp í heimbyggð og þurfi því að dveljast fjarri heimili sínu fyrir fæðingu til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Í greinargerðinni kemur fram að af þessu geti stafað nokkur aðstöðumunur milli þessa hóps og þeirra sem eiga kost á fæðingarhjálp í heimabyggð og þurfa því ekki að dveljast annars staðar meðan beðið er fæðingar. Er frumvarpinu ætlað að leiðrétta þennan aðstöðumun. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru Framsóknarþingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Þingmenn fimm flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp á þingi um að lengja fæðingarorlof foreldra sem þurfa um langan veg að fara á fæðingardeild til að eiga barn. Þingheimur kannski að vakna, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. 7. febrúar 2017 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent