Kaupþing ræður Kviku sem ráðgjafa við sölu á Arion banka Hörður Ægisson skrifar 4. desember 2017 15:43 Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku en bankinn verður í hópi ráðgjafa Kaupþings við skráningu og útboð Arion banka. Kaupþing hefur gengið frá ráðningu á Kviku banka sem fjármálaráðgjafa í tengslum við sölu á eignarhlut sínum í Arion banka en eignarhaldsfélagið áformar að losa um stóran hluta sinn í bankanum í gegnum almennt hlutafjárútboð og skráningu. Kaupþing tilkynnti um samkomulagið við Kviku fyrr í dag en Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, greindi fyrst frá því 22. nóvember síðastliðinn að fjárfestingabankinn yrði í hópi ráðgjafa þegar ráðist yrði í útboð Arion banka. Ekkert varð af útboði og skráningu Arion banka í nóvember á þessu ári, eins og áður hafði verið lagt upp með, vegna stjórnarslita og í kjölfarið kosninga til Alþingis sem fóru fram í lok október. Nú gerir Kaupþing ráð fyrir því að útboðið geti farið fram eftir birtingu ársreiknings Arion banka um miðjan febrúar á næsta ári. Miðað við núverandi eigið fé Arion banka er bókfært virði 57,4 prósenta hlutar Kaupþings í bankanum um 127 milljarðar króna. Það er talsvert meiri hlutur en áformað er að selja í útboðinu en afar sennilegt er að Kaupþing kjósi að halda eftir um 20 til 25 prósenta hlut. Söluferli Kaupþings á Arion banka gengur undir vinnuheitinu Project Cheval Blanc, eða hvítur hestur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Auk Kaupþings og íslenska ríkisins, sem á 13 prósenta hlut sem Bankasýslan heldur utan um, eru stærstu hluthafar Arion banka vogunarsjóðirnir Attestor Capital, Taconic Capital, Och-Ziff Capital og fjárfestingabankinn Goldman Sachs. Keyptu erlendu fjárfestarnir tæplega 30 prósenta hlut í bankanum af Kaupþingi fyrr á árinu fyrir samtals um 49 milljarða. Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Kaupþing hefur gengið frá ráðningu á Kviku banka sem fjármálaráðgjafa í tengslum við sölu á eignarhlut sínum í Arion banka en eignarhaldsfélagið áformar að losa um stóran hluta sinn í bankanum í gegnum almennt hlutafjárútboð og skráningu. Kaupþing tilkynnti um samkomulagið við Kviku fyrr í dag en Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, greindi fyrst frá því 22. nóvember síðastliðinn að fjárfestingabankinn yrði í hópi ráðgjafa þegar ráðist yrði í útboð Arion banka. Ekkert varð af útboði og skráningu Arion banka í nóvember á þessu ári, eins og áður hafði verið lagt upp með, vegna stjórnarslita og í kjölfarið kosninga til Alþingis sem fóru fram í lok október. Nú gerir Kaupþing ráð fyrir því að útboðið geti farið fram eftir birtingu ársreiknings Arion banka um miðjan febrúar á næsta ári. Miðað við núverandi eigið fé Arion banka er bókfært virði 57,4 prósenta hlutar Kaupþings í bankanum um 127 milljarðar króna. Það er talsvert meiri hlutur en áformað er að selja í útboðinu en afar sennilegt er að Kaupþing kjósi að halda eftir um 20 til 25 prósenta hlut. Söluferli Kaupþings á Arion banka gengur undir vinnuheitinu Project Cheval Blanc, eða hvítur hestur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Auk Kaupþings og íslenska ríkisins, sem á 13 prósenta hlut sem Bankasýslan heldur utan um, eru stærstu hluthafar Arion banka vogunarsjóðirnir Attestor Capital, Taconic Capital, Och-Ziff Capital og fjárfestingabankinn Goldman Sachs. Keyptu erlendu fjárfestarnir tæplega 30 prósenta hlut í bankanum af Kaupþingi fyrr á árinu fyrir samtals um 49 milljarða.
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira