Miðar í boði á leiki Íslands á HM þegar miðasala á HM 2018 hefst á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2017 19:45 Íslenskir stuðningsmenn. Vísir/Getty Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu þegar dregið var í riðla fyrir HM í Rússlandi fyrir helgi. Heimsmeistarakeppnin fer fram næsta sumar en á morgun hefst miðasala á leikina á HM 2018 í Rússlandi. Áhugsamir geta nú sótt um miða á staka leiki keppninnar ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar næstkomandi. Að þessu sinni er ekki um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Ef miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi. KSÍ segir frá á heimasíðu sinni. Það gæti farið að miðar seljist upp á leiki Íslands á þessu tímabili en ef ekki þá opnast næsti miðasölugluggi 13. mars og er opin til 3. apríl. Þar væri hægt að fá niðurstöðu um leið um hvort takist hafi að kaupa miða en svo er ekki í glugganum sem er opinn frá 5. desember til 31. janúar. Stuðningsmenn Íslands geta sótt um svokallaða stuðningsmannamiða. Um er að ræða miða á alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Einnig verður hægt að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir.Hér er hægt að sækja um miða. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn Íslands. KSÍ segir frá því á heimasíðu að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. „Þegar svör hafa fengist frá FIFA verður þeim upplýsingum komið á framfæri á miðlum KSÍ,“ segir í fréttinni á KSÍ. Fólk hefur tækifæri til að hætta við kaupin á miðum. Þeir sem sækja um miða í þessum glugga geta breytt umsókn sinni allt til 31. janúar en eftir það verður umsókn þeirra orðin bindandi. Því verður ekki hægt að draga til baka umsókn sína um miða eftir þann tíma. KSÍ minnir fólk á að öll miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi fer fram í gegnum miðasöluvef FIFA. Það má lesa meira um fyrirkomulagi á heimasíðu FIFA eða með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu þegar dregið var í riðla fyrir HM í Rússlandi fyrir helgi. Heimsmeistarakeppnin fer fram næsta sumar en á morgun hefst miðasala á leikina á HM 2018 í Rússlandi. Áhugsamir geta nú sótt um miða á staka leiki keppninnar ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar næstkomandi. Að þessu sinni er ekki um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Ef miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi. KSÍ segir frá á heimasíðu sinni. Það gæti farið að miðar seljist upp á leiki Íslands á þessu tímabili en ef ekki þá opnast næsti miðasölugluggi 13. mars og er opin til 3. apríl. Þar væri hægt að fá niðurstöðu um leið um hvort takist hafi að kaupa miða en svo er ekki í glugganum sem er opinn frá 5. desember til 31. janúar. Stuðningsmenn Íslands geta sótt um svokallaða stuðningsmannamiða. Um er að ræða miða á alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Einnig verður hægt að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir.Hér er hægt að sækja um miða. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn Íslands. KSÍ segir frá því á heimasíðu að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. „Þegar svör hafa fengist frá FIFA verður þeim upplýsingum komið á framfæri á miðlum KSÍ,“ segir í fréttinni á KSÍ. Fólk hefur tækifæri til að hætta við kaupin á miðum. Þeir sem sækja um miða í þessum glugga geta breytt umsókn sinni allt til 31. janúar en eftir það verður umsókn þeirra orðin bindandi. Því verður ekki hægt að draga til baka umsókn sína um miða eftir þann tíma. KSÍ minnir fólk á að öll miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi fer fram í gegnum miðasöluvef FIFA. Það má lesa meira um fyrirkomulagi á heimasíðu FIFA eða með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira