Endurhæfing Kolbeins gengur vonum framar | Gæti spilað í febrúar Ríkharð Óskar Guðnason skrifar 5. desember 2017 11:30 Kolbeinn hefur ekki spilað með Nantes í meira en eitt og hálft ár. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson stefnir að því að spila sinn fyrsta leik með Nantes í Frakklandi í febrúar. Kolbeinn hefur ekki spilað síðan á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Kolbeinn hefur verið að glíma við afar erfið meiðsli í hné og hefur endurhæfing ekki borið tilætlaðan árangur hingað til. Sjá einnig: Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Hann er nú staddur í Katar við Persaflóann þar sem hann mun vera í endurhæfingu í desember. Að sögn Andra Sigþórssonar, umboðsmanns og bróður hans, er Kolbeinn kominn á 65-70 prósent hraða og loksins byrjaður að æfa með bolta. Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 22 mörk og vantar þrjú mörk upp á að jafna met Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann er 27 ára og hefur spilað 44 landsleiki. Nantes er í fimmta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í 26 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hefur ekki spilað með liðinu síðan í apríl 2016. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í byrjun nóvember að Kolbeinn væri byrjaður að hlaupa án þess að finna fyrir verkjum eða bólgum. Sjá einnig: Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum „Kolbeinn er að fara af stað. Spennandi að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sín löngu meiðsli. Auðvitað möguleiki fyrir hann eins og aðra að komast í hópinn ef hann kemst af stað,“ sagði Heimir þá. Kolbeinn var lykilmaður í íslenska landsliðinu þegar hann var heill og var í byrjunarliði Íslands á öllum leikjum þess á EM í Frakklandi. Hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum keppninnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00 Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson stefnir að því að spila sinn fyrsta leik með Nantes í Frakklandi í febrúar. Kolbeinn hefur ekki spilað síðan á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Kolbeinn hefur verið að glíma við afar erfið meiðsli í hné og hefur endurhæfing ekki borið tilætlaðan árangur hingað til. Sjá einnig: Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Hann er nú staddur í Katar við Persaflóann þar sem hann mun vera í endurhæfingu í desember. Að sögn Andra Sigþórssonar, umboðsmanns og bróður hans, er Kolbeinn kominn á 65-70 prósent hraða og loksins byrjaður að æfa með bolta. Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 22 mörk og vantar þrjú mörk upp á að jafna met Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann er 27 ára og hefur spilað 44 landsleiki. Nantes er í fimmta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig. Kolbeinn skoraði þrjú mörk í 26 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hefur ekki spilað með liðinu síðan í apríl 2016. Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í byrjun nóvember að Kolbeinn væri byrjaður að hlaupa án þess að finna fyrir verkjum eða bólgum. Sjá einnig: Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum „Kolbeinn er að fara af stað. Spennandi að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sín löngu meiðsli. Auðvitað möguleiki fyrir hann eins og aðra að komast í hópinn ef hann kemst af stað,“ sagði Heimir þá. Kolbeinn var lykilmaður í íslenska landsliðinu þegar hann var heill og var í byrjunarliði Íslands á öllum leikjum þess á EM í Frakklandi. Hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum keppninnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00 Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50
Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. 13. júlí 2017 11:00
Langt í frá týndur en mjög áhyggjufullur yfir ferlinum Kolbeinn Sigþórsson, maðurinn sem skaut enska landsliðið af EM í Frakklandi, hefur ekki spilað fótbolta síðan í byrjun júlí. Erfið og óútskýrð hnémeiðsli hafa nú sett stórt spurningarmerki við feril hans. 14. janúar 2017 07:00