Fékk klapp á bakið frá einni stærstu stjörnu NBA-deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2017 07:00 Jón Axel Guðmundsson hefur spilað vel með Davidson í vetur og bætt sig í öllum tölfræðiþáttum. Vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur á vellinum þegar Davidson Wildcats vann öruggan sigur á VMI Keydets, 74-51, í bandaríska háskólakörfuboltanum í fyrradag. Grindvíkingurinn skoraði 22 stig og tók auk þess sjö fráköst, gaf tvær stoðsendingar og stal boltanum í fjórgang. „Þetta var klárlega einn af bestu leikjunum sem ég hef spilað í vetur,“ sagði Jón Axel þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Frægasti sonur Davidson, Steph Curry, var mættur á John M. Belk Arena til að fylgjast með sínu gamla liði og sat á fremsta bekk. Eftir leikinn kíkti Curry inn í klefa og heilsaði upp á Jón Axel og félaga. „Hann heilsaði öllum. Þegar hann heilsaði mér sagði hann bara flottur leikur, haltu áfram að vera ákveðinn og ef þú heldur áfram að spila eins og þú ert að gera er aldrei að vita nema við sjáumst fljótlega,“ sagði Jón Axel um samskipti sín við Curry. Hann segir að Curry, sem hefur tvisvar sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, sé í miklum metum í Davidson. „Skólinn er að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Hann er eiginlega eini leikmaðurinn sem hefur náð langt í NBA. Hann er andlit skólans. Hann sendir þjálfaranum reglulega skilaboð,“ sagði Jón Axel sem spilar undir stjórn sama þjálfara hjá Davidson og Curry gerði á sínum tíma. Sá ágæti maður heitir Bob McKillop og hefur þjálfað Villikettina síðan 1989.Vísir/GettyMichael Jordan fylgdist líka með honumÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Jón Axel spilar vel undir vökulu auga stórstjörnu. Um helgina fylgdist sjálfur Michael Jordan með leik Davidson gegn gamla liðinu sínu, North Carolina Tar Heels. Jón Axel skoraði þá 19 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í 10 stiga tapi, 75-85. „Þetta er það skemmtilega við þetta. Þegar þú ert í Bandaríkjunum og spilar svona stóra leiki eru stórir kallar að fylgjast með,“ sagði Jón Axel sem hafði ekki hugmynd um að Jordan hefði fylgst með leiknum fyrr en eftir á. Jón Axel er á sínu öðru tímabili hjá Davidson sem er staðsettur í samnefndri borg í Norður-Karólínu. Sé litið á tölfræðina er ljóst að Grindvíkingurinn hefur bætt sig gríðarlega milli ára. Hann hefur tvöfaldað stigaskor sitt, tekur mun fleiri fráköst og gefur fleiri stoðsendingar. Þá tekur Jón Axel fleiri skot í leik og skotnýtingin er miklu betri, bæði inni í teig, utan hans og á vítalínunni. „Við misstum aðalskorarann okkar sem útskrifaðist. Það myndaðist hlutverk sem ég ákvað að stíga inn í. Það er alltaf skemmtilegra að vera lykilmaður og það er bara undir mér komið að standa mig,“ sagði Jón Axel sem kann vel við ábyrgðina sem fylgir því að vera í stærra hlutverki.Vísir/GettyHefur bætt við sig vöðvamassaAðspurður segist Jón Axel hafa bætt líkamlegan styrk hjá sér síðan hann fór til Davidson. „Maður hefur þyngst og bætt við sig vöðvamassa til að geta spilað á móti stærri og sterkari mönnum,“ sagði Jón Axel. Hann segir æfingarnar hjá Davidson margar og stífar. „Við æfum 5-6 sinnum í viku, lyftum þrisvar. Æfingarnar eru í 2,5-3 tíma. Þetta er mjög skipulagt og allt á fullum hraða.“ Jón Axel og félagar hafa unnið alla þrjá heimaleiki sína á tímabilinu og alls fjóra af sjö leikjum sínum. En hvert er markmið Villakattanna í vetur? „Það er að komast í March Madness. Og ef við komumst þangað að reyna að fara eins langt og við getum,“ sagði Jón Axel og átti þar við úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans sem nýtur mikilla vinsælda. „Við eigum að vera með mjög sterkt lið í vetur og það væri gaman að komast í úrslitakeppnina.“Vísir/GettyBæting á tölfræði Jóns Axels á milli ára (meðaltöl í leik): Stig 8,2 - 17,1 Fráköst 4,0 - 6,0 Stoðsendingar 3,5 - 5,4 Stolnir boltar 1,1 - 1,7 Skotnýting 41,1% - 53,4% Þriggja stiga nýting 32,7% - 43,9% Vítanýting 73,3% - 85,7% Skot reynd 6,4 - 10,4 Þriggja stiga skot reynd 3,6 - 5,9 Vítaskot reynd 2,4 - 4,0 Körfubolti Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur á vellinum þegar Davidson Wildcats vann öruggan sigur á VMI Keydets, 74-51, í bandaríska háskólakörfuboltanum í fyrradag. Grindvíkingurinn skoraði 22 stig og tók auk þess sjö fráköst, gaf tvær stoðsendingar og stal boltanum í fjórgang. „Þetta var klárlega einn af bestu leikjunum sem ég hef spilað í vetur,“ sagði Jón Axel þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Frægasti sonur Davidson, Steph Curry, var mættur á John M. Belk Arena til að fylgjast með sínu gamla liði og sat á fremsta bekk. Eftir leikinn kíkti Curry inn í klefa og heilsaði upp á Jón Axel og félaga. „Hann heilsaði öllum. Þegar hann heilsaði mér sagði hann bara flottur leikur, haltu áfram að vera ákveðinn og ef þú heldur áfram að spila eins og þú ert að gera er aldrei að vita nema við sjáumst fljótlega,“ sagði Jón Axel um samskipti sín við Curry. Hann segir að Curry, sem hefur tvisvar sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, sé í miklum metum í Davidson. „Skólinn er að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Hann er eiginlega eini leikmaðurinn sem hefur náð langt í NBA. Hann er andlit skólans. Hann sendir þjálfaranum reglulega skilaboð,“ sagði Jón Axel sem spilar undir stjórn sama þjálfara hjá Davidson og Curry gerði á sínum tíma. Sá ágæti maður heitir Bob McKillop og hefur þjálfað Villikettina síðan 1989.Vísir/GettyMichael Jordan fylgdist líka með honumÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Jón Axel spilar vel undir vökulu auga stórstjörnu. Um helgina fylgdist sjálfur Michael Jordan með leik Davidson gegn gamla liðinu sínu, North Carolina Tar Heels. Jón Axel skoraði þá 19 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í 10 stiga tapi, 75-85. „Þetta er það skemmtilega við þetta. Þegar þú ert í Bandaríkjunum og spilar svona stóra leiki eru stórir kallar að fylgjast með,“ sagði Jón Axel sem hafði ekki hugmynd um að Jordan hefði fylgst með leiknum fyrr en eftir á. Jón Axel er á sínu öðru tímabili hjá Davidson sem er staðsettur í samnefndri borg í Norður-Karólínu. Sé litið á tölfræðina er ljóst að Grindvíkingurinn hefur bætt sig gríðarlega milli ára. Hann hefur tvöfaldað stigaskor sitt, tekur mun fleiri fráköst og gefur fleiri stoðsendingar. Þá tekur Jón Axel fleiri skot í leik og skotnýtingin er miklu betri, bæði inni í teig, utan hans og á vítalínunni. „Við misstum aðalskorarann okkar sem útskrifaðist. Það myndaðist hlutverk sem ég ákvað að stíga inn í. Það er alltaf skemmtilegra að vera lykilmaður og það er bara undir mér komið að standa mig,“ sagði Jón Axel sem kann vel við ábyrgðina sem fylgir því að vera í stærra hlutverki.Vísir/GettyHefur bætt við sig vöðvamassaAðspurður segist Jón Axel hafa bætt líkamlegan styrk hjá sér síðan hann fór til Davidson. „Maður hefur þyngst og bætt við sig vöðvamassa til að geta spilað á móti stærri og sterkari mönnum,“ sagði Jón Axel. Hann segir æfingarnar hjá Davidson margar og stífar. „Við æfum 5-6 sinnum í viku, lyftum þrisvar. Æfingarnar eru í 2,5-3 tíma. Þetta er mjög skipulagt og allt á fullum hraða.“ Jón Axel og félagar hafa unnið alla þrjá heimaleiki sína á tímabilinu og alls fjóra af sjö leikjum sínum. En hvert er markmið Villakattanna í vetur? „Það er að komast í March Madness. Og ef við komumst þangað að reyna að fara eins langt og við getum,“ sagði Jón Axel og átti þar við úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans sem nýtur mikilla vinsælda. „Við eigum að vera með mjög sterkt lið í vetur og það væri gaman að komast í úrslitakeppnina.“Vísir/GettyBæting á tölfræði Jóns Axels á milli ára (meðaltöl í leik): Stig 8,2 - 17,1 Fráköst 4,0 - 6,0 Stoðsendingar 3,5 - 5,4 Stolnir boltar 1,1 - 1,7 Skotnýting 41,1% - 53,4% Þriggja stiga nýting 32,7% - 43,9% Vítanýting 73,3% - 85,7% Skot reynd 6,4 - 10,4 Þriggja stiga skot reynd 3,6 - 5,9 Vítaskot reynd 2,4 - 4,0
Körfubolti Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira