Sælgætisrisar fordæma áformin um sykurskatt Haraldur Guðmundsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Lýðheilsufræðingar vilja sykurskatt á sælgæti og telja hann draga úr sykurneyslu. vísir/vilhelm „Er þetta stóra vandamálið í dag og rétt forgangsröðun, að ég tali nú ekki um þegar heimilislaust fólk sefur í tjöldum? Við hljótum að hafa vit á því hvað við erum að borða eða á að fara að mata okkur í framtíðinni og fáum við þá skömmtunarseðla?“ spyr Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við sælgætisframleiðandann Góu, sem líkt og stjórnendur Nóa Síríus og Freyju gagnrýnir harðlega hugmynd Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um endurupptöku sykurskatts.Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus.vísir/daníelRáðherrann staðfesti í samtali við Fréttablaðið á mánudag að hún væri opin fyrir endurupptöku skattsins. Vísaði Svandís þar í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og áherslu hennar á forvarnir og lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur talað fyrir því að skatturinn verði lagður á að nýju og sagt hann bestu leiðina til að draga úr sykurneyslu. Þá sagði Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, í fréttinni að minnka þurfi neyslu sykurs í ljósi algengis lífsstílstengda sjúkdómsins sykursýki 2. „Mér vitanlega hefur ekki verið sýnt fram á bein tengsl sykurneyslu við sykursýki, eins og hefur mátt skilja af nýlegri umfjöllun um málið, og því ansi hæpið að skattleggja sykur út frá þeirri ástæðu. Þar að auki er nauðsynlegt að það komi fram, að ólíkt því sem margir trúa þá hefur sykurneysla dregist saman um 20 prósent frá aldamótum. Það er því eðlilegt að leitað sé annarra orsaka fyrir offituvandanum sem hefur vaxið á sama tíma,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus. „Það er ábyggilegt að einhverjir kunni sér ekki hóf í neyslu á sykurvörum og því mælum við ekki með, nema síður sé. Okkur finnst einfaldlega ósanngjarnt að taka einn fæðuflokk út, án rökstuðnings, og kenna honum einum um það sem miður fer í heilsufarsmálum. Síðan er það önnur umræða hver séu áhrif sykurskatts á neyslu sykraðra vara. Rannsóknarniðurstöður eru mjög misvísandi í þessum efnum, en ég hef tekið eftir því að þeir sem trúa því statt og stöðugt að sykur sé nánast eitur sem beri að forðast eins og heitan eldinn eru gjarnir á að trúa því líka að skatturinn muni hafa tilætluð áhrif,“ segir Finnur. Ævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Freyju í Kópavogi, segir sykurskattinn sem lagður var á í mars 2013 og aflagður í lok desember ári síðar hafa haft lítil sem engin áhrif á neysluna. „Ég skil vel að menn vilji stemma stigu við sykrinum en þetta er ekki rétta leiðin og ekki eins og þetta var gert síðast sem var algjörlega mislukkað að öllu leyti og einungis gert til að íþyngja fyrirtækjum,“ segir Ævar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00 Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
„Er þetta stóra vandamálið í dag og rétt forgangsröðun, að ég tali nú ekki um þegar heimilislaust fólk sefur í tjöldum? Við hljótum að hafa vit á því hvað við erum að borða eða á að fara að mata okkur í framtíðinni og fáum við þá skömmtunarseðla?“ spyr Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við sælgætisframleiðandann Góu, sem líkt og stjórnendur Nóa Síríus og Freyju gagnrýnir harðlega hugmynd Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um endurupptöku sykurskatts.Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus.vísir/daníelRáðherrann staðfesti í samtali við Fréttablaðið á mánudag að hún væri opin fyrir endurupptöku skattsins. Vísaði Svandís þar í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og áherslu hennar á forvarnir og lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur talað fyrir því að skatturinn verði lagður á að nýju og sagt hann bestu leiðina til að draga úr sykurneyslu. Þá sagði Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, í fréttinni að minnka þurfi neyslu sykurs í ljósi algengis lífsstílstengda sjúkdómsins sykursýki 2. „Mér vitanlega hefur ekki verið sýnt fram á bein tengsl sykurneyslu við sykursýki, eins og hefur mátt skilja af nýlegri umfjöllun um málið, og því ansi hæpið að skattleggja sykur út frá þeirri ástæðu. Þar að auki er nauðsynlegt að það komi fram, að ólíkt því sem margir trúa þá hefur sykurneysla dregist saman um 20 prósent frá aldamótum. Það er því eðlilegt að leitað sé annarra orsaka fyrir offituvandanum sem hefur vaxið á sama tíma,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus. „Það er ábyggilegt að einhverjir kunni sér ekki hóf í neyslu á sykurvörum og því mælum við ekki með, nema síður sé. Okkur finnst einfaldlega ósanngjarnt að taka einn fæðuflokk út, án rökstuðnings, og kenna honum einum um það sem miður fer í heilsufarsmálum. Síðan er það önnur umræða hver séu áhrif sykurskatts á neyslu sykraðra vara. Rannsóknarniðurstöður eru mjög misvísandi í þessum efnum, en ég hef tekið eftir því að þeir sem trúa því statt og stöðugt að sykur sé nánast eitur sem beri að forðast eins og heitan eldinn eru gjarnir á að trúa því líka að skatturinn muni hafa tilætluð áhrif,“ segir Finnur. Ævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Freyju í Kópavogi, segir sykurskattinn sem lagður var á í mars 2013 og aflagður í lok desember ári síðar hafa haft lítil sem engin áhrif á neysluna. „Ég skil vel að menn vilji stemma stigu við sykrinum en þetta er ekki rétta leiðin og ekki eins og þetta var gert síðast sem var algjörlega mislukkað að öllu leyti og einungis gert til að íþyngja fyrirtækjum,“ segir Ævar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00 Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00
Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32