Erlent

Neitar því að hafa nauðgað 17 ára gömlum pilti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bryan Singer, kvikmyndaleikstjórinn, neitar því að hafa nauðgað 17 ára gömlum pilti á snekkju árið 2003.
Bryan Singer, kvikmyndaleikstjórinn, neitar því að hafa nauðgað 17 ára gömlum pilti á snekkju árið 2003. vísir/getty

Kvikmyndaeikstjórinn Bryan Singer neitar ásökunum um að hafa nauðgað 17 ára gömlum pilti á snekkju árið 2003 en samkvæmt dómskjölum sem Deadline komst yfir kærði Cesar Sanchez-Guzman leikstjórann í gær fyrir kynferðislegt ofbeldi.



Á meðal þess sem er lýst í kærunni er atvik sem átti sér stað á snekkjunni. Sanchez-Guzman var þar í partýi og Singer líka. Á einhverjum tímapunkti býður Singer Sanchez-Guzman í túr um snekkjuna en á meðan á túrnum stendur lokkar Singer piltinn inn í herbergi sem hann lokar.



Hann skipar síðan Sanchez-Guzman að eiga við sig munnmök, að því er fram kemur í kærunni, en þegar pilturinn neitar er því lýst að Singer hafi neytt hann til munnmaka og endaþarmsmaka.



Singer, sem þekktastur er fyrir að leikstýra X-Men-myndunum, neitar öllum þeim ásökunum sem koma fram í kærunni. Talsmaður hans segir að leikstjórinn muni verjast kærunni af öllum kröftum að því er segir í frétt BBC um málið.



Fyrr í vikunni af því að Singer hefði verið rekinn sem leikstjóri kvikmyndar um lífshlaup söngvarans Freddie Mercury vegna þess sem kallað var „óáreiðanleg hegðun“ af hans hálfu. Tökur á myndinni höfðu staðið yfir í þrjár vikur þegar Singer var rekinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×