Konur Saturday Night Live styðja Franken Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2017 14:54 Al Franken, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins. Vísir/Getty Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum Al Franken við gerð Saturday Night Live hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir stuðningi við hann. Þær segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu og að engin þeirra hafi upplifað óviðeigandi hegðun að nokkru leyti. Franken hefur verið sakaður um káfa á tveimur konum og kyssa aðra þeirra gegn vilja hennar. Útvarpskonan Leeann Tweeden sakaði Franken um að grípa um brjóst hennar þegar hún var sofandi og kyssa hana gegn vilja hennar. Franken hefur beðist afsökunar og sagðist Tweeden samþykkja afsökunarbeiðnina. Svo steig Lindsay Menz fram og sagði hann hafa gripið í rass hennar í myndatöku árið 2010. Þá var hann orðinn þingmaður. Franken starfaði við SNL í 15 ár og þá bæði sem rithöfundur og leikari. Konurnar 36 segjast hafa starfað með honum á þeim tíma. Meðal þeirra, samkvæmt Frétt Entertainment Weekly eru Jane Curtain og Laraine Newman. „Okkur finnst við þurfa að koma Al Franken til varnar. Við höfum allar notið þeirrar ánægju að starfa með honum í gegnum árinu í SNL. Það sem Al gerði var heimskulegt og kjánalegt og við teljum að það hafi verið rétt af honum að biðja Tweeden og almenning afsökunar. Við þekkjum Al sem tryggan og trúan fjölskyldumann, yndislegan grínista og heiðarlegan opinberan starfsmann. Það er ástæða þess að við viljum taka fram að engin af okkur upplifði nokkurs konar óviðeigandi hegðun af hans hálfu. Við viljum taka fram að við kunnum að meta það að hann kom fram við okkur allar af mikilli virðingu.“ JUST IN: Women staff of "Saturday Night Live" sign letter in support of Sen. Al Franken pic.twitter.com/osN6IwMgvB— NBC News (@NBCNews) November 21, 2017 MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira
Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum Al Franken við gerð Saturday Night Live hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir stuðningi við hann. Þær segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu og að engin þeirra hafi upplifað óviðeigandi hegðun að nokkru leyti. Franken hefur verið sakaður um káfa á tveimur konum og kyssa aðra þeirra gegn vilja hennar. Útvarpskonan Leeann Tweeden sakaði Franken um að grípa um brjóst hennar þegar hún var sofandi og kyssa hana gegn vilja hennar. Franken hefur beðist afsökunar og sagðist Tweeden samþykkja afsökunarbeiðnina. Svo steig Lindsay Menz fram og sagði hann hafa gripið í rass hennar í myndatöku árið 2010. Þá var hann orðinn þingmaður. Franken starfaði við SNL í 15 ár og þá bæði sem rithöfundur og leikari. Konurnar 36 segjast hafa starfað með honum á þeim tíma. Meðal þeirra, samkvæmt Frétt Entertainment Weekly eru Jane Curtain og Laraine Newman. „Okkur finnst við þurfa að koma Al Franken til varnar. Við höfum allar notið þeirrar ánægju að starfa með honum í gegnum árinu í SNL. Það sem Al gerði var heimskulegt og kjánalegt og við teljum að það hafi verið rétt af honum að biðja Tweeden og almenning afsökunar. Við þekkjum Al sem tryggan og trúan fjölskyldumann, yndislegan grínista og heiðarlegan opinberan starfsmann. Það er ástæða þess að við viljum taka fram að engin af okkur upplifði nokkurs konar óviðeigandi hegðun af hans hálfu. Við viljum taka fram að við kunnum að meta það að hann kom fram við okkur allar af mikilli virðingu.“ JUST IN: Women staff of "Saturday Night Live" sign letter in support of Sen. Al Franken pic.twitter.com/osN6IwMgvB— NBC News (@NBCNews) November 21, 2017
MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira