Konur Saturday Night Live styðja Franken Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2017 14:54 Al Franken, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins. Vísir/Getty Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum Al Franken við gerð Saturday Night Live hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir stuðningi við hann. Þær segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu og að engin þeirra hafi upplifað óviðeigandi hegðun að nokkru leyti. Franken hefur verið sakaður um káfa á tveimur konum og kyssa aðra þeirra gegn vilja hennar. Útvarpskonan Leeann Tweeden sakaði Franken um að grípa um brjóst hennar þegar hún var sofandi og kyssa hana gegn vilja hennar. Franken hefur beðist afsökunar og sagðist Tweeden samþykkja afsökunarbeiðnina. Svo steig Lindsay Menz fram og sagði hann hafa gripið í rass hennar í myndatöku árið 2010. Þá var hann orðinn þingmaður. Franken starfaði við SNL í 15 ár og þá bæði sem rithöfundur og leikari. Konurnar 36 segjast hafa starfað með honum á þeim tíma. Meðal þeirra, samkvæmt Frétt Entertainment Weekly eru Jane Curtain og Laraine Newman. „Okkur finnst við þurfa að koma Al Franken til varnar. Við höfum allar notið þeirrar ánægju að starfa með honum í gegnum árinu í SNL. Það sem Al gerði var heimskulegt og kjánalegt og við teljum að það hafi verið rétt af honum að biðja Tweeden og almenning afsökunar. Við þekkjum Al sem tryggan og trúan fjölskyldumann, yndislegan grínista og heiðarlegan opinberan starfsmann. Það er ástæða þess að við viljum taka fram að engin af okkur upplifði nokkurs konar óviðeigandi hegðun af hans hálfu. Við viljum taka fram að við kunnum að meta það að hann kom fram við okkur allar af mikilli virðingu.“ JUST IN: Women staff of "Saturday Night Live" sign letter in support of Sen. Al Franken pic.twitter.com/osN6IwMgvB— NBC News (@NBCNews) November 21, 2017 MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum Al Franken við gerð Saturday Night Live hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir stuðningi við hann. Þær segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu og að engin þeirra hafi upplifað óviðeigandi hegðun að nokkru leyti. Franken hefur verið sakaður um káfa á tveimur konum og kyssa aðra þeirra gegn vilja hennar. Útvarpskonan Leeann Tweeden sakaði Franken um að grípa um brjóst hennar þegar hún var sofandi og kyssa hana gegn vilja hennar. Franken hefur beðist afsökunar og sagðist Tweeden samþykkja afsökunarbeiðnina. Svo steig Lindsay Menz fram og sagði hann hafa gripið í rass hennar í myndatöku árið 2010. Þá var hann orðinn þingmaður. Franken starfaði við SNL í 15 ár og þá bæði sem rithöfundur og leikari. Konurnar 36 segjast hafa starfað með honum á þeim tíma. Meðal þeirra, samkvæmt Frétt Entertainment Weekly eru Jane Curtain og Laraine Newman. „Okkur finnst við þurfa að koma Al Franken til varnar. Við höfum allar notið þeirrar ánægju að starfa með honum í gegnum árinu í SNL. Það sem Al gerði var heimskulegt og kjánalegt og við teljum að það hafi verið rétt af honum að biðja Tweeden og almenning afsökunar. Við þekkjum Al sem tryggan og trúan fjölskyldumann, yndislegan grínista og heiðarlegan opinberan starfsmann. Það er ástæða þess að við viljum taka fram að engin af okkur upplifði nokkurs konar óviðeigandi hegðun af hans hálfu. Við viljum taka fram að við kunnum að meta það að hann kom fram við okkur allar af mikilli virðingu.“ JUST IN: Women staff of "Saturday Night Live" sign letter in support of Sen. Al Franken pic.twitter.com/osN6IwMgvB— NBC News (@NBCNews) November 21, 2017
MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira