Sneru vélinni við vegna veðurs Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2017 15:15 Vélin var komin langleiðina að Bíldudal, þegar ákveðið var að snúa henni aftur til Reykjavíkur. vísir/Egill Aðalsteinsson Flugvél flugfélagsins Ernis á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Bíldudals var í hádeginu í dag snúið við vegna veðurs. Vélin var komin langleiðina að Bíldudal þegar skyggni datt skyndilega niður og ekki hægt að lenda, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Færð og aðstæður hafa verið slæmar á Vestfjörðum í dag og í gær og samgöngur farið úr skorðum. Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og ferjan Baldur siglir ekki vegna bilunar, en viðgerðartíminn er allt að einn mánuður. Þá eru vegir milli Súðavíkur og Ísafjarðar annars vegar, og Flateyrar og Ísafjarðar hins vegar, enn lokaðir en til stendur að opna þá í dag, að sögn Geirs Sigurðssonar, yfirmanns vaktstöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði.Ófært hefur verið á sunnanverðum Vestfjöðum.vísir/aig„Það féll snjóflóð á veginn þarna á milli í gærmorgun og lokaðist hann vegna þess. Það fór þarna yfir úrkomubelti en það er gengið yfir og við vonumst til að geta opnað þessa leið um eftirmiðdaginn í dag. Og vonumst við einnig til að opna veginn um Ísafjarðardjúpið á sama tíma. Ákveðið að loka veginum milli Flateyrar og Ísafjarðar vegna varúðarráðstafana, það gekk mikið úrkomubelti þar yfir og var því snjóflóðahætta á ferðum en þegar úrkoman hættir þá snarminnkar hætta á snjóflóðum,” segir Geir.Bílar fastir á Klettshálsi Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og segir Geir að verið sé að losa bíla þar. Hins vegar séu bundnar vonir við að hægt verði að opna veginn aftur um eftirmiðdaginn. „Veðurspáin lítur þokkalega út í dag og í nótt, svo kemur aftur leiðindaveður seinnipart á morgun og ófærð aftur eftir miðjan dag þá. Þessari hrinu er sem sagt ekki lokið, þetta mun ekki lagast fyrr en undir helgi.“ Geir segir að reynt verði að opna fleiri fjallvegi fljótlega. „Hrafnseyrarheiði verður opnuð þegar veðrið gengur niður, sama með Dynjandisheiðina, henni verður svo haldið opinni þrjá til fjóra daga í mánuði vegna birgðaflutninga fyrir gerð Dýrafjarðarganganna, annars hafa þessar heiðar verið lokaðar meira og minna allan veturinn.“ Veður Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51 Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Flugvél flugfélagsins Ernis á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Bíldudals var í hádeginu í dag snúið við vegna veðurs. Vélin var komin langleiðina að Bíldudal þegar skyggni datt skyndilega niður og ekki hægt að lenda, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Færð og aðstæður hafa verið slæmar á Vestfjörðum í dag og í gær og samgöngur farið úr skorðum. Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og ferjan Baldur siglir ekki vegna bilunar, en viðgerðartíminn er allt að einn mánuður. Þá eru vegir milli Súðavíkur og Ísafjarðar annars vegar, og Flateyrar og Ísafjarðar hins vegar, enn lokaðir en til stendur að opna þá í dag, að sögn Geirs Sigurðssonar, yfirmanns vaktstöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði.Ófært hefur verið á sunnanverðum Vestfjöðum.vísir/aig„Það féll snjóflóð á veginn þarna á milli í gærmorgun og lokaðist hann vegna þess. Það fór þarna yfir úrkomubelti en það er gengið yfir og við vonumst til að geta opnað þessa leið um eftirmiðdaginn í dag. Og vonumst við einnig til að opna veginn um Ísafjarðardjúpið á sama tíma. Ákveðið að loka veginum milli Flateyrar og Ísafjarðar vegna varúðarráðstafana, það gekk mikið úrkomubelti þar yfir og var því snjóflóðahætta á ferðum en þegar úrkoman hættir þá snarminnkar hætta á snjóflóðum,” segir Geir.Bílar fastir á Klettshálsi Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og segir Geir að verið sé að losa bíla þar. Hins vegar séu bundnar vonir við að hægt verði að opna veginn aftur um eftirmiðdaginn. „Veðurspáin lítur þokkalega út í dag og í nótt, svo kemur aftur leiðindaveður seinnipart á morgun og ófærð aftur eftir miðjan dag þá. Þessari hrinu er sem sagt ekki lokið, þetta mun ekki lagast fyrr en undir helgi.“ Geir segir að reynt verði að opna fleiri fjallvegi fljótlega. „Hrafnseyrarheiði verður opnuð þegar veðrið gengur niður, sama með Dynjandisheiðina, henni verður svo haldið opinni þrjá til fjóra daga í mánuði vegna birgðaflutninga fyrir gerð Dýrafjarðarganganna, annars hafa þessar heiðar verið lokaðar meira og minna allan veturinn.“
Veður Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51 Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52
„Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51
Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24