234 litlir tófuhvolpar – yrðlingar – drepnir í Húnaþingi vestra; margir barðir til dauða Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Íslenzki refurinn, pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðruvísi byggður en rauðrefurinn, og kom hann til Íslands á seinni ísöld. Er hann því fyrsta náttúrulega spendýrið, frumbygginn, hér. Í dag eru ekki nema um 200 pólarrefir annars staðar á Norðurlöndum, og eru þeir alfriðaðir. Er allt gert til að reyna á ná stofninum upp aftur. Er engin hætta talin stafa af pólarref fyrir umhverfi, lífríki eða búfénað, enda er hann lítið dýr, 3 til 5 kg að þyngd. Er hann minnsta undirtegund „hunda“. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berjum, þangi, dýrahræum í fjöru og á landi, eggjum, hagamúsum, nagdýrum og fuglum. Hefur hann verið eðlilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsundir. Þegar ær voru látnar bera lömb sín úti, voru einhver brögð að því, að pólarrefurinn réðist á nýfædd og varnarlaus lömb, einkum í harðæri, og fékk hann þá á sig það óorð, að hann væri grimmdarseggur – vargur – en í þá daga skipti hvert eitt lamb máli. Árum saman hafa bændur hins vegar látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að pólarrefurinn kæmist í bjargarlaus lömb. Af einhverjum ástæðum hafa ýmsir þó haldið áfram að úthrópa pólarrefinn, eins og af gömlum vana, og mætti helzt halda, að hann væri afkvæmi skrattans sjálfs. Ég hef átt tal við bændur, refaveiðimenn, sveitarstjórnarmenn og oddvita, líka þá vísindamenn, sem mest vita um pólarrefinn, og er niðurstaðan í öllum tilvikum hin sama: Árum eða áratugum saman hefur pólarrefurinn engum teljandi skaða valdið á sauðfé. Það er því ekkert samhengi milli þess veiðiæðis og þeirra ofsókna, sem eru í gangi gegn pólarrefnum, og þess tjóns, sem hann veldur.100 milljónir í árásir Íslenzka ríkið leggur til 30 milljónir króna árlega til að herja á pólarrefinn og bæta sveitarfélög við 70 milljónum. Fara þannig 100 milljónir af almannafé í botnlausar og þindarlausar árásir á pólarrefinn. Eru sögusagnir og rangfærslur sumra refahatara með ólíkindum. Bóndi á Vestfjörðum fullyrti, að í friðlandi refa á Hornströndum hefðu 10.000 dýr farið um frá 1994, en vísindamenn segja mér, að þar búi 250 til 300 dýr. Kannast menn við sögu H.C. Andersen, þar sem ein fjöður varð að 5 hænum? Miklar sögur fara af því, að refurinn ráðist á lömb á fjalli, og komi þær með afétnar kinnar og afskræmdar af fjalli. Einn bóndi, sem sagði mér slíka sögu, varð að viðurkenna, að hún væri 30 ára gömul. Einn grenjaveiðimaður, sem stundað hafði grenjaveiðar í 20 ár, legið á hundruðum grenja, sagðist þrisvar hafa orðið var við leifar lambs við greni. Hefði refur líka getað hafa hirt hræ. Ef litið er til peningahliðar málsins, blasir þetta við: 1) Bóndinn fær 5.000 krónur fyrir haustlamb. 2.) 100 milljónum króna er varið til útrýmingartilrauna refsins, en það tilsvarar verðgildi 20.000 haustlamba. Grenjaveiðarnar eru þó versti hluti málsins. Hvolpar fæðast um mánaðamótin apríl/maí, og hefjast grenjaveiðar í byrjun júni. Læða og steggur lifa saman ævilangt, og er steggur í því á daginn að færa björg í bú, meðan læða gætir og fæðir hvolpana. Leggjast veiðimenn við greni, bíða komu steggs og skjóta. Þegar matarbirgðir þrjóta í greni, neyðist læða til að yfirgefa yrðlinga í fæðuleit. Er hún þá skotin. Eftir eru þá litlir yrðlingar, 4-5 vikna gamlir, eins og litlir hundshvolpar, og þegar hungrið sverfur að, freista þeir þess, að fara úr greni. Eru þeir þá handsamaðir og barðir til dauða með steini eða skotnir. Sumir yrðlingar þráast við í greni, þrátt fyrir kvöl hungurs og einsemdar, og læða þá veiðimenn fótaboga inn í greni, sem er festur á bandi, og þegar boginn smellur, limlestir, jafnvel brýtur litinn fót, kippir veiðimaður í og lemur svo þessa litlu og hrjáðu veru til bana eða skýtur. Húnaþing vestra varði 7,7 milljónum króna til refa og minnkadráps síðustu 12 mánuði, þar af voru 234 yrðlingar drepnir þar með þeim hætti, sem hér greinir. Kæru lesendur, erum við í menningarlandinu Íslandi eða hrukkum við með einverjum hætti aftur til miðalda!? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Íslenzki refurinn, pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðruvísi byggður en rauðrefurinn, og kom hann til Íslands á seinni ísöld. Er hann því fyrsta náttúrulega spendýrið, frumbygginn, hér. Í dag eru ekki nema um 200 pólarrefir annars staðar á Norðurlöndum, og eru þeir alfriðaðir. Er allt gert til að reyna á ná stofninum upp aftur. Er engin hætta talin stafa af pólarref fyrir umhverfi, lífríki eða búfénað, enda er hann lítið dýr, 3 til 5 kg að þyngd. Er hann minnsta undirtegund „hunda“. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berjum, þangi, dýrahræum í fjöru og á landi, eggjum, hagamúsum, nagdýrum og fuglum. Hefur hann verið eðlilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsundir. Þegar ær voru látnar bera lömb sín úti, voru einhver brögð að því, að pólarrefurinn réðist á nýfædd og varnarlaus lömb, einkum í harðæri, og fékk hann þá á sig það óorð, að hann væri grimmdarseggur – vargur – en í þá daga skipti hvert eitt lamb máli. Árum saman hafa bændur hins vegar látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að pólarrefurinn kæmist í bjargarlaus lömb. Af einhverjum ástæðum hafa ýmsir þó haldið áfram að úthrópa pólarrefinn, eins og af gömlum vana, og mætti helzt halda, að hann væri afkvæmi skrattans sjálfs. Ég hef átt tal við bændur, refaveiðimenn, sveitarstjórnarmenn og oddvita, líka þá vísindamenn, sem mest vita um pólarrefinn, og er niðurstaðan í öllum tilvikum hin sama: Árum eða áratugum saman hefur pólarrefurinn engum teljandi skaða valdið á sauðfé. Það er því ekkert samhengi milli þess veiðiæðis og þeirra ofsókna, sem eru í gangi gegn pólarrefnum, og þess tjóns, sem hann veldur.100 milljónir í árásir Íslenzka ríkið leggur til 30 milljónir króna árlega til að herja á pólarrefinn og bæta sveitarfélög við 70 milljónum. Fara þannig 100 milljónir af almannafé í botnlausar og þindarlausar árásir á pólarrefinn. Eru sögusagnir og rangfærslur sumra refahatara með ólíkindum. Bóndi á Vestfjörðum fullyrti, að í friðlandi refa á Hornströndum hefðu 10.000 dýr farið um frá 1994, en vísindamenn segja mér, að þar búi 250 til 300 dýr. Kannast menn við sögu H.C. Andersen, þar sem ein fjöður varð að 5 hænum? Miklar sögur fara af því, að refurinn ráðist á lömb á fjalli, og komi þær með afétnar kinnar og afskræmdar af fjalli. Einn bóndi, sem sagði mér slíka sögu, varð að viðurkenna, að hún væri 30 ára gömul. Einn grenjaveiðimaður, sem stundað hafði grenjaveiðar í 20 ár, legið á hundruðum grenja, sagðist þrisvar hafa orðið var við leifar lambs við greni. Hefði refur líka getað hafa hirt hræ. Ef litið er til peningahliðar málsins, blasir þetta við: 1) Bóndinn fær 5.000 krónur fyrir haustlamb. 2.) 100 milljónum króna er varið til útrýmingartilrauna refsins, en það tilsvarar verðgildi 20.000 haustlamba. Grenjaveiðarnar eru þó versti hluti málsins. Hvolpar fæðast um mánaðamótin apríl/maí, og hefjast grenjaveiðar í byrjun júni. Læða og steggur lifa saman ævilangt, og er steggur í því á daginn að færa björg í bú, meðan læða gætir og fæðir hvolpana. Leggjast veiðimenn við greni, bíða komu steggs og skjóta. Þegar matarbirgðir þrjóta í greni, neyðist læða til að yfirgefa yrðlinga í fæðuleit. Er hún þá skotin. Eftir eru þá litlir yrðlingar, 4-5 vikna gamlir, eins og litlir hundshvolpar, og þegar hungrið sverfur að, freista þeir þess, að fara úr greni. Eru þeir þá handsamaðir og barðir til dauða með steini eða skotnir. Sumir yrðlingar þráast við í greni, þrátt fyrir kvöl hungurs og einsemdar, og læða þá veiðimenn fótaboga inn í greni, sem er festur á bandi, og þegar boginn smellur, limlestir, jafnvel brýtur litinn fót, kippir veiðimaður í og lemur svo þessa litlu og hrjáðu veru til bana eða skýtur. Húnaþing vestra varði 7,7 milljónum króna til refa og minnkadráps síðustu 12 mánuði, þar af voru 234 yrðlingar drepnir þar með þeim hætti, sem hér greinir. Kæru lesendur, erum við í menningarlandinu Íslandi eða hrukkum við með einverjum hætti aftur til miðalda!? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun