Innlent

Búist við ófærð á Vestfjörðum í kvöld

Aron Ingi guðmundsson skrifar
Íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum var boðið að vera í samfloti á eftir snjómoksturstækjum frá Patreksfirði yfir Klettsháls í morgun, en skyggni var afar lítið og skafrenningur mikill.
Íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum var boðið að vera í samfloti á eftir snjómoksturstækjum frá Patreksfirði yfir Klettsháls í morgun, en skyggni var afar lítið og skafrenningur mikill. Vísir/Aron Ingi guðmundsson
Samkvæmt Veðurstofu Íslands er veðurspáin fyrir kvöldið á Vestfjörðum slæm og býst Vegagerðin við því að vegurinn yfir Klettsháls muni vera ófær seinnipartinn í dag eða í kvöld. Hvessa eigi verulega og úrkoma mun fylgja með og mun skyggni því vera af skornum skammti. Íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum var boðið að vera í samfloti á eftir snjómoksturstækjum frá Patreksfirði yfir Klettsháls í morgun, en skyggni var afar lítið og skafrenningur mikill.

Sama þjónusta var veitt í gærdag á sama svæði og er þetta liður í auknu þjónustustigi Vegagerðarinnar vegna bilunar á ferjunni Baldurs.

Leiðin milli Ísafjarðar og Flateyrar er opin eins og er sem og á milli Súðavíkur og Ísafjarðar en lögreglan á Vestfjörðum á von á því að skoða þurfi stöðuna síðar í dag. Spáð er úrkomu og því gæti þurft að loka vegum í varúðarskyni vegna snjóflóðahættu en snjóflóð hafa fallið meðal annars í Súðavíkurhlíð í vikunni. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru áfram ófærar sem og Strandavegur.

Bríet Arnardóttir hjá Vegagerðinni á Patreksfirði sagði útlitið ágætt varðandi fyrripart dagsins í dag en spáin væri ekki hagstæð fyrir kvöldið og sagði hún að skoða yrði aðstæður betur síðar í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×