Mannréttindalögfræðingur gagnrýnir dóm í máli Áslaugar harðlega Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 13:23 Ragnar Aðalsteinsson, einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands segir dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar skelfilegan. Vísir/GVA Einn reyndasti mannréttindalögfræðingur Íslands gagnrýnir harðlega dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar, daufblindrar konu sem ekki fær túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði máli sínu í Hæstarétti í vikunni þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í dóminum voru notuð þau rök að ekki væri til nægilegt fjármagn í túlkasjóði. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, segir að ákvæði um félagsleg réttindi í 76. grein hafi verið sett í stjórnarskrá árið 1995 og lifað góðu lífi fram yfir aldarmótin. „Síðan hefur farið að halla undan fæti og það endar með þessum dómi sem er satt að segja skelfilegur vegan þess að Hæstiréttur segir í dóminum, með því að staðfesta héraðsdóminn að fjárveitingarvald Alþingis geti trompað mannréttindi stjórnarskrár.“ Í dóminum var sannarlega sagt að Áslaug nyti verndar ákvæðisins. En þrátt fyrir það væri ekki hægt að framfylgja þeim réttindum. Ragnar segir fordæmisgildi dómsins geta orðið að þetta gildi um öll önnur mannréttindi. „Ef að til að mynda maður yrði ranglega sviptur frelsi í þrjú ár þá gæti hann ekki átt bótarétt á hendur ríkinu sökum þess að það er ekki nein sérstök fjárveiting til þess að greiða bæturnar og svo framvegis,“ segir Ragnar. Ragnar segir að það fyrirfinnist enginn svona dómur í heiminum. Lögmenn á Íslandi hljóti að velta fyrir sér hvort þeir eigi að hætta að berjast fyrir mannréttindum borgara fyrir dómstólum. „Ég held að við munum ekki gera það, ég held að við munum líta svo á að þarna hafi orðið mistök og við munum reyna að loka augunum fyrir þessum dómi og láta eins og hann hafi aldrei gengið.“ Ragnar telur eðlilegt að málið fari fyrir mannréttindadómstól en það þurfi að ganga enn lengra. „Til dæmis það að við setjum okkur nýja stjórnarskrá til þess að tryggja mannréttindi borgaranna betur en gert hefur verið þannig að dómstólar geti ekki komist hjá því að virða mannréttindi með þessum hætti, þ.e.a.s. dómstólar hafa fyrst og fremst vanvirt hin félagslegu réttindi borgaranna en hafa haldið áfram að viðurkenna eignaréttindi,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Tengdar fréttir Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Einn reyndasti mannréttindalögfræðingur Íslands gagnrýnir harðlega dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar, daufblindrar konu sem ekki fær túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði máli sínu í Hæstarétti í vikunni þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í dóminum voru notuð þau rök að ekki væri til nægilegt fjármagn í túlkasjóði. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, segir að ákvæði um félagsleg réttindi í 76. grein hafi verið sett í stjórnarskrá árið 1995 og lifað góðu lífi fram yfir aldarmótin. „Síðan hefur farið að halla undan fæti og það endar með þessum dómi sem er satt að segja skelfilegur vegan þess að Hæstiréttur segir í dóminum, með því að staðfesta héraðsdóminn að fjárveitingarvald Alþingis geti trompað mannréttindi stjórnarskrár.“ Í dóminum var sannarlega sagt að Áslaug nyti verndar ákvæðisins. En þrátt fyrir það væri ekki hægt að framfylgja þeim réttindum. Ragnar segir fordæmisgildi dómsins geta orðið að þetta gildi um öll önnur mannréttindi. „Ef að til að mynda maður yrði ranglega sviptur frelsi í þrjú ár þá gæti hann ekki átt bótarétt á hendur ríkinu sökum þess að það er ekki nein sérstök fjárveiting til þess að greiða bæturnar og svo framvegis,“ segir Ragnar. Ragnar segir að það fyrirfinnist enginn svona dómur í heiminum. Lögmenn á Íslandi hljóti að velta fyrir sér hvort þeir eigi að hætta að berjast fyrir mannréttindum borgara fyrir dómstólum. „Ég held að við munum ekki gera það, ég held að við munum líta svo á að þarna hafi orðið mistök og við munum reyna að loka augunum fyrir þessum dómi og láta eins og hann hafi aldrei gengið.“ Ragnar telur eðlilegt að málið fari fyrir mannréttindadómstól en það þurfi að ganga enn lengra. „Til dæmis það að við setjum okkur nýja stjórnarskrá til þess að tryggja mannréttindi borgaranna betur en gert hefur verið þannig að dómstólar geti ekki komist hjá því að virða mannréttindi með þessum hætti, þ.e.a.s. dómstólar hafa fyrst og fremst vanvirt hin félagslegu réttindi borgaranna en hafa haldið áfram að viðurkenna eignaréttindi,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.
Tengdar fréttir Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00
Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00