Mannréttindalögfræðingur gagnrýnir dóm í máli Áslaugar harðlega Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 13:23 Ragnar Aðalsteinsson, einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands segir dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar skelfilegan. Vísir/GVA Einn reyndasti mannréttindalögfræðingur Íslands gagnrýnir harðlega dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar, daufblindrar konu sem ekki fær túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði máli sínu í Hæstarétti í vikunni þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í dóminum voru notuð þau rök að ekki væri til nægilegt fjármagn í túlkasjóði. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, segir að ákvæði um félagsleg réttindi í 76. grein hafi verið sett í stjórnarskrá árið 1995 og lifað góðu lífi fram yfir aldarmótin. „Síðan hefur farið að halla undan fæti og það endar með þessum dómi sem er satt að segja skelfilegur vegan þess að Hæstiréttur segir í dóminum, með því að staðfesta héraðsdóminn að fjárveitingarvald Alþingis geti trompað mannréttindi stjórnarskrár.“ Í dóminum var sannarlega sagt að Áslaug nyti verndar ákvæðisins. En þrátt fyrir það væri ekki hægt að framfylgja þeim réttindum. Ragnar segir fordæmisgildi dómsins geta orðið að þetta gildi um öll önnur mannréttindi. „Ef að til að mynda maður yrði ranglega sviptur frelsi í þrjú ár þá gæti hann ekki átt bótarétt á hendur ríkinu sökum þess að það er ekki nein sérstök fjárveiting til þess að greiða bæturnar og svo framvegis,“ segir Ragnar. Ragnar segir að það fyrirfinnist enginn svona dómur í heiminum. Lögmenn á Íslandi hljóti að velta fyrir sér hvort þeir eigi að hætta að berjast fyrir mannréttindum borgara fyrir dómstólum. „Ég held að við munum ekki gera það, ég held að við munum líta svo á að þarna hafi orðið mistök og við munum reyna að loka augunum fyrir þessum dómi og láta eins og hann hafi aldrei gengið.“ Ragnar telur eðlilegt að málið fari fyrir mannréttindadómstól en það þurfi að ganga enn lengra. „Til dæmis það að við setjum okkur nýja stjórnarskrá til þess að tryggja mannréttindi borgaranna betur en gert hefur verið þannig að dómstólar geti ekki komist hjá því að virða mannréttindi með þessum hætti, þ.e.a.s. dómstólar hafa fyrst og fremst vanvirt hin félagslegu réttindi borgaranna en hafa haldið áfram að viðurkenna eignaréttindi,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður. Tengdar fréttir Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Einn reyndasti mannréttindalögfræðingur Íslands gagnrýnir harðlega dóm Hæstaréttar í máli Áslaugar Ýrar, daufblindrar konu sem ekki fær túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði máli sínu í Hæstarétti í vikunni þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í dóminum voru notuð þau rök að ekki væri til nægilegt fjármagn í túlkasjóði. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og einn virtasti mannréttindalögfræðingur Íslands, segir að ákvæði um félagsleg réttindi í 76. grein hafi verið sett í stjórnarskrá árið 1995 og lifað góðu lífi fram yfir aldarmótin. „Síðan hefur farið að halla undan fæti og það endar með þessum dómi sem er satt að segja skelfilegur vegan þess að Hæstiréttur segir í dóminum, með því að staðfesta héraðsdóminn að fjárveitingarvald Alþingis geti trompað mannréttindi stjórnarskrár.“ Í dóminum var sannarlega sagt að Áslaug nyti verndar ákvæðisins. En þrátt fyrir það væri ekki hægt að framfylgja þeim réttindum. Ragnar segir fordæmisgildi dómsins geta orðið að þetta gildi um öll önnur mannréttindi. „Ef að til að mynda maður yrði ranglega sviptur frelsi í þrjú ár þá gæti hann ekki átt bótarétt á hendur ríkinu sökum þess að það er ekki nein sérstök fjárveiting til þess að greiða bæturnar og svo framvegis,“ segir Ragnar. Ragnar segir að það fyrirfinnist enginn svona dómur í heiminum. Lögmenn á Íslandi hljóti að velta fyrir sér hvort þeir eigi að hætta að berjast fyrir mannréttindum borgara fyrir dómstólum. „Ég held að við munum ekki gera það, ég held að við munum líta svo á að þarna hafi orðið mistök og við munum reyna að loka augunum fyrir þessum dómi og láta eins og hann hafi aldrei gengið.“ Ragnar telur eðlilegt að málið fari fyrir mannréttindadómstól en það þurfi að ganga enn lengra. „Til dæmis það að við setjum okkur nýja stjórnarskrá til þess að tryggja mannréttindi borgaranna betur en gert hefur verið þannig að dómstólar geti ekki komist hjá því að virða mannréttindi með þessum hætti, þ.e.a.s. dómstólar hafa fyrst og fremst vanvirt hin félagslegu réttindi borgaranna en hafa haldið áfram að viðurkenna eignaréttindi,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.
Tengdar fréttir Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Áslaug Ýr segir að dómur hæstaréttar séu þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og hún hefði engan kröfurétt á þessu. 10. nóvember 2017 22:00
Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00