Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 23:15 Roy Moore. Vísir/Getty Repúblikaninn Roy Moore segir það alrangt að hann hafi elst við táningsstúlkur þegar hann var á fertugsaldri. Kona að nafni Leigh Corfman steig fram í síðustu viku og sakaði Moore í viðtali við Washington Post um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Sjálfur segir Moore að Washington Post sé að reyna að klekkja á honum og að kjósendur muni sjá í gegnum þetta „leikrit“. Corfman sagði að Moore hefði klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Sjá einnig: Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Þrjár aðrar konur ræddu við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Í ræðu fyrir framan aðra repúblikana í Alabama sagði Moore að tímasetning fréttar Washington Post, svo skömmu fyrir kosningarnar, sýni fram á að um tilraun til að grafa undan framboði hans sé að ræða. „Þessar árásir snúast um börn og eru algerlega rangar og um eitthvað sem gerðist fyrir nærri því 40 árum. Auk þess að vera rangar eru þær særandi fyrir mig persónulega. Ég hefur verið giftur eiginkonu minni Kayla í nærri því 33 ár. Við eigum fjögur börn og börnin mín eiga fimm dætur,“ sagði Moore, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing „Ég tel mjög mikilvægt að vernda ung börn. Það að verða fyrir árásum fyrir meint kynferðisbrot fer þvert á feril minn í dómstólum. Ég vil að það sé bæði fjölmiðlum og öllum sem eru hér ljóst að ég hefur ekki útvegað börnum áfengi. Ég hef ekki brotið kynferðislega á neinum. Þessar ásakanir birtast fjórum og hálfri viku fyrir kosningarnar. Af hverju núna?“ spurði Moore. Lögmaður einnar konu sem Washington Post ræddi við sagði AP fréttaveitunni að þær hefðu verið táningar og hann hefði verið valdamikill saksóknari. Þær hefðu líklega óttast að hann myndi beita kröftum sínum gegn þeim, eins og hann hafi gert í vikunni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum MeToo Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Repúblikaninn Roy Moore segir það alrangt að hann hafi elst við táningsstúlkur þegar hann var á fertugsaldri. Kona að nafni Leigh Corfman steig fram í síðustu viku og sakaði Moore í viðtali við Washington Post um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Sjálfur segir Moore að Washington Post sé að reyna að klekkja á honum og að kjósendur muni sjá í gegnum þetta „leikrit“. Corfman sagði að Moore hefði klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Sjá einnig: Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Þrjár aðrar konur ræddu við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Í ræðu fyrir framan aðra repúblikana í Alabama sagði Moore að tímasetning fréttar Washington Post, svo skömmu fyrir kosningarnar, sýni fram á að um tilraun til að grafa undan framboði hans sé að ræða. „Þessar árásir snúast um börn og eru algerlega rangar og um eitthvað sem gerðist fyrir nærri því 40 árum. Auk þess að vera rangar eru þær særandi fyrir mig persónulega. Ég hefur verið giftur eiginkonu minni Kayla í nærri því 33 ár. Við eigum fjögur börn og börnin mín eiga fimm dætur,“ sagði Moore, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing „Ég tel mjög mikilvægt að vernda ung börn. Það að verða fyrir árásum fyrir meint kynferðisbrot fer þvert á feril minn í dómstólum. Ég vil að það sé bæði fjölmiðlum og öllum sem eru hér ljóst að ég hefur ekki útvegað börnum áfengi. Ég hef ekki brotið kynferðislega á neinum. Þessar ásakanir birtast fjórum og hálfri viku fyrir kosningarnar. Af hverju núna?“ spurði Moore. Lögmaður einnar konu sem Washington Post ræddi við sagði AP fréttaveitunni að þær hefðu verið táningar og hann hefði verið valdamikill saksóknari. Þær hefðu líklega óttast að hann myndi beita kröftum sínum gegn þeim, eins og hann hafi gert í vikunni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum MeToo Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira