Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Hörður Ægisson skrifar 15. nóvember 2017 09:16 Birkir Hólm Guðnason hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Icelandair frá árinu 2008. Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að breytingarnar feli í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verði samþætt þannig að einn forstjóri verði yfir báðum félögum og auk þess sem fjármálasvið félaganna verða sameinuð. Forstjóri verður Björgólfur Jóhannsson og framkvæmdastjóri fjármála verður Bogi Nils Bogason. Þá verða IGS, sem sinnir flugþjónustu á Keflavíkurflugvelli, og Icelandair Cargo, hluti af Icelandair, en þessi félög hafa verið dótturfélög Icelandair Group. Með breytingunni á að nást fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi Icelandair Group og er samþættingin sögð skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, segir í tilkynningu að breytingin sé liður í því að styrkja félagið enn frekar og skerpa á áherslum í rekstrinum. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að skipulag félagsins endurspegli þá staðreynd. Félagið er í sterkri stöðu til að takast á við breytingar í rekstrarumhverfinu og nýta tækifæri sem gefast á mörkuðum félagsins. Breytingin styður við áframhaldandi sókn félagsins og gerir því kleift að sinna áfram þörfum viðskiptavina sinna á hagkvæman hátt með góða þjónustu að leiðarljósi. Ég vil þakka Birki Hólm Guðnasyni fyrir gott starf sem framkvæmdastjóri Icelandair. Hann á stóran þátt í vexti og velgengni félagsins á undanförnum árum,“ segir Úlfar. Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu flugfélagsins til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að breytingarnar feli í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verði samþætt þannig að einn forstjóri verði yfir báðum félögum og auk þess sem fjármálasvið félaganna verða sameinuð. Forstjóri verður Björgólfur Jóhannsson og framkvæmdastjóri fjármála verður Bogi Nils Bogason. Þá verða IGS, sem sinnir flugþjónustu á Keflavíkurflugvelli, og Icelandair Cargo, hluti af Icelandair, en þessi félög hafa verið dótturfélög Icelandair Group. Með breytingunni á að nást fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi Icelandair Group og er samþættingin sögð skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, segir í tilkynningu að breytingin sé liður í því að styrkja félagið enn frekar og skerpa á áherslum í rekstrinum. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að skipulag félagsins endurspegli þá staðreynd. Félagið er í sterkri stöðu til að takast á við breytingar í rekstrarumhverfinu og nýta tækifæri sem gefast á mörkuðum félagsins. Breytingin styður við áframhaldandi sókn félagsins og gerir því kleift að sinna áfram þörfum viðskiptavina sinna á hagkvæman hátt með góða þjónustu að leiðarljósi. Ég vil þakka Birki Hólm Guðnasyni fyrir gott starf sem framkvæmdastjóri Icelandair. Hann á stóran þátt í vexti og velgengni félagsins á undanförnum árum,“ segir Úlfar.
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira