Andri Rúnar er fyrsti 19 marka maðurinn sem fær ekki tækifæri með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 12:30 Andri Rúnar Bjarnason með gullskó Adidas. Mynd/Adidas Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í efstu deild á Ísland með því að skora 19 mörk fyrir Grindavík í sumar. Hann varð þar með fimmti meðlimurinn í 19 marka klúbbnum en þar voru áður þeir Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson. Líkt og með hina fjóra þá er Andri Rúnar kominn út í atvinnumennsku en hann mun spila með sænska liðinu Helsingborgs IF á næsta ári. Pétur fór til hollenska liðsins Feyenoord, Guðmundur Torfason fór til belgíska félagsins Beveren, Þórður Guðjónsson samdi við þýska liðið Bochum og Tryggvi Guðmundsson gerðist leikmaður norska félagsins Tromsö. Það sem Andri Rúnar á hinsvegar ekki sameiginlegt með hinum fjórum er að fá tækifæri með íslenska A-landsliðinu.Sjá einnig:Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Allir hinir fjórir fengu að spila með landsliðinu haustið sem þeir settu eða jöfnuðu markametið. Pétur, Þórður og Tryggvi spiluðu allir fyrsta A-landsleikinn sinn þetta sama ár en Guðmundur hafði spilað sinn fyrsta A-landsleik árið á undan. Guðmundur er líka sá af þeim sem fékk fæstar mínútur þetta haust en hann kom inná sem varamaður í einum leik og spilaði þá í 11 mínútur. Hann hafði hinsvegar spilað tvo landsleiki fyrr á árinu (1986). Pétur Pétursson spilaði allar mínútur í boði haustið sem hann setti markametið (1978) og bæði Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997) voru komnir í stór hlutverk með landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá landsliðstölfræði 19 marka mannanna fimm á metárinu.19 marka mennirnir og tækifærin með landsliðinuPétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1978 - 5 landsleikir og 1 mark 1978 - 360 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberGuðmundur Torfason skoraði 19 mörk fyrir Fram sumarið 1986 - 3 landsleikir og 0 mörk 1986 - 11 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberÞórður Guðjónsson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1993 - 2 landsleikir og 0 mörk 1993 - 172 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberTryggvi Guðmundsson skoraði 19 mörk fyrir ÍBV sumarið 1997 - 6 landsleikir og 3 mörk 1997 - 204 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberAndri Rúnar Bjarnason skoraði 19 mörk fyrir Grindavík sumarið 2017 - 0 landsleikir - 0 landsliðsmínútur í september, október eða nóvember Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í efstu deild á Ísland með því að skora 19 mörk fyrir Grindavík í sumar. Hann varð þar með fimmti meðlimurinn í 19 marka klúbbnum en þar voru áður þeir Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson. Líkt og með hina fjóra þá er Andri Rúnar kominn út í atvinnumennsku en hann mun spila með sænska liðinu Helsingborgs IF á næsta ári. Pétur fór til hollenska liðsins Feyenoord, Guðmundur Torfason fór til belgíska félagsins Beveren, Þórður Guðjónsson samdi við þýska liðið Bochum og Tryggvi Guðmundsson gerðist leikmaður norska félagsins Tromsö. Það sem Andri Rúnar á hinsvegar ekki sameiginlegt með hinum fjórum er að fá tækifæri með íslenska A-landsliðinu.Sjá einnig:Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Allir hinir fjórir fengu að spila með landsliðinu haustið sem þeir settu eða jöfnuðu markametið. Pétur, Þórður og Tryggvi spiluðu allir fyrsta A-landsleikinn sinn þetta sama ár en Guðmundur hafði spilað sinn fyrsta A-landsleik árið á undan. Guðmundur er líka sá af þeim sem fékk fæstar mínútur þetta haust en hann kom inná sem varamaður í einum leik og spilaði þá í 11 mínútur. Hann hafði hinsvegar spilað tvo landsleiki fyrr á árinu (1986). Pétur Pétursson spilaði allar mínútur í boði haustið sem hann setti markametið (1978) og bæði Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997) voru komnir í stór hlutverk með landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá landsliðstölfræði 19 marka mannanna fimm á metárinu.19 marka mennirnir og tækifærin með landsliðinuPétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1978 - 5 landsleikir og 1 mark 1978 - 360 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberGuðmundur Torfason skoraði 19 mörk fyrir Fram sumarið 1986 - 3 landsleikir og 0 mörk 1986 - 11 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberÞórður Guðjónsson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1993 - 2 landsleikir og 0 mörk 1993 - 172 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberTryggvi Guðmundsson skoraði 19 mörk fyrir ÍBV sumarið 1997 - 6 landsleikir og 3 mörk 1997 - 204 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberAndri Rúnar Bjarnason skoraði 19 mörk fyrir Grindavík sumarið 2017 - 0 landsleikir - 0 landsliðsmínútur í september, október eða nóvember
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira