Andri Rúnar er fyrsti 19 marka maðurinn sem fær ekki tækifæri með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 12:30 Andri Rúnar Bjarnason með gullskó Adidas. Mynd/Adidas Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í efstu deild á Ísland með því að skora 19 mörk fyrir Grindavík í sumar. Hann varð þar með fimmti meðlimurinn í 19 marka klúbbnum en þar voru áður þeir Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson. Líkt og með hina fjóra þá er Andri Rúnar kominn út í atvinnumennsku en hann mun spila með sænska liðinu Helsingborgs IF á næsta ári. Pétur fór til hollenska liðsins Feyenoord, Guðmundur Torfason fór til belgíska félagsins Beveren, Þórður Guðjónsson samdi við þýska liðið Bochum og Tryggvi Guðmundsson gerðist leikmaður norska félagsins Tromsö. Það sem Andri Rúnar á hinsvegar ekki sameiginlegt með hinum fjórum er að fá tækifæri með íslenska A-landsliðinu.Sjá einnig:Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Allir hinir fjórir fengu að spila með landsliðinu haustið sem þeir settu eða jöfnuðu markametið. Pétur, Þórður og Tryggvi spiluðu allir fyrsta A-landsleikinn sinn þetta sama ár en Guðmundur hafði spilað sinn fyrsta A-landsleik árið á undan. Guðmundur er líka sá af þeim sem fékk fæstar mínútur þetta haust en hann kom inná sem varamaður í einum leik og spilaði þá í 11 mínútur. Hann hafði hinsvegar spilað tvo landsleiki fyrr á árinu (1986). Pétur Pétursson spilaði allar mínútur í boði haustið sem hann setti markametið (1978) og bæði Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997) voru komnir í stór hlutverk með landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá landsliðstölfræði 19 marka mannanna fimm á metárinu.19 marka mennirnir og tækifærin með landsliðinuPétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1978 - 5 landsleikir og 1 mark 1978 - 360 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberGuðmundur Torfason skoraði 19 mörk fyrir Fram sumarið 1986 - 3 landsleikir og 0 mörk 1986 - 11 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberÞórður Guðjónsson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1993 - 2 landsleikir og 0 mörk 1993 - 172 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberTryggvi Guðmundsson skoraði 19 mörk fyrir ÍBV sumarið 1997 - 6 landsleikir og 3 mörk 1997 - 204 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberAndri Rúnar Bjarnason skoraði 19 mörk fyrir Grindavík sumarið 2017 - 0 landsleikir - 0 landsliðsmínútur í september, október eða nóvember Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í efstu deild á Ísland með því að skora 19 mörk fyrir Grindavík í sumar. Hann varð þar með fimmti meðlimurinn í 19 marka klúbbnum en þar voru áður þeir Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson. Líkt og með hina fjóra þá er Andri Rúnar kominn út í atvinnumennsku en hann mun spila með sænska liðinu Helsingborgs IF á næsta ári. Pétur fór til hollenska liðsins Feyenoord, Guðmundur Torfason fór til belgíska félagsins Beveren, Þórður Guðjónsson samdi við þýska liðið Bochum og Tryggvi Guðmundsson gerðist leikmaður norska félagsins Tromsö. Það sem Andri Rúnar á hinsvegar ekki sameiginlegt með hinum fjórum er að fá tækifæri með íslenska A-landsliðinu.Sjá einnig:Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Allir hinir fjórir fengu að spila með landsliðinu haustið sem þeir settu eða jöfnuðu markametið. Pétur, Þórður og Tryggvi spiluðu allir fyrsta A-landsleikinn sinn þetta sama ár en Guðmundur hafði spilað sinn fyrsta A-landsleik árið á undan. Guðmundur er líka sá af þeim sem fékk fæstar mínútur þetta haust en hann kom inná sem varamaður í einum leik og spilaði þá í 11 mínútur. Hann hafði hinsvegar spilað tvo landsleiki fyrr á árinu (1986). Pétur Pétursson spilaði allar mínútur í boði haustið sem hann setti markametið (1978) og bæði Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997) voru komnir í stór hlutverk með landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá landsliðstölfræði 19 marka mannanna fimm á metárinu.19 marka mennirnir og tækifærin með landsliðinuPétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1978 - 5 landsleikir og 1 mark 1978 - 360 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberGuðmundur Torfason skoraði 19 mörk fyrir Fram sumarið 1986 - 3 landsleikir og 0 mörk 1986 - 11 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberÞórður Guðjónsson skoraði 19 mörk fyrir ÍA sumarið 1993 - 2 landsleikir og 0 mörk 1993 - 172 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberTryggvi Guðmundsson skoraði 19 mörk fyrir ÍBV sumarið 1997 - 6 landsleikir og 3 mörk 1997 - 204 landsliðsmínútur í september, október eða nóvemberAndri Rúnar Bjarnason skoraði 19 mörk fyrir Grindavík sumarið 2017 - 0 landsleikir - 0 landsliðsmínútur í september, október eða nóvember
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira