Við lifum í afbökuðum peningaheimi Örn Karlsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Opið bréf til alþingismanna og Seðlabanka Íslands. Hinn íslenski peningaheimur er afbakaður vegna vaxtaparadísar sem Seðlabankinn býður fjármagnseigendum. Mælieiningin krónan bjagast með hættulegum afleiðingum fyrir samfélagið. Vísitala neysluverðs án húsnæðisliðar mælir verðhjöðnun, við finnum aukinn kaupmátt. Útlendingar sem hingað koma finna þetta ekki, þeirra kaupmáttur hefur snarminnkað hér á landi undanfarin misseri. Hvort ætli sé nú réttara? Hvort er raunverulega rétt? Að hér sé verðbólga eða verðhjöðnun? Við þurfum ekki að kafa djúpt til að átta okkur. Stóru myntirnar dollar og evra hafa lítt haggast um innra virði til einhverra missera litið. Þannig er ljóst að hægt er að miða við að þessar myntir mæli verðmæti nokkuð vel undanfarið. Mælt á kvarða þessara traustu mynta er sem sagt verðbólga á Íslandi. Fjölmiðlar og íslenskir hagfræðingar sem segja að verðhjöðnun sé á Íslandi fara með rangt mál. Til að komast að slíkri niðurstöðu þarf að gefa sér að vextir, gengi og hreyfing vísitölu neysluverðs séu óháðar breytur. Þessar breytur eru hins vegar afar háðar hver annarri, ekki síst á það við um Ísland vegna smæðar hagkerfisins og hás hlutfalls innfluttra aðfanga. Verðhjöðnunin kemur öll í gegnum vaxtaþáttinn sem ýtir genginu upp. Verðhjöðnunin kemur ekki í gegnum innlenda hagverkun, innlenda framleiðslu, innlendan kostnað, jafnvel ekki á mælikvarða krónunnar. Verð innlends kostnaðar hefur farið vaxandi en verð erlendra aðfanga lækkað í krónum talið.Falskur kaupmáttur Vegna hæstu raunvaxta í vestrænu samfélagi rís gengi íslensku krónunnar. Verðbólga á kvarða vísitölunnar er falin undir því risi, a.m.k. tímabundið en í leiðinni býr Seðlabankinn til sjálfstætt vandamál fjármálalegs óstöðugleika með því að peningamagn í umferð fær aukinn kaupmátt – falskan kaupmátt. Hinir háu vextir leiða til ýktrar hagsveiflu með hrunkenndum öldudölum. Að þessu sinni hefur þróttur og vöxtur ferðaþjónustunnar gefið okkur lengri sveiflu. Líkt og fyrir hrunin 2001 og 2008 hefur hávaxtastefnan leitt til þess að gengið er ósjálfbært, þ.e. raunhagkerfið er hætt að standa undir kaupmættinum. Útflutningsgreinar gefa eftir, viðskiptahalli er í augsýn og vex þar til ekki fæst rönd við reist og hrun eða fall gjaldmiðilsins blasir við. Örugg leið að fallinu er að í kjölfar vaxandi verðbólgu næstu misseri muni Seðlabankinn hækka stýrivexti að hætti hússins, eins og stjórnendur lofuðu í vikunni, og reka okkur þannig í vaxandi vandamál tengd viðskiptahalla og peningamagni. Meira en 20 ár eru síðan Ben Bernanke o.fl. hröktu þá fullyrðingu sem Seðlabankinn hefur að leiðarljósi, að stýrivextir séu hlutlausir gagnvart raunhagkerfinu til lengri tíma litið. Annað leiðarljós Seðlabankans að vísitala neysluverðs mæli verðbólgu er einnig villuljós. Vísitala neysluverðs mælir ekki virðisbreytingu gjaldmiðilsins því hún hefur ekki hönnunarforsendur til þess. Skekkjan varð allt að 70% árin fyrir hrun 2008 og hefur verið umtalsverð síðustu misseri. Við Íslendingar verðum að hætta þessum skollaleik og einbeita okkur að verkfærum peningastjórnar öðrum en vaxtatækinu. Setjum vaxtatækið í hlutlausan gír, afnemum verðtryggingu á neytendalánum og snúum okkur að stjórnun í gegnum peningamagnið. Höfum ennfremur hömlur á eða eftirlit með stórum fjármagnsflutningum milli hagkerfa til að sporna gegn spákaupmennsku. Gengið mun þá ráðast af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega. Stöðugleikinn sem allir sækjast eftir kemur ekki fyrr. Ef við ættum tommustokk sem við vissum að lengdist í hitasvækju, þá myndum við passa að geyma hann á köldum stað svo við gætum treyst honum. Eins er með krónuna, hún bjagast sem mælieining þegar vextir á Íslandi eru hærri en í viðskiptalöndunum. En kennum ekki krónunni um, sökin liggur hjá Alþingi og Seðlabankanum. Lækkun vaxta leiðir til verðbólguskots, en það skot er betra en hrun síðar. Pössum bara að afnema verðtrygginguna áður en við hleypum úr þaninni krónunni. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Örn Karlsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Opið bréf til alþingismanna og Seðlabanka Íslands. Hinn íslenski peningaheimur er afbakaður vegna vaxtaparadísar sem Seðlabankinn býður fjármagnseigendum. Mælieiningin krónan bjagast með hættulegum afleiðingum fyrir samfélagið. Vísitala neysluverðs án húsnæðisliðar mælir verðhjöðnun, við finnum aukinn kaupmátt. Útlendingar sem hingað koma finna þetta ekki, þeirra kaupmáttur hefur snarminnkað hér á landi undanfarin misseri. Hvort ætli sé nú réttara? Hvort er raunverulega rétt? Að hér sé verðbólga eða verðhjöðnun? Við þurfum ekki að kafa djúpt til að átta okkur. Stóru myntirnar dollar og evra hafa lítt haggast um innra virði til einhverra missera litið. Þannig er ljóst að hægt er að miða við að þessar myntir mæli verðmæti nokkuð vel undanfarið. Mælt á kvarða þessara traustu mynta er sem sagt verðbólga á Íslandi. Fjölmiðlar og íslenskir hagfræðingar sem segja að verðhjöðnun sé á Íslandi fara með rangt mál. Til að komast að slíkri niðurstöðu þarf að gefa sér að vextir, gengi og hreyfing vísitölu neysluverðs séu óháðar breytur. Þessar breytur eru hins vegar afar háðar hver annarri, ekki síst á það við um Ísland vegna smæðar hagkerfisins og hás hlutfalls innfluttra aðfanga. Verðhjöðnunin kemur öll í gegnum vaxtaþáttinn sem ýtir genginu upp. Verðhjöðnunin kemur ekki í gegnum innlenda hagverkun, innlenda framleiðslu, innlendan kostnað, jafnvel ekki á mælikvarða krónunnar. Verð innlends kostnaðar hefur farið vaxandi en verð erlendra aðfanga lækkað í krónum talið.Falskur kaupmáttur Vegna hæstu raunvaxta í vestrænu samfélagi rís gengi íslensku krónunnar. Verðbólga á kvarða vísitölunnar er falin undir því risi, a.m.k. tímabundið en í leiðinni býr Seðlabankinn til sjálfstætt vandamál fjármálalegs óstöðugleika með því að peningamagn í umferð fær aukinn kaupmátt – falskan kaupmátt. Hinir háu vextir leiða til ýktrar hagsveiflu með hrunkenndum öldudölum. Að þessu sinni hefur þróttur og vöxtur ferðaþjónustunnar gefið okkur lengri sveiflu. Líkt og fyrir hrunin 2001 og 2008 hefur hávaxtastefnan leitt til þess að gengið er ósjálfbært, þ.e. raunhagkerfið er hætt að standa undir kaupmættinum. Útflutningsgreinar gefa eftir, viðskiptahalli er í augsýn og vex þar til ekki fæst rönd við reist og hrun eða fall gjaldmiðilsins blasir við. Örugg leið að fallinu er að í kjölfar vaxandi verðbólgu næstu misseri muni Seðlabankinn hækka stýrivexti að hætti hússins, eins og stjórnendur lofuðu í vikunni, og reka okkur þannig í vaxandi vandamál tengd viðskiptahalla og peningamagni. Meira en 20 ár eru síðan Ben Bernanke o.fl. hröktu þá fullyrðingu sem Seðlabankinn hefur að leiðarljósi, að stýrivextir séu hlutlausir gagnvart raunhagkerfinu til lengri tíma litið. Annað leiðarljós Seðlabankans að vísitala neysluverðs mæli verðbólgu er einnig villuljós. Vísitala neysluverðs mælir ekki virðisbreytingu gjaldmiðilsins því hún hefur ekki hönnunarforsendur til þess. Skekkjan varð allt að 70% árin fyrir hrun 2008 og hefur verið umtalsverð síðustu misseri. Við Íslendingar verðum að hætta þessum skollaleik og einbeita okkur að verkfærum peningastjórnar öðrum en vaxtatækinu. Setjum vaxtatækið í hlutlausan gír, afnemum verðtryggingu á neytendalánum og snúum okkur að stjórnun í gegnum peningamagnið. Höfum ennfremur hömlur á eða eftirlit með stórum fjármagnsflutningum milli hagkerfa til að sporna gegn spákaupmennsku. Gengið mun þá ráðast af þrótti hagkerfisins og útflutningsatvinnuvega. Stöðugleikinn sem allir sækjast eftir kemur ekki fyrr. Ef við ættum tommustokk sem við vissum að lengdist í hitasvækju, þá myndum við passa að geyma hann á köldum stað svo við gætum treyst honum. Eins er með krónuna, hún bjagast sem mælieining þegar vextir á Íslandi eru hærri en í viðskiptalöndunum. En kennum ekki krónunni um, sökin liggur hjá Alþingi og Seðlabankanum. Lækkun vaxta leiðir til verðbólguskots, en það skot er betra en hrun síðar. Pössum bara að afnema verðtrygginguna áður en við hleypum úr þaninni krónunni. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun