Árið 2017 gert upp: Skilnaðir skekja stjörnuheiminn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 21:30 Myndir: Getty Images Nú nálgast lok ársins 2017 óðfluga, en árið hefur ekki verið sérlega gott ef litið er til ástarmála fræga fólksins. Mörg pör sem voru búin að vera saman í fjöldamörg ár ákváðu að binda enda á ástarsamband sitt á árinu sem er að líða, og hér eru nokkrir skilnaðir sem komu svo sannarlega á óvart. Úti er ævintýri.Vísir / Getty Images Ben Stiller og Christine Taylor 17 ára hjónaband Það var áfall fyrir marga þegar kvikmyndastjörnurnar Ben Stiller og Christine Taylor tilkynntu í apríl að þau væru að skilja eftir sautján ára hjónaband. Þau eiga tvö börn saman, Ella og Quinlin, og sögðu í fréttatilkynningu vera enn mjög hlýtt til hvors annars. „Með geysimikilli ást og virðingu fyrir hvort öðru, og þeim átján árum sem við höfum eytt saman sem par, höfum við ákveðið að skilja.“ Ben og Christine hafa leikið í nokkrum myndum saman, þar á meðal Zoolander 1 og 2, Tropic Thunder og Dodgeball. Au revoir mon amour!Vísir / Getty Images Romain Dauriac and Scarlett Johansson 2 ára hjónaband Leikkonan Scarlett Johansson og franski blaðamaðurinn Romain Dauriac skildu í janúar eftir tveggja ára hjónaband. Scarlett og Romain byrjuðu að deita í nóvember árið 2012 og eignuðust dótturina Rose árið 2014. Í október það ár gengu þau í það heilaga. Í fréttatilkynningu um skilnaðinn sagðist Scarlett aldrei ætla að tjá sig um skilnaðinn við Romain „Sem ástrík móðir og manneskja sem metur einkalíf sitt, er ég að fullu meðvituð um að dóttir mín verður einn daginn nógu gömul til að lesa fréttir um sig sjálfa. Því vil ég segja að ég mun aldrei tjá mig um upplausn hjónabands míns.“ Búið spil.Vísir / Getty Images Chris Pratt og Anna Faris 8 ára hjónaband Leikaraparið Chris Pratt og Anna Faris tilkynntu um skilnað sinn í ágúst, en þau voru gift í átta ár. „Við erum mjög leið yfir því að tilkynna að við erum að skilja,“ skrifaði parið í sameiginlegri yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Við reyndum í langan tíma og við erum mjög vonsvikin. Sonur okkar á tvo foreldra sem elska hann mjög mikið og fyrir hans sakir viljum við halda þessum aðstæðum eins mikið fyrir okkur og við getum. Við elskum enn þá hvort annað og metum tímann sem við áttum saman.“ Chris og Anna eignuðust soninn Jack í ágúst 2012. Where is the love?Vísir / Getty Images Fergie og Josh Duhamel 8 ára hjónaband Söngkonan Fergie og leikarinn Josh Duhamel byrjuðu saman árið 2004 og giftu sig í janúar árið 2009. Í september tilkynntu þau um skilnað sinn, en saman eiga þau soninn Axl sem er fjögurra ára. „Við munum alltaf styðja hvort annað og fjölskyldu okkar,“ skrifuðu þessi fyrrverandi hjón í fréttatilkynningu um leið og þau báðu fjölmiðla að virða einkalíf sitt. Hætt saman eftir 10 ár.Vísir / Getty Images Hayden Christensen og Rachel Bilson 10 ár saman Leikararnir Hayden Christensen og Rachel Bilson fóru hvort í sína áttina í ár eftir næstum því tíu ár saman. Þau kynntust fyrst á setti myndarinnar Jumper árið 2008 og eiga saman dótturina Briar Rose, sem kom í heiminn í október árið 2014. Ástarsaga með óvæntum endi.Vísir / Getty Images Gina Torres and Laurence Fishburne 14 ára hjónaband Suits-leikkonan Gina Torres og Black-ish-stjarnan Laurence Fishburne skildu eftir 14 ára hjónaband, en þau eiga dótturina Delilah, 10 ára. „Það er enginn vondi karl hér. Bara ástarsaga sem endaði öðruvísi en við áttum von á,“ sagði Gina í fréttatilkynningu um skilnaðinn. Forræðisdeila í uppsiglingu?Vísir / Getty Images Jennifer Hudson og David Otunga 10 ár saman Og nú síðast í gær fengum við þær fregnir að söngkonan Jennifer Hudson og glímukappinn David Otunga væru búin að gefa ástina uppá bátinn eftir 10 ára samband. Jennifer og David trúlofuðu sig árið 2008 og árið síðar buðu þau soninn David Jr. velkominn í heiminn. Fregnir herma að forræðisdeila taki við þar sem David ku vilja fullt forræði yfir snáðanum. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Nú nálgast lok ársins 2017 óðfluga, en árið hefur ekki verið sérlega gott ef litið er til ástarmála fræga fólksins. Mörg pör sem voru búin að vera saman í fjöldamörg ár ákváðu að binda enda á ástarsamband sitt á árinu sem er að líða, og hér eru nokkrir skilnaðir sem komu svo sannarlega á óvart. Úti er ævintýri.Vísir / Getty Images Ben Stiller og Christine Taylor 17 ára hjónaband Það var áfall fyrir marga þegar kvikmyndastjörnurnar Ben Stiller og Christine Taylor tilkynntu í apríl að þau væru að skilja eftir sautján ára hjónaband. Þau eiga tvö börn saman, Ella og Quinlin, og sögðu í fréttatilkynningu vera enn mjög hlýtt til hvors annars. „Með geysimikilli ást og virðingu fyrir hvort öðru, og þeim átján árum sem við höfum eytt saman sem par, höfum við ákveðið að skilja.“ Ben og Christine hafa leikið í nokkrum myndum saman, þar á meðal Zoolander 1 og 2, Tropic Thunder og Dodgeball. Au revoir mon amour!Vísir / Getty Images Romain Dauriac and Scarlett Johansson 2 ára hjónaband Leikkonan Scarlett Johansson og franski blaðamaðurinn Romain Dauriac skildu í janúar eftir tveggja ára hjónaband. Scarlett og Romain byrjuðu að deita í nóvember árið 2012 og eignuðust dótturina Rose árið 2014. Í október það ár gengu þau í það heilaga. Í fréttatilkynningu um skilnaðinn sagðist Scarlett aldrei ætla að tjá sig um skilnaðinn við Romain „Sem ástrík móðir og manneskja sem metur einkalíf sitt, er ég að fullu meðvituð um að dóttir mín verður einn daginn nógu gömul til að lesa fréttir um sig sjálfa. Því vil ég segja að ég mun aldrei tjá mig um upplausn hjónabands míns.“ Búið spil.Vísir / Getty Images Chris Pratt og Anna Faris 8 ára hjónaband Leikaraparið Chris Pratt og Anna Faris tilkynntu um skilnað sinn í ágúst, en þau voru gift í átta ár. „Við erum mjög leið yfir því að tilkynna að við erum að skilja,“ skrifaði parið í sameiginlegri yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Við reyndum í langan tíma og við erum mjög vonsvikin. Sonur okkar á tvo foreldra sem elska hann mjög mikið og fyrir hans sakir viljum við halda þessum aðstæðum eins mikið fyrir okkur og við getum. Við elskum enn þá hvort annað og metum tímann sem við áttum saman.“ Chris og Anna eignuðust soninn Jack í ágúst 2012. Where is the love?Vísir / Getty Images Fergie og Josh Duhamel 8 ára hjónaband Söngkonan Fergie og leikarinn Josh Duhamel byrjuðu saman árið 2004 og giftu sig í janúar árið 2009. Í september tilkynntu þau um skilnað sinn, en saman eiga þau soninn Axl sem er fjögurra ára. „Við munum alltaf styðja hvort annað og fjölskyldu okkar,“ skrifuðu þessi fyrrverandi hjón í fréttatilkynningu um leið og þau báðu fjölmiðla að virða einkalíf sitt. Hætt saman eftir 10 ár.Vísir / Getty Images Hayden Christensen og Rachel Bilson 10 ár saman Leikararnir Hayden Christensen og Rachel Bilson fóru hvort í sína áttina í ár eftir næstum því tíu ár saman. Þau kynntust fyrst á setti myndarinnar Jumper árið 2008 og eiga saman dótturina Briar Rose, sem kom í heiminn í október árið 2014. Ástarsaga með óvæntum endi.Vísir / Getty Images Gina Torres and Laurence Fishburne 14 ára hjónaband Suits-leikkonan Gina Torres og Black-ish-stjarnan Laurence Fishburne skildu eftir 14 ára hjónaband, en þau eiga dótturina Delilah, 10 ára. „Það er enginn vondi karl hér. Bara ástarsaga sem endaði öðruvísi en við áttum von á,“ sagði Gina í fréttatilkynningu um skilnaðinn. Forræðisdeila í uppsiglingu?Vísir / Getty Images Jennifer Hudson og David Otunga 10 ár saman Og nú síðast í gær fengum við þær fregnir að söngkonan Jennifer Hudson og glímukappinn David Otunga væru búin að gefa ástina uppá bátinn eftir 10 ára samband. Jennifer og David trúlofuðu sig árið 2008 og árið síðar buðu þau soninn David Jr. velkominn í heiminn. Fregnir herma að forræðisdeila taki við þar sem David ku vilja fullt forræði yfir snáðanum.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira