Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2017 00:50 Kevin Spacey fer með aðalhlutverkið í House of Cards. Vísir/Getty Átta einstaklingar hafa sakað leikarinn Kevin Spacey um kynferðislega áreitni á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá þessu. Enginn þeirra átta sem saka leikarinn um þetta gerir það undir nafni af ótta við afleiðingar sem það gæti haft á starfsferil þeirra. Í umfjöllun CNN um málið er því haldið fram að Spacey hafi eitrað andrúmsloft tökustaðarins með hátterni sínu sem hafi verið viðvarandi á meðan tökum stóð. Þessir átta sem um ræðir eru ýmist núverandi eða fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Þessi umfjöllun CNN kemur í kjölfar greinar sem birt var á Buzzfeed þar sem leikarinn Anthoyny Rapp sagði Spacey hafa áreitt sig kynferðislega árið 1985 þegar Rapp var fjórtán ára gamall og Spacey 26 ára. Spacey bað Rapp afsökunar í yfirlýsingu á Twitter en sagðist ekki muna eftir atvikinu. Hann opinberaði um leið að hann væri samkynhneigður og var gagnrýndur fyrir að reyna með því að beina athyglinni frá ásökunum. Einn af starfsmönnum House of Cards sem CNN ræðir við segir Spacey hafa farið inn á buxur hans á meðan þeir óku að tökustað þáttanna. „Ég fékk áfall. Hann var maður í afar valdamikilli stöðu varðandi vinnslu þessara þátta og ég var mun lægra settur.” Hann vildi ekki segja hvað gerðist næst í samskiptum hans við Spacey í bílnum af ótta við að það kæmi upp um hver hann er. Hann segist hafa hjálpað Spacey að koma farangri í hjólhýsi sem leikarinn hafði til afnota á tökustað. Þar hafi Spacey króað starfsmanninn af og snert hann gegn hans vilja. „Ég sagði við hann að mér þætti þetta ekki í lagi,” hefur CNN eftir starfsmanninum. Hann sagði Spacey hafa reiðst við þetta og látið sig hverfa og ekki snúið aftur það sem eftir lifði degi. Starfsmaðurinn segist ekki hafa tilkynnt málið til lögreglu eða þeirra sem fóru fyrir framleiðslu þáttanna, en sagði samstarfsmanni sínum frá því sem staðfesti söguna við CNN. „Ég er í engum vafa um að svona hegðun var vani hjá honum. Ég var eflaust einn af mörgum og Spacey var eflaust ekki í vafa um hvort hann mætti misnota stöðu sína svona.” Aðrir starfsmenn sem CNN ræddi við segja að Spacey hafi gert ungum mönnum erfitt fyrir að starfa á tökustað House of Cards. CNN segist hafa reynt að ná tali af Spacey vegna málsins án árangurs. Netflix hafði tilkynnt fyrr í vikunni að væntanleg sjötta sería af House of Cards yrði sú síðasta. Síðar tilkynnti streymisveitan að hún hefði hætt framleiðslu á sjöttu seríunni. Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Átta einstaklingar hafa sakað leikarinn Kevin Spacey um kynferðislega áreitni á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá þessu. Enginn þeirra átta sem saka leikarinn um þetta gerir það undir nafni af ótta við afleiðingar sem það gæti haft á starfsferil þeirra. Í umfjöllun CNN um málið er því haldið fram að Spacey hafi eitrað andrúmsloft tökustaðarins með hátterni sínu sem hafi verið viðvarandi á meðan tökum stóð. Þessir átta sem um ræðir eru ýmist núverandi eða fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Þessi umfjöllun CNN kemur í kjölfar greinar sem birt var á Buzzfeed þar sem leikarinn Anthoyny Rapp sagði Spacey hafa áreitt sig kynferðislega árið 1985 þegar Rapp var fjórtán ára gamall og Spacey 26 ára. Spacey bað Rapp afsökunar í yfirlýsingu á Twitter en sagðist ekki muna eftir atvikinu. Hann opinberaði um leið að hann væri samkynhneigður og var gagnrýndur fyrir að reyna með því að beina athyglinni frá ásökunum. Einn af starfsmönnum House of Cards sem CNN ræðir við segir Spacey hafa farið inn á buxur hans á meðan þeir óku að tökustað þáttanna. „Ég fékk áfall. Hann var maður í afar valdamikilli stöðu varðandi vinnslu þessara þátta og ég var mun lægra settur.” Hann vildi ekki segja hvað gerðist næst í samskiptum hans við Spacey í bílnum af ótta við að það kæmi upp um hver hann er. Hann segist hafa hjálpað Spacey að koma farangri í hjólhýsi sem leikarinn hafði til afnota á tökustað. Þar hafi Spacey króað starfsmanninn af og snert hann gegn hans vilja. „Ég sagði við hann að mér þætti þetta ekki í lagi,” hefur CNN eftir starfsmanninum. Hann sagði Spacey hafa reiðst við þetta og látið sig hverfa og ekki snúið aftur það sem eftir lifði degi. Starfsmaðurinn segist ekki hafa tilkynnt málið til lögreglu eða þeirra sem fóru fyrir framleiðslu þáttanna, en sagði samstarfsmanni sínum frá því sem staðfesti söguna við CNN. „Ég er í engum vafa um að svona hegðun var vani hjá honum. Ég var eflaust einn af mörgum og Spacey var eflaust ekki í vafa um hvort hann mætti misnota stöðu sína svona.” Aðrir starfsmenn sem CNN ræddi við segja að Spacey hafi gert ungum mönnum erfitt fyrir að starfa á tökustað House of Cards. CNN segist hafa reynt að ná tali af Spacey vegna málsins án árangurs. Netflix hafði tilkynnt fyrr í vikunni að væntanleg sjötta sería af House of Cards yrði sú síðasta. Síðar tilkynnti streymisveitan að hún hefði hætt framleiðslu á sjöttu seríunni.
Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58