Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2017 00:50 Kevin Spacey fer með aðalhlutverkið í House of Cards. Vísir/Getty Átta einstaklingar hafa sakað leikarinn Kevin Spacey um kynferðislega áreitni á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá þessu. Enginn þeirra átta sem saka leikarinn um þetta gerir það undir nafni af ótta við afleiðingar sem það gæti haft á starfsferil þeirra. Í umfjöllun CNN um málið er því haldið fram að Spacey hafi eitrað andrúmsloft tökustaðarins með hátterni sínu sem hafi verið viðvarandi á meðan tökum stóð. Þessir átta sem um ræðir eru ýmist núverandi eða fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Þessi umfjöllun CNN kemur í kjölfar greinar sem birt var á Buzzfeed þar sem leikarinn Anthoyny Rapp sagði Spacey hafa áreitt sig kynferðislega árið 1985 þegar Rapp var fjórtán ára gamall og Spacey 26 ára. Spacey bað Rapp afsökunar í yfirlýsingu á Twitter en sagðist ekki muna eftir atvikinu. Hann opinberaði um leið að hann væri samkynhneigður og var gagnrýndur fyrir að reyna með því að beina athyglinni frá ásökunum. Einn af starfsmönnum House of Cards sem CNN ræðir við segir Spacey hafa farið inn á buxur hans á meðan þeir óku að tökustað þáttanna. „Ég fékk áfall. Hann var maður í afar valdamikilli stöðu varðandi vinnslu þessara þátta og ég var mun lægra settur.” Hann vildi ekki segja hvað gerðist næst í samskiptum hans við Spacey í bílnum af ótta við að það kæmi upp um hver hann er. Hann segist hafa hjálpað Spacey að koma farangri í hjólhýsi sem leikarinn hafði til afnota á tökustað. Þar hafi Spacey króað starfsmanninn af og snert hann gegn hans vilja. „Ég sagði við hann að mér þætti þetta ekki í lagi,” hefur CNN eftir starfsmanninum. Hann sagði Spacey hafa reiðst við þetta og látið sig hverfa og ekki snúið aftur það sem eftir lifði degi. Starfsmaðurinn segist ekki hafa tilkynnt málið til lögreglu eða þeirra sem fóru fyrir framleiðslu þáttanna, en sagði samstarfsmanni sínum frá því sem staðfesti söguna við CNN. „Ég er í engum vafa um að svona hegðun var vani hjá honum. Ég var eflaust einn af mörgum og Spacey var eflaust ekki í vafa um hvort hann mætti misnota stöðu sína svona.” Aðrir starfsmenn sem CNN ræddi við segja að Spacey hafi gert ungum mönnum erfitt fyrir að starfa á tökustað House of Cards. CNN segist hafa reynt að ná tali af Spacey vegna málsins án árangurs. Netflix hafði tilkynnt fyrr í vikunni að væntanleg sjötta sería af House of Cards yrði sú síðasta. Síðar tilkynnti streymisveitan að hún hefði hætt framleiðslu á sjöttu seríunni. Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Átta einstaklingar hafa sakað leikarinn Kevin Spacey um kynferðislega áreitni á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá þessu. Enginn þeirra átta sem saka leikarinn um þetta gerir það undir nafni af ótta við afleiðingar sem það gæti haft á starfsferil þeirra. Í umfjöllun CNN um málið er því haldið fram að Spacey hafi eitrað andrúmsloft tökustaðarins með hátterni sínu sem hafi verið viðvarandi á meðan tökum stóð. Þessir átta sem um ræðir eru ýmist núverandi eða fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Þessi umfjöllun CNN kemur í kjölfar greinar sem birt var á Buzzfeed þar sem leikarinn Anthoyny Rapp sagði Spacey hafa áreitt sig kynferðislega árið 1985 þegar Rapp var fjórtán ára gamall og Spacey 26 ára. Spacey bað Rapp afsökunar í yfirlýsingu á Twitter en sagðist ekki muna eftir atvikinu. Hann opinberaði um leið að hann væri samkynhneigður og var gagnrýndur fyrir að reyna með því að beina athyglinni frá ásökunum. Einn af starfsmönnum House of Cards sem CNN ræðir við segir Spacey hafa farið inn á buxur hans á meðan þeir óku að tökustað þáttanna. „Ég fékk áfall. Hann var maður í afar valdamikilli stöðu varðandi vinnslu þessara þátta og ég var mun lægra settur.” Hann vildi ekki segja hvað gerðist næst í samskiptum hans við Spacey í bílnum af ótta við að það kæmi upp um hver hann er. Hann segist hafa hjálpað Spacey að koma farangri í hjólhýsi sem leikarinn hafði til afnota á tökustað. Þar hafi Spacey króað starfsmanninn af og snert hann gegn hans vilja. „Ég sagði við hann að mér þætti þetta ekki í lagi,” hefur CNN eftir starfsmanninum. Hann sagði Spacey hafa reiðst við þetta og látið sig hverfa og ekki snúið aftur það sem eftir lifði degi. Starfsmaðurinn segist ekki hafa tilkynnt málið til lögreglu eða þeirra sem fóru fyrir framleiðslu þáttanna, en sagði samstarfsmanni sínum frá því sem staðfesti söguna við CNN. „Ég er í engum vafa um að svona hegðun var vani hjá honum. Ég var eflaust einn af mörgum og Spacey var eflaust ekki í vafa um hvort hann mætti misnota stöðu sína svona.” Aðrir starfsmenn sem CNN ræddi við segja að Spacey hafi gert ungum mönnum erfitt fyrir að starfa á tökustað House of Cards. CNN segist hafa reynt að ná tali af Spacey vegna málsins án árangurs. Netflix hafði tilkynnt fyrr í vikunni að væntanleg sjötta sería af House of Cards yrði sú síðasta. Síðar tilkynnti streymisveitan að hún hefði hætt framleiðslu á sjöttu seríunni.
Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58