Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 12:41 Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. Vísir/Getty Önnur kona hefur stigið fram og sakað bandaríska leikarann Dustin Hoffman um kynferðislega áreitni. Handritshöfunduruinn og framleiðandinn Wendy Riss Gatsiounis segir að Hoffman hafi áreitt hana á vinnufundi árið 1991 og segist hún hafa verið gráti næst eftir fundinn. Murray Schisgal, handritshöfundur Tootsie, hafði komið fundinum í kring til að ræða mögulega kvikmyndun á leikriti Riss Gatsiounis, A Darker Purpose. Í viðtali við Variety segir Riss Gatsiounis að í byrjun fundar hafi Hoffman spurt hana hvort hún hafi stundað kynlíf með manni yfir fertugu, en á þessum tíma var hún sjálf á þrítugsaldri og Hoffman 54 ára gamall. „Ég mun aldrei gleyma þessu, hann hallar sér aftur [...] og segir „það væri alveg nýr líkami að kanna,““ sagði Riss Gatsounis. Hún segir að seinna hafi Hoffman beðið hana að fara að versla föt á hóteli í grendinni en henni hafi ekki liðið vel og hafnað boðinu. Seinna var henni tjáð að Hoffman hefði ekki áhuga á að starfa með henni. „Þetta olli mér mikilli þjáningu. Ég var bara handritshöfundur og hann hafði verið hetjan mín. Þetta hafði áhrif á mig í langan tíma,“ sagði Riss Gatsiounis. Önnur ásökunin á þremur dögum Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. Áður hefur Anna Graham Hunter sagt að Hoffman hafi áreitt sig þegar hún var 17 ára gömul. Þá var Dustin Hoffman 48 ára gamall og á hátindi frægðar sinnar. Hoffman hefur svarað Hunter með afsökunarbeiðni. „Ég ber mikla virðingu fyrir konum og mér líður hræðilega ef eitthvað sem ég hef gert hefur látið henni líða illa. Mér þykir þetta miður. Þetta endurspeglar ekki minn innri mann.“ Hoffman er ekki sá fyrsti í Hollywood sem hefur þurft að svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi síðustu vikur. Allt byrjaði þetta með því þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá óviðeigandi hegðun og brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Þá hafa í þessari viku komið fram ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey en tveir karlmenn hafa sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Spacey notaði tækifærið þegar þessar ásakanir komu fram og kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður og baðst afsökunar á hegðun sinni. Meðal annars hafa átta starfsmenn á tökustað sjónvarpsþáttanna House of Cards sakað Spacey um áreitni. MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Önnur kona hefur stigið fram og sakað bandaríska leikarann Dustin Hoffman um kynferðislega áreitni. Handritshöfunduruinn og framleiðandinn Wendy Riss Gatsiounis segir að Hoffman hafi áreitt hana á vinnufundi árið 1991 og segist hún hafa verið gráti næst eftir fundinn. Murray Schisgal, handritshöfundur Tootsie, hafði komið fundinum í kring til að ræða mögulega kvikmyndun á leikriti Riss Gatsiounis, A Darker Purpose. Í viðtali við Variety segir Riss Gatsiounis að í byrjun fundar hafi Hoffman spurt hana hvort hún hafi stundað kynlíf með manni yfir fertugu, en á þessum tíma var hún sjálf á þrítugsaldri og Hoffman 54 ára gamall. „Ég mun aldrei gleyma þessu, hann hallar sér aftur [...] og segir „það væri alveg nýr líkami að kanna,““ sagði Riss Gatsounis. Hún segir að seinna hafi Hoffman beðið hana að fara að versla föt á hóteli í grendinni en henni hafi ekki liðið vel og hafnað boðinu. Seinna var henni tjáð að Hoffman hefði ekki áhuga á að starfa með henni. „Þetta olli mér mikilli þjáningu. Ég var bara handritshöfundur og hann hafði verið hetjan mín. Þetta hafði áhrif á mig í langan tíma,“ sagði Riss Gatsiounis. Önnur ásökunin á þremur dögum Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. Áður hefur Anna Graham Hunter sagt að Hoffman hafi áreitt sig þegar hún var 17 ára gömul. Þá var Dustin Hoffman 48 ára gamall og á hátindi frægðar sinnar. Hoffman hefur svarað Hunter með afsökunarbeiðni. „Ég ber mikla virðingu fyrir konum og mér líður hræðilega ef eitthvað sem ég hef gert hefur látið henni líða illa. Mér þykir þetta miður. Þetta endurspeglar ekki minn innri mann.“ Hoffman er ekki sá fyrsti í Hollywood sem hefur þurft að svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi síðustu vikur. Allt byrjaði þetta með því þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá óviðeigandi hegðun og brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Þá hafa í þessari viku komið fram ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey en tveir karlmenn hafa sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Spacey notaði tækifærið þegar þessar ásakanir komu fram og kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður og baðst afsökunar á hegðun sinni. Meðal annars hafa átta starfsmenn á tökustað sjónvarpsþáttanna House of Cards sakað Spacey um áreitni.
MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50
Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34
Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent