Vissi að hver skothvellur „táknaði líklegast líf“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2017 15:30 Frá minningarathöfn í Sutherland Springs í gær. Vísir/AFP „Fólkið í þessari kirkju eru vinir mínir. Þau eru fjölskylda mín. Í hvert sinn sem ég heyrði skothvell vissi ég að það hljóð táknaði líklegast líf.“ Þetta segir 55 ára gamli píparinn Stephen Willeford sem lenti í skotbardaga við Devin Patrick Kelley eftir að hann hafði myrt 26 manns og sært 20 í baptistakirkjunni í Sutherlands Springs í Texas, á sunnudaginn. Willeford særði Kelley sem svipti sig lífi skömmu seinna. Skömmu fyrir árásina var Willeford berfættur á heimili sínu, samkvæmt frétt USA Today, skammt frá kirkjunni. Þegar dóttir hans sagði honum að einhver væri að skjóta í kirkjunni hlóð hann sinn eigin riffil og hljóp út úr húsinu, án þess að fara í skó.Sjá einnig: „Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Þeir sáu hvorn annan fyrir utan kirkjuna og Willeford skaut nokkrum skotum að Kelley, sem hljóp að bíl sínum. Kelley skaut á móti en Willeford var á bak við pallbíl og í góðu skjóli. Þegar Kelley ók á brott stöðvaði Willeford mann sem var að aka eftir götunni og sagði honum hvað hefði gerst og þeir þyrftu að elta Kelley. Að endingu missti Kelley stjórn á bíl sínum sem endaði utan vegar. Willeford fór að bílnum en engin hreyfing var á Kelley. Lögreglan segir að þrjú skotsár hafi fundist á Kelly. Eitt á fæti hans og annað á búknum. Þau tvö voru eftir Willeford en þriðja skotsárið var á höfði Kelley og mun hann hafa svipt sig lífi í bílnum. Hann hafði þá skömmu áður hringt í föður sinn og sagt honum að hann myndi ekki lifa af.Sjá einnig: Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Willeford telur sig þó ekki vera hetju. „Ég var dauðhræddur. Svo sannarlega. Ég var hræddur um mig. Ég var hræddur um alla í kirkjunni og ég var hræddur um fjölskyldu mína sem býr þarna rétt hjá,“ sagði Willeford. „Ég er engin hetja. Ég er það ekki. Ég held að guð minn hafi varið mig og veitt mér þá kunnáttu sem þörf var á til að gera það sem þurfti. Ég óska bara þess að ég hefði komist þangað fyrr en ég vissi ekki...Ég vissi ekki hvað var að gerast.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
„Fólkið í þessari kirkju eru vinir mínir. Þau eru fjölskylda mín. Í hvert sinn sem ég heyrði skothvell vissi ég að það hljóð táknaði líklegast líf.“ Þetta segir 55 ára gamli píparinn Stephen Willeford sem lenti í skotbardaga við Devin Patrick Kelley eftir að hann hafði myrt 26 manns og sært 20 í baptistakirkjunni í Sutherlands Springs í Texas, á sunnudaginn. Willeford særði Kelley sem svipti sig lífi skömmu seinna. Skömmu fyrir árásina var Willeford berfættur á heimili sínu, samkvæmt frétt USA Today, skammt frá kirkjunni. Þegar dóttir hans sagði honum að einhver væri að skjóta í kirkjunni hlóð hann sinn eigin riffil og hljóp út úr húsinu, án þess að fara í skó.Sjá einnig: „Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Þeir sáu hvorn annan fyrir utan kirkjuna og Willeford skaut nokkrum skotum að Kelley, sem hljóp að bíl sínum. Kelley skaut á móti en Willeford var á bak við pallbíl og í góðu skjóli. Þegar Kelley ók á brott stöðvaði Willeford mann sem var að aka eftir götunni og sagði honum hvað hefði gerst og þeir þyrftu að elta Kelley. Að endingu missti Kelley stjórn á bíl sínum sem endaði utan vegar. Willeford fór að bílnum en engin hreyfing var á Kelley. Lögreglan segir að þrjú skotsár hafi fundist á Kelly. Eitt á fæti hans og annað á búknum. Þau tvö voru eftir Willeford en þriðja skotsárið var á höfði Kelley og mun hann hafa svipt sig lífi í bílnum. Hann hafði þá skömmu áður hringt í föður sinn og sagt honum að hann myndi ekki lifa af.Sjá einnig: Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Willeford telur sig þó ekki vera hetju. „Ég var dauðhræddur. Svo sannarlega. Ég var hræddur um mig. Ég var hræddur um alla í kirkjunni og ég var hræddur um fjölskyldu mína sem býr þarna rétt hjá,“ sagði Willeford. „Ég er engin hetja. Ég er það ekki. Ég held að guð minn hafi varið mig og veitt mér þá kunnáttu sem þörf var á til að gera það sem þurfti. Ég óska bara þess að ég hefði komist þangað fyrr en ég vissi ekki...Ég vissi ekki hvað var að gerast.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira