Vissi að hver skothvellur „táknaði líklegast líf“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2017 15:30 Frá minningarathöfn í Sutherland Springs í gær. Vísir/AFP „Fólkið í þessari kirkju eru vinir mínir. Þau eru fjölskylda mín. Í hvert sinn sem ég heyrði skothvell vissi ég að það hljóð táknaði líklegast líf.“ Þetta segir 55 ára gamli píparinn Stephen Willeford sem lenti í skotbardaga við Devin Patrick Kelley eftir að hann hafði myrt 26 manns og sært 20 í baptistakirkjunni í Sutherlands Springs í Texas, á sunnudaginn. Willeford særði Kelley sem svipti sig lífi skömmu seinna. Skömmu fyrir árásina var Willeford berfættur á heimili sínu, samkvæmt frétt USA Today, skammt frá kirkjunni. Þegar dóttir hans sagði honum að einhver væri að skjóta í kirkjunni hlóð hann sinn eigin riffil og hljóp út úr húsinu, án þess að fara í skó.Sjá einnig: „Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Þeir sáu hvorn annan fyrir utan kirkjuna og Willeford skaut nokkrum skotum að Kelley, sem hljóp að bíl sínum. Kelley skaut á móti en Willeford var á bak við pallbíl og í góðu skjóli. Þegar Kelley ók á brott stöðvaði Willeford mann sem var að aka eftir götunni og sagði honum hvað hefði gerst og þeir þyrftu að elta Kelley. Að endingu missti Kelley stjórn á bíl sínum sem endaði utan vegar. Willeford fór að bílnum en engin hreyfing var á Kelley. Lögreglan segir að þrjú skotsár hafi fundist á Kelly. Eitt á fæti hans og annað á búknum. Þau tvö voru eftir Willeford en þriðja skotsárið var á höfði Kelley og mun hann hafa svipt sig lífi í bílnum. Hann hafði þá skömmu áður hringt í föður sinn og sagt honum að hann myndi ekki lifa af.Sjá einnig: Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Willeford telur sig þó ekki vera hetju. „Ég var dauðhræddur. Svo sannarlega. Ég var hræddur um mig. Ég var hræddur um alla í kirkjunni og ég var hræddur um fjölskyldu mína sem býr þarna rétt hjá,“ sagði Willeford. „Ég er engin hetja. Ég er það ekki. Ég held að guð minn hafi varið mig og veitt mér þá kunnáttu sem þörf var á til að gera það sem þurfti. Ég óska bara þess að ég hefði komist þangað fyrr en ég vissi ekki...Ég vissi ekki hvað var að gerast.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
„Fólkið í þessari kirkju eru vinir mínir. Þau eru fjölskylda mín. Í hvert sinn sem ég heyrði skothvell vissi ég að það hljóð táknaði líklegast líf.“ Þetta segir 55 ára gamli píparinn Stephen Willeford sem lenti í skotbardaga við Devin Patrick Kelley eftir að hann hafði myrt 26 manns og sært 20 í baptistakirkjunni í Sutherlands Springs í Texas, á sunnudaginn. Willeford særði Kelley sem svipti sig lífi skömmu seinna. Skömmu fyrir árásina var Willeford berfættur á heimili sínu, samkvæmt frétt USA Today, skammt frá kirkjunni. Þegar dóttir hans sagði honum að einhver væri að skjóta í kirkjunni hlóð hann sinn eigin riffil og hljóp út úr húsinu, án þess að fara í skó.Sjá einnig: „Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Þeir sáu hvorn annan fyrir utan kirkjuna og Willeford skaut nokkrum skotum að Kelley, sem hljóp að bíl sínum. Kelley skaut á móti en Willeford var á bak við pallbíl og í góðu skjóli. Þegar Kelley ók á brott stöðvaði Willeford mann sem var að aka eftir götunni og sagði honum hvað hefði gerst og þeir þyrftu að elta Kelley. Að endingu missti Kelley stjórn á bíl sínum sem endaði utan vegar. Willeford fór að bílnum en engin hreyfing var á Kelley. Lögreglan segir að þrjú skotsár hafi fundist á Kelly. Eitt á fæti hans og annað á búknum. Þau tvö voru eftir Willeford en þriðja skotsárið var á höfði Kelley og mun hann hafa svipt sig lífi í bílnum. Hann hafði þá skömmu áður hringt í föður sinn og sagt honum að hann myndi ekki lifa af.Sjá einnig: Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Willeford telur sig þó ekki vera hetju. „Ég var dauðhræddur. Svo sannarlega. Ég var hræddur um mig. Ég var hræddur um alla í kirkjunni og ég var hræddur um fjölskyldu mína sem býr þarna rétt hjá,“ sagði Willeford. „Ég er engin hetja. Ég er það ekki. Ég held að guð minn hafi varið mig og veitt mér þá kunnáttu sem þörf var á til að gera það sem þurfti. Ég óska bara þess að ég hefði komist þangað fyrr en ég vissi ekki...Ég vissi ekki hvað var að gerast.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira