Vissi að hver skothvellur „táknaði líklegast líf“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2017 15:30 Frá minningarathöfn í Sutherland Springs í gær. Vísir/AFP „Fólkið í þessari kirkju eru vinir mínir. Þau eru fjölskylda mín. Í hvert sinn sem ég heyrði skothvell vissi ég að það hljóð táknaði líklegast líf.“ Þetta segir 55 ára gamli píparinn Stephen Willeford sem lenti í skotbardaga við Devin Patrick Kelley eftir að hann hafði myrt 26 manns og sært 20 í baptistakirkjunni í Sutherlands Springs í Texas, á sunnudaginn. Willeford særði Kelley sem svipti sig lífi skömmu seinna. Skömmu fyrir árásina var Willeford berfættur á heimili sínu, samkvæmt frétt USA Today, skammt frá kirkjunni. Þegar dóttir hans sagði honum að einhver væri að skjóta í kirkjunni hlóð hann sinn eigin riffil og hljóp út úr húsinu, án þess að fara í skó.Sjá einnig: „Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Þeir sáu hvorn annan fyrir utan kirkjuna og Willeford skaut nokkrum skotum að Kelley, sem hljóp að bíl sínum. Kelley skaut á móti en Willeford var á bak við pallbíl og í góðu skjóli. Þegar Kelley ók á brott stöðvaði Willeford mann sem var að aka eftir götunni og sagði honum hvað hefði gerst og þeir þyrftu að elta Kelley. Að endingu missti Kelley stjórn á bíl sínum sem endaði utan vegar. Willeford fór að bílnum en engin hreyfing var á Kelley. Lögreglan segir að þrjú skotsár hafi fundist á Kelly. Eitt á fæti hans og annað á búknum. Þau tvö voru eftir Willeford en þriðja skotsárið var á höfði Kelley og mun hann hafa svipt sig lífi í bílnum. Hann hafði þá skömmu áður hringt í föður sinn og sagt honum að hann myndi ekki lifa af.Sjá einnig: Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Willeford telur sig þó ekki vera hetju. „Ég var dauðhræddur. Svo sannarlega. Ég var hræddur um mig. Ég var hræddur um alla í kirkjunni og ég var hræddur um fjölskyldu mína sem býr þarna rétt hjá,“ sagði Willeford. „Ég er engin hetja. Ég er það ekki. Ég held að guð minn hafi varið mig og veitt mér þá kunnáttu sem þörf var á til að gera það sem þurfti. Ég óska bara þess að ég hefði komist þangað fyrr en ég vissi ekki...Ég vissi ekki hvað var að gerast.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
„Fólkið í þessari kirkju eru vinir mínir. Þau eru fjölskylda mín. Í hvert sinn sem ég heyrði skothvell vissi ég að það hljóð táknaði líklegast líf.“ Þetta segir 55 ára gamli píparinn Stephen Willeford sem lenti í skotbardaga við Devin Patrick Kelley eftir að hann hafði myrt 26 manns og sært 20 í baptistakirkjunni í Sutherlands Springs í Texas, á sunnudaginn. Willeford særði Kelley sem svipti sig lífi skömmu seinna. Skömmu fyrir árásina var Willeford berfættur á heimili sínu, samkvæmt frétt USA Today, skammt frá kirkjunni. Þegar dóttir hans sagði honum að einhver væri að skjóta í kirkjunni hlóð hann sinn eigin riffil og hljóp út úr húsinu, án þess að fara í skó.Sjá einnig: „Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Þeir sáu hvorn annan fyrir utan kirkjuna og Willeford skaut nokkrum skotum að Kelley, sem hljóp að bíl sínum. Kelley skaut á móti en Willeford var á bak við pallbíl og í góðu skjóli. Þegar Kelley ók á brott stöðvaði Willeford mann sem var að aka eftir götunni og sagði honum hvað hefði gerst og þeir þyrftu að elta Kelley. Að endingu missti Kelley stjórn á bíl sínum sem endaði utan vegar. Willeford fór að bílnum en engin hreyfing var á Kelley. Lögreglan segir að þrjú skotsár hafi fundist á Kelly. Eitt á fæti hans og annað á búknum. Þau tvö voru eftir Willeford en þriðja skotsárið var á höfði Kelley og mun hann hafa svipt sig lífi í bílnum. Hann hafði þá skömmu áður hringt í föður sinn og sagt honum að hann myndi ekki lifa af.Sjá einnig: Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Willeford telur sig þó ekki vera hetju. „Ég var dauðhræddur. Svo sannarlega. Ég var hræddur um mig. Ég var hræddur um alla í kirkjunni og ég var hræddur um fjölskyldu mína sem býr þarna rétt hjá,“ sagði Willeford. „Ég er engin hetja. Ég er það ekki. Ég held að guð minn hafi varið mig og veitt mér þá kunnáttu sem þörf var á til að gera það sem þurfti. Ég óska bara þess að ég hefði komist þangað fyrr en ég vissi ekki...Ég vissi ekki hvað var að gerast.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira