Lítill áhugi á kjarabótum aldraðra! Björgvin Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Alþingiskosningar 2017 eru afstaðnar. Það sem vakti mesta athygli mína í kosningabaráttunni var það, að lítið var rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Og þegar rætt var um þessi málefni var það yfirleitt með almennum orðum en ekki minnst á beinar aðgerðir eða tillögur. Flestir flokkanna vildu halda lífeyri óbreyttum en að hann ætti í framtíðinni að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum: Flokkarnir vildu ekki, að lífeyrir aldraðra og öryrja yrði hærri en lágmarkslaun. Í dag eru lágmarkslaun 230 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum. Lífeyrir er sá sami hjá einstaklingum. Sem betur fer eru aðeins 5% verkafólks á lágmarkslaunum; hinir eru á hærri töxtum. Samt vilja menn miða lífeyri við lágmarkslaun. Það er þá verið að miða við pappírslaun, sem fáir eru á. Það er undarlegt.Aldraða úr fátæktargildrunni Félag eldri borgara í Reykjavík hélt opinn fund í Háskólabíói í október til þess að fjalla um kjör aldraðra. Yfirskrift fundarins var að ná öldruðum úr fátæktargildrunni. Með öðrum orðum: Félagið vildi koma öldruðum upp úr lágmarkslífeyri sem væri sá sami og lágmarkslaun. Það er enginn ágreiningur um það, að lífeyrir er of lágur; sá lífeyrir dugar ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Kjör aldraðra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, duga ekki. En samt vilja flokkarnir ekki, að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun. Ég tel, að þessu verði að breyta. Eðlilegt er, að baráttumenn aldraðra, félög eldri borgara, Landssamband eldri borgara, stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og aðrir baráttumen fyrir aldraða knýi fram hærri lífeyri aldraðra en það er síðan verkefni verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna. Eldri borgarar geta ekki borið ábyrgð á lágmarkslaununum.Dugar ekki fyrir framfærslu Miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum aldraðra fyrir kosningar er ég svartsýnn á, að Alþingi geri stóra hluti í þágu aldraðra. Í rauninni bind ég einkum vonir við tvo flokka í því efni, þ.e. Flokk fólksins og Pírata. Flokkur fólksins boðaði 300 þúsund kr. skattleysismörk. Það jafngildir 300 þúsund kr. lífeyri eftir skatta hjá einstaklingi á mánuði. Píratar vilja einnig hækka persónuafsláttinn en auk þess vilja þeir afnema skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna (tekna af atvinnu, fjármagni og greiðslum úr lífeyrissjóði). Það kann að vera að erfitt verði að framkvæma þessa róttæku stefnu þessara flokka í einum áfanga en þá má gera það í áföngum. Það er hins vegar ekkert vitað hvort eða hvað VG og Samfylking vilja gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það eina, sem er handfast í því efni er, að lífeyrir eigi að fylgja lágmarkslaunum og duga fyrir framfærslukostnaði. En það er ekki nóg. Það er hvergi nærri nóg. Fram til þessa hafa stjórnmálaflokkarnir ekki gætt þess nógu vel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugi fyrir framfærslukostnaði. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið skeytingarlausir í þessu efni. Væntanlega verður breyting á í því efni. Það er þó ekki sjálfgefið. Flokkarnir þurfa mikið aðhald.Hættum smáskammtalækningum! Ég hef sagt, að tími væri kominn til þess að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur; ekki smáskammtalækningar, heldur svo myndarlega hækkun lífeyris, að aldraðir og öryrkjar gætu lifað með reisn. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa stöðugt að kvíða morgundeginum. Í velferðarþjóðfélaginu Íslandi á að vera unnt að gera vel við eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Og það á einnig að gera vel við öryrkja. Úrbætur í málefnum þessa fólks eiga að vera fyrsta verkefni nýs Alþingis. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar 2017 eru afstaðnar. Það sem vakti mesta athygli mína í kosningabaráttunni var það, að lítið var rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Og þegar rætt var um þessi málefni var það yfirleitt með almennum orðum en ekki minnst á beinar aðgerðir eða tillögur. Flestir flokkanna vildu halda lífeyri óbreyttum en að hann ætti í framtíðinni að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum: Flokkarnir vildu ekki, að lífeyrir aldraðra og öryrja yrði hærri en lágmarkslaun. Í dag eru lágmarkslaun 230 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum. Lífeyrir er sá sami hjá einstaklingum. Sem betur fer eru aðeins 5% verkafólks á lágmarkslaunum; hinir eru á hærri töxtum. Samt vilja menn miða lífeyri við lágmarkslaun. Það er þá verið að miða við pappírslaun, sem fáir eru á. Það er undarlegt.Aldraða úr fátæktargildrunni Félag eldri borgara í Reykjavík hélt opinn fund í Háskólabíói í október til þess að fjalla um kjör aldraðra. Yfirskrift fundarins var að ná öldruðum úr fátæktargildrunni. Með öðrum orðum: Félagið vildi koma öldruðum upp úr lágmarkslífeyri sem væri sá sami og lágmarkslaun. Það er enginn ágreiningur um það, að lífeyrir er of lágur; sá lífeyrir dugar ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Kjör aldraðra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, duga ekki. En samt vilja flokkarnir ekki, að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun. Ég tel, að þessu verði að breyta. Eðlilegt er, að baráttumenn aldraðra, félög eldri borgara, Landssamband eldri borgara, stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og aðrir baráttumen fyrir aldraða knýi fram hærri lífeyri aldraðra en það er síðan verkefni verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna. Eldri borgarar geta ekki borið ábyrgð á lágmarkslaununum.Dugar ekki fyrir framfærslu Miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum aldraðra fyrir kosningar er ég svartsýnn á, að Alþingi geri stóra hluti í þágu aldraðra. Í rauninni bind ég einkum vonir við tvo flokka í því efni, þ.e. Flokk fólksins og Pírata. Flokkur fólksins boðaði 300 þúsund kr. skattleysismörk. Það jafngildir 300 þúsund kr. lífeyri eftir skatta hjá einstaklingi á mánuði. Píratar vilja einnig hækka persónuafsláttinn en auk þess vilja þeir afnema skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna (tekna af atvinnu, fjármagni og greiðslum úr lífeyrissjóði). Það kann að vera að erfitt verði að framkvæma þessa róttæku stefnu þessara flokka í einum áfanga en þá má gera það í áföngum. Það er hins vegar ekkert vitað hvort eða hvað VG og Samfylking vilja gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það eina, sem er handfast í því efni er, að lífeyrir eigi að fylgja lágmarkslaunum og duga fyrir framfærslukostnaði. En það er ekki nóg. Það er hvergi nærri nóg. Fram til þessa hafa stjórnmálaflokkarnir ekki gætt þess nógu vel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugi fyrir framfærslukostnaði. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið skeytingarlausir í þessu efni. Væntanlega verður breyting á í því efni. Það er þó ekki sjálfgefið. Flokkarnir þurfa mikið aðhald.Hættum smáskammtalækningum! Ég hef sagt, að tími væri kominn til þess að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur; ekki smáskammtalækningar, heldur svo myndarlega hækkun lífeyris, að aldraðir og öryrkjar gætu lifað með reisn. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa stöðugt að kvíða morgundeginum. Í velferðarþjóðfélaginu Íslandi á að vera unnt að gera vel við eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Og það á einnig að gera vel við öryrkja. Úrbætur í málefnum þessa fólks eiga að vera fyrsta verkefni nýs Alþingis. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar