Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 20:49 Louis C.K. hyggst ekki tjá sig um ásakanirnar. vísir/getty Fimm konur hafa tjáð sig opinberlega um ósæmilega kynferðistilburði grínistans Louis C.K. Konurnar starfa flestar sem uppistandarar og lýsa hegðun Louis C.K. á áþekkan hátt. New York Times greinir frá. Louis C.K. er hvað þekktastur fyrir gamanþættina Louie sem eru lauslega byggðir á hans eigin lífi. Hann hefur á löngum ferli skrifað gamanþætti og uppistand auk þess sem hann hefur farið með hlutverk í kvikmyndum. Þá fór hann eftirminnilega með hlutverk Dave Sanderson, vandræðalegs lögreglumanns og fyrrverandi kærasta Lesley Knope, í þáttunum Parks and Recreation. Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Gríntvíeykið Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann í samtali við New York Times. Sögðust þær hafa hitt Louis eftir vel heppnað gigg í Aspen í Colorado-ríki og þegið boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og þær hlógu fyrst um sinn. Því næst hóf Louis að afklæðast og stundaði sjálfsfróun fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. „Þá roðnaði hann og sagði mér að hann ætti við vandamál að stríða,“ sagði Corry um viðbrögð leikarans. Louis C.K. hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar og hefur raunar gefið út yfirlýsingu um að hann ætli ekki að svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Nýjasta kvikmynd Louis C.K., I Love You Daddy, átti að vera frumsýnd í dag en sýningunni var aflýst. Þá stóð til að grínistinn kæmi fram í The Late Show með Stephen Colbert en hann hefur afboðað sig. MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vill gera gamanmynd með Louis C.K. Woody Allen vill leika á móti uppistandaranum. 18. júlí 2013 12:00 Seinfeld og Louis C.K. á sama báti Félagarnir ræða saman um báta, New York og krakka í nýjum þætti af Comedians in Cars Getting Coffee. 2. janúar 2014 23:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Fimm konur hafa tjáð sig opinberlega um ósæmilega kynferðistilburði grínistans Louis C.K. Konurnar starfa flestar sem uppistandarar og lýsa hegðun Louis C.K. á áþekkan hátt. New York Times greinir frá. Louis C.K. er hvað þekktastur fyrir gamanþættina Louie sem eru lauslega byggðir á hans eigin lífi. Hann hefur á löngum ferli skrifað gamanþætti og uppistand auk þess sem hann hefur farið með hlutverk í kvikmyndum. Þá fór hann eftirminnilega með hlutverk Dave Sanderson, vandræðalegs lögreglumanns og fyrrverandi kærasta Lesley Knope, í þáttunum Parks and Recreation. Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Gríntvíeykið Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann í samtali við New York Times. Sögðust þær hafa hitt Louis eftir vel heppnað gigg í Aspen í Colorado-ríki og þegið boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og þær hlógu fyrst um sinn. Því næst hóf Louis að afklæðast og stundaði sjálfsfróun fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. „Þá roðnaði hann og sagði mér að hann ætti við vandamál að stríða,“ sagði Corry um viðbrögð leikarans. Louis C.K. hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar og hefur raunar gefið út yfirlýsingu um að hann ætli ekki að svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Nýjasta kvikmynd Louis C.K., I Love You Daddy, átti að vera frumsýnd í dag en sýningunni var aflýst. Þá stóð til að grínistinn kæmi fram í The Late Show með Stephen Colbert en hann hefur afboðað sig.
MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Vill gera gamanmynd með Louis C.K. Woody Allen vill leika á móti uppistandaranum. 18. júlí 2013 12:00 Seinfeld og Louis C.K. á sama báti Félagarnir ræða saman um báta, New York og krakka í nýjum þætti af Comedians in Cars Getting Coffee. 2. janúar 2014 23:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Vill gera gamanmynd með Louis C.K. Woody Allen vill leika á móti uppistandaranum. 18. júlí 2013 12:00
Seinfeld og Louis C.K. á sama báti Félagarnir ræða saman um báta, New York og krakka í nýjum þætti af Comedians in Cars Getting Coffee. 2. janúar 2014 23:00