Vaxtalækkun, peningar og hagstæðari leiga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2017 20:00 Tæp vika er til kosninga og er því ekki úr vegi að rýna í húsnæðisstefnur flokkanna. Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað aðgreinir þá? Flestir telja að vaxtalækkun sé brýn og telja nokkrir að afnám húsnæðisliðarins úr vísitölunni sé leið að markmiðinu. Þá eru sumir sem vilja færa fólki peninga fyrir útborgun en aðrir eru á móti því. Allir flokkar telja mikilvægt að auka framboð íbúða til þess að mæta umframeftirspurn. Samfylkingin vill láta byggja fimm þúsund almennar- og námsmannaíbúðir en Viðreisn vill fylgja húsnæðissáttmálanum sem var samþykktur í vor og gerir ráð fyrir uppbyggingu 7.200 íbúða. Flestir flokkar nefna vaxtalækkanir. Til að ná markmiðinu leggur Viðreisn áherslu á stöðugleika krónunnar með upptöku myntráðs. Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins vilja hins vegar ná húsnæðisverði úr neysluvísitölunni. Þá eru Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins einnig sammála um að draga eigi úr vægi verðtryggingar á húsnæðislánum eða afnema hana alfarið. Samfylkingin og Framsókn skera sig frá öðrum að því leyti að flokkarnir hafa kynnt sértækar aðgerðir sem eiga að færa fólki peninga fyrir útborgun. Samfylking vill fyrirframgreiða tvær til þrjár milljónir króna í vaxtabætur en Framsókn vill hins vegar fara svissnesku leiðina. Þá gæti fólk tekið út iðgjald sem það hefur greitt í lífeyrissjóð og nýtt sem útborgun í íbúð. Fjárhæðin yrði án afborgana og vaxtalaus en við sölu yrði henni skilað aftur til lífeyrissjóðsins. Björt Framtíð telur hins vegar að aðgerðir sem þessar komi til með að hækka húsnæðisverð enn frekar og leggur því megináherslu á framboðshliðina. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkur vilja áfram nýta skattfrjálsan séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Þá vill Viðreisn jafnframt leyfa þeim sem ekki hafa átt íbúð í þrjú ár að nota úrræðið. Píratar leggja ólíkt öðrum megináherslu á fjármögnun bygginga til langtímaleigu og telja að ríkið eigi að styðja við leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Lækka þurfi leiguverð til þess að fólk geti safnað fyrir húsnæði. Kosningar 2017 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Tæp vika er til kosninga og er því ekki úr vegi að rýna í húsnæðisstefnur flokkanna. Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað aðgreinir þá? Flestir telja að vaxtalækkun sé brýn og telja nokkrir að afnám húsnæðisliðarins úr vísitölunni sé leið að markmiðinu. Þá eru sumir sem vilja færa fólki peninga fyrir útborgun en aðrir eru á móti því. Allir flokkar telja mikilvægt að auka framboð íbúða til þess að mæta umframeftirspurn. Samfylkingin vill láta byggja fimm þúsund almennar- og námsmannaíbúðir en Viðreisn vill fylgja húsnæðissáttmálanum sem var samþykktur í vor og gerir ráð fyrir uppbyggingu 7.200 íbúða. Flestir flokkar nefna vaxtalækkanir. Til að ná markmiðinu leggur Viðreisn áherslu á stöðugleika krónunnar með upptöku myntráðs. Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins vilja hins vegar ná húsnæðisverði úr neysluvísitölunni. Þá eru Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins einnig sammála um að draga eigi úr vægi verðtryggingar á húsnæðislánum eða afnema hana alfarið. Samfylkingin og Framsókn skera sig frá öðrum að því leyti að flokkarnir hafa kynnt sértækar aðgerðir sem eiga að færa fólki peninga fyrir útborgun. Samfylking vill fyrirframgreiða tvær til þrjár milljónir króna í vaxtabætur en Framsókn vill hins vegar fara svissnesku leiðina. Þá gæti fólk tekið út iðgjald sem það hefur greitt í lífeyrissjóð og nýtt sem útborgun í íbúð. Fjárhæðin yrði án afborgana og vaxtalaus en við sölu yrði henni skilað aftur til lífeyrissjóðsins. Björt Framtíð telur hins vegar að aðgerðir sem þessar komi til með að hækka húsnæðisverð enn frekar og leggur því megináherslu á framboðshliðina. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkur vilja áfram nýta skattfrjálsan séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Þá vill Viðreisn jafnframt leyfa þeim sem ekki hafa átt íbúð í þrjú ár að nota úrræðið. Píratar leggja ólíkt öðrum megináherslu á fjármögnun bygginga til langtímaleigu og telja að ríkið eigi að styðja við leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Lækka þurfi leiguverð til þess að fólk geti safnað fyrir húsnæði.
Kosningar 2017 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira