Halda áfram þrátt fyrir hótun stjórnarinnar um fangelsisvist Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2017 06:00 Mariano Rajoy tilkynnti um helgina að stjórn hans ætlaði að virkja 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar um að svipta Katalóna sjálfstjórn. vísir/epa Katalónskir aðskilnaðarsinnar munu halda baráttu sinni fyrir sjálfstæði héraðsins áfram þrátt fyrir hótanir spænskra yfirvalda um fangelsisvist. Spænska stjórnin mun líklega virkja 155. grein stjórnarskrár landsins, sem kveður á um að svipta Katalóníu sjálfstjórn sinni, í þessari viku. „Engin stjórn í lýðræðisríki getur sætt sig við það að lög séu brotin,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í ávarpi á laugardag. Þar tilkynnti hann ákvörðun stjórnarinnar um að héraðið skyldi svipt sjálfstjórn. Að auki hafa spænsk stjórnvöld í hyggju að taka yfir stjórn lögreglu héraðsins og héraðsfjölmiðilsins TV3. „Ég átta mig á því að þetta eru erfiðir tímar en í sameiningu munum við komast yfir þetta líkt og við höfum áður gert,“ segir Rajoy.Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánarvísir/epaÞað hefur andað köldu milli Spánar og Katalóníu frá því að sjálfstjórnarhéraðið tilkynnti að það hygðist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði eður ei. Lögbann var lagt á kosningarnar en þær fóru fram engu að síður. Rúmlega níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað voru hlynnt sjálfstæði. Hótanir hafa gengið milli manna síðan þá. Stefnt er að því að spænska þingið verði kallað saman á föstudag til að afturkalla sjálfstjórn Katalóna. Carles Puigdemont héraðsstjóri stefnir að því að hafa þingfund í héraðsþinginu á sama tíma. Talið er næsta víst að Katalónía muni lýsa einhliða yfir sjálfstæði á næstu vikum, mögulega strax á föstudag. Saksóknari í Madríd varaði Puigdemont og aðra sjálfstæðissinna við frekara brölti af því tagi. Sagði hann að til greina kæmi að saksækja héraðsstjórann fyrir byltingu en allt að þrjátíu ára fangelsisrefsing liggur við slíku broti. Forseti katalónska þingsins, Carme Forcadell, hefur kallað fyrirætlan spænsku stjórnarinnar „de facto coup d’état“ (byltingu í reynd). Því hafnar Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, alfarið. „Ef einhver er að gera tilraun til byltingar, þá er það héraðsstjórn Katalóníu,“ sagði hann við BBC. „Við ætlum okkur að fylgja alfarið þeim ramma sem stjórnarskrá landsins setur.“ Það eru ekki aðeins Katalónar sem eru óánægðir með framgöngu stjórnar Rajoy í málinu. Formaður Basknesku þjóðarhreyfingarinnar hefur fordæmt framgöngu forsætisráðherrans í málinu. Sem stendur situr minnihlutastjórn í landinu. Baskar hafa varið hana falli en spurning er hvort slíkt haldi áfram. „Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru öfgafull og úr hófi,“ tísti Inigo Urkullu, héraðsstjóri Baska. „Hér er verið að sprengja brýr í loft upp. Héraðsstjórn Katalóníu hefur stuðning okkar til uppbyggilegrar framtíðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Katalónskir aðskilnaðarsinnar munu halda baráttu sinni fyrir sjálfstæði héraðsins áfram þrátt fyrir hótanir spænskra yfirvalda um fangelsisvist. Spænska stjórnin mun líklega virkja 155. grein stjórnarskrár landsins, sem kveður á um að svipta Katalóníu sjálfstjórn sinni, í þessari viku. „Engin stjórn í lýðræðisríki getur sætt sig við það að lög séu brotin,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í ávarpi á laugardag. Þar tilkynnti hann ákvörðun stjórnarinnar um að héraðið skyldi svipt sjálfstjórn. Að auki hafa spænsk stjórnvöld í hyggju að taka yfir stjórn lögreglu héraðsins og héraðsfjölmiðilsins TV3. „Ég átta mig á því að þetta eru erfiðir tímar en í sameiningu munum við komast yfir þetta líkt og við höfum áður gert,“ segir Rajoy.Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánarvísir/epaÞað hefur andað köldu milli Spánar og Katalóníu frá því að sjálfstjórnarhéraðið tilkynnti að það hygðist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði eður ei. Lögbann var lagt á kosningarnar en þær fóru fram engu að síður. Rúmlega níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað voru hlynnt sjálfstæði. Hótanir hafa gengið milli manna síðan þá. Stefnt er að því að spænska þingið verði kallað saman á föstudag til að afturkalla sjálfstjórn Katalóna. Carles Puigdemont héraðsstjóri stefnir að því að hafa þingfund í héraðsþinginu á sama tíma. Talið er næsta víst að Katalónía muni lýsa einhliða yfir sjálfstæði á næstu vikum, mögulega strax á föstudag. Saksóknari í Madríd varaði Puigdemont og aðra sjálfstæðissinna við frekara brölti af því tagi. Sagði hann að til greina kæmi að saksækja héraðsstjórann fyrir byltingu en allt að þrjátíu ára fangelsisrefsing liggur við slíku broti. Forseti katalónska þingsins, Carme Forcadell, hefur kallað fyrirætlan spænsku stjórnarinnar „de facto coup d’état“ (byltingu í reynd). Því hafnar Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, alfarið. „Ef einhver er að gera tilraun til byltingar, þá er það héraðsstjórn Katalóníu,“ sagði hann við BBC. „Við ætlum okkur að fylgja alfarið þeim ramma sem stjórnarskrá landsins setur.“ Það eru ekki aðeins Katalónar sem eru óánægðir með framgöngu stjórnar Rajoy í málinu. Formaður Basknesku þjóðarhreyfingarinnar hefur fordæmt framgöngu forsætisráðherrans í málinu. Sem stendur situr minnihlutastjórn í landinu. Baskar hafa varið hana falli en spurning er hvort slíkt haldi áfram. „Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru öfgafull og úr hófi,“ tísti Inigo Urkullu, héraðsstjóri Baska. „Hér er verið að sprengja brýr í loft upp. Héraðsstjórn Katalóníu hefur stuðning okkar til uppbyggilegrar framtíðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira