Jafnaðarstefna fyrir siðað þjóðfélag Hörður Filippusson skrifar 23. október 2017 13:59 Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands er sá flokkur sem aðhyllist ómengaða jafnaðarstefnu, stefnu sem reynst hefur affarasælust meðal nágrannaþjóða okkar og verið grunnur þeirra þjóðfélaga þar sem best er að búa. En hvað er jafnaðarstefna? Kannski er henni lýst í stystu máli í inngangi nýju stjórnarskrárinnar þar sem rætt er um að skapa „réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð”. Skýrt og einfalt. Nánari viðmið er til dæmis að finna í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðamanna þar sem segir meðal annars um erindi jafnaðarmanna: - „Að reka framsækna pólitík sem stuðlar að velferð einstaklingsins, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum, félagslegu réttlæti og umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. - Að veita viðnám gegn allri félagslegri og efnahagslegri pólitík sem styður hag forréttindahópa. - Að berjast gegn hverskyns spillingu og hindrunum í vegi góðra stjórnarhátta“ Það er verk að vinna í íslensku þjóðfélagi með þessi gildi að leiðarljósi. Fáir munu verða til að andmæla þessum grunngildum í orði. Margir stjórnmálaflokkar bera fram eitt og annað í anda þeirra í málflutningi sínum en ekki eru þeir allir trúverðugir og sporin hræða. Það er ekki sama hverjum þessara flokka við greiðum atkvæði. Í þessu efni eins og öðrum er vissara að varast eftirlíkingar og halla sér heldur að því sem er ekta. Reynslan sýnir að aðrar hugmyndir og hagsmunir verða oft ofaná þegar á hólminn kemur. En hvað skal þá kjósa? Ekki Sjálfstæðisflokk. Hann er fyrst og fremst flokkur eftirlitslauss einkaframtaks og auðræðis, flokkur einkavæðingar, sérhagsmuna og spillingar, varðhundur fjármagnseigenda. Ekki Viðreisn. Hún er í skilgetið afkvæmi nýfrjálshyggjunnar, óvinar velferðarríkisins. Saga formannsins um einkavæðingu skóla er hörmuleg. Flokkurinn skilar auðu í stjórnarskrármálinu, ber kápuna á báðum öxlum í Evrópumálum, boðar skólagjöld í háskólum. Ekki Framsóknarflokkana tvo. Þeir eru eins og áður flokkar sérhagsmunagæslu, hægri flokkar merktir af skattaskjólsmálum og daðri við útlendingahatur og öfgahyggju. Úreltar hugmyndir um hinn sterka leiðtoga ganga þar ljósum logum og eru víti til varnaðar eins og sagan kennir. Ekki Bjarta framtið. Hún sagði við stofnun skilið við jafnaðarstefnuna. Það kemur æ betur í ljós að sá flokkur er hallur undir einkavæðingu, til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Ekki Pírata. Þeir hafa góð áform um stuðning við nýja stjórnarskrá og endurbætta stjórnarhætti á ýmsum sviðum en sýn þeirra á grunngildi þjóðfélagsins er óljós. Í þeim efnum virðast þeir þó fúsir að fylgja leiðsögn jafnaðarmanna. Ekki Vinstri græna, þó þeir standi jafnaðarmönnum næst í velferðarmálum og njóti vinsæls og vel gefins formanns. Þeir eru líklegastir til samstarfs við jafnaðarmenn en Evrópumál og kvótamál gætu þvælst fyrir slíku samstarfi meðan sterk öfl framsóknarmennsku og íhaldssemi ráða þar miklu. Ljóst er af könnunum að Íslendingar vilja um jöfnuð og velferð. Þeir vilja nýja stjórnarskrá. Þeir vilja félagslegt réttlæti, öflugt atvinnulíf, sanngjörn viðskipti og öflugt menntakerfi. Eigi þessar hugmyndir að ná fram að ganga er nauðsynlegt að Samfylkingin fái góða kosningu til Alþingis. Það er mikilvægt að talsmenn ómengaðrar jafnaðarstefnu verði sterkir á þingi. Það verður engin vinstri stjórn án sterkrar Samfylkingar. Þegar litið er til brýnna úrlausnarmála er stefna Samfylkingar skýr: Heilbrigðismál, almannatryggingar, húsnæðismál, stjórnarskrá, auðlindamál, Evrópumál, gjaldmiðillinn, umhverfismál, rammaáætlun, mannréttindamál, jöfnun atkvæðisréttar, velferð barna og svo framvegis. Í öllum þessum málum eru frambjóðendur Samfylkingar tilbúnir að leiða á forsendum jafnaðar, réttlætis og mannúðar. Stefna jafnaðarmanna er stefna fyrir alla, fátæka sem bjargálna, unga sem gamla, en ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Hún er stefna þeirra sem vilja búa í siðuðu samfélagi.Höfundur er lífefnafræðingur og prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands er sá flokkur sem aðhyllist ómengaða jafnaðarstefnu, stefnu sem reynst hefur affarasælust meðal nágrannaþjóða okkar og verið grunnur þeirra þjóðfélaga þar sem best er að búa. En hvað er jafnaðarstefna? Kannski er henni lýst í stystu máli í inngangi nýju stjórnarskrárinnar þar sem rætt er um að skapa „réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð”. Skýrt og einfalt. Nánari viðmið er til dæmis að finna í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðamanna þar sem segir meðal annars um erindi jafnaðarmanna: - „Að reka framsækna pólitík sem stuðlar að velferð einstaklingsins, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum, félagslegu réttlæti og umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. - Að veita viðnám gegn allri félagslegri og efnahagslegri pólitík sem styður hag forréttindahópa. - Að berjast gegn hverskyns spillingu og hindrunum í vegi góðra stjórnarhátta“ Það er verk að vinna í íslensku þjóðfélagi með þessi gildi að leiðarljósi. Fáir munu verða til að andmæla þessum grunngildum í orði. Margir stjórnmálaflokkar bera fram eitt og annað í anda þeirra í málflutningi sínum en ekki eru þeir allir trúverðugir og sporin hræða. Það er ekki sama hverjum þessara flokka við greiðum atkvæði. Í þessu efni eins og öðrum er vissara að varast eftirlíkingar og halla sér heldur að því sem er ekta. Reynslan sýnir að aðrar hugmyndir og hagsmunir verða oft ofaná þegar á hólminn kemur. En hvað skal þá kjósa? Ekki Sjálfstæðisflokk. Hann er fyrst og fremst flokkur eftirlitslauss einkaframtaks og auðræðis, flokkur einkavæðingar, sérhagsmuna og spillingar, varðhundur fjármagnseigenda. Ekki Viðreisn. Hún er í skilgetið afkvæmi nýfrjálshyggjunnar, óvinar velferðarríkisins. Saga formannsins um einkavæðingu skóla er hörmuleg. Flokkurinn skilar auðu í stjórnarskrármálinu, ber kápuna á báðum öxlum í Evrópumálum, boðar skólagjöld í háskólum. Ekki Framsóknarflokkana tvo. Þeir eru eins og áður flokkar sérhagsmunagæslu, hægri flokkar merktir af skattaskjólsmálum og daðri við útlendingahatur og öfgahyggju. Úreltar hugmyndir um hinn sterka leiðtoga ganga þar ljósum logum og eru víti til varnaðar eins og sagan kennir. Ekki Bjarta framtið. Hún sagði við stofnun skilið við jafnaðarstefnuna. Það kemur æ betur í ljós að sá flokkur er hallur undir einkavæðingu, til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Ekki Pírata. Þeir hafa góð áform um stuðning við nýja stjórnarskrá og endurbætta stjórnarhætti á ýmsum sviðum en sýn þeirra á grunngildi þjóðfélagsins er óljós. Í þeim efnum virðast þeir þó fúsir að fylgja leiðsögn jafnaðarmanna. Ekki Vinstri græna, þó þeir standi jafnaðarmönnum næst í velferðarmálum og njóti vinsæls og vel gefins formanns. Þeir eru líklegastir til samstarfs við jafnaðarmenn en Evrópumál og kvótamál gætu þvælst fyrir slíku samstarfi meðan sterk öfl framsóknarmennsku og íhaldssemi ráða þar miklu. Ljóst er af könnunum að Íslendingar vilja um jöfnuð og velferð. Þeir vilja nýja stjórnarskrá. Þeir vilja félagslegt réttlæti, öflugt atvinnulíf, sanngjörn viðskipti og öflugt menntakerfi. Eigi þessar hugmyndir að ná fram að ganga er nauðsynlegt að Samfylkingin fái góða kosningu til Alþingis. Það er mikilvægt að talsmenn ómengaðrar jafnaðarstefnu verði sterkir á þingi. Það verður engin vinstri stjórn án sterkrar Samfylkingar. Þegar litið er til brýnna úrlausnarmála er stefna Samfylkingar skýr: Heilbrigðismál, almannatryggingar, húsnæðismál, stjórnarskrá, auðlindamál, Evrópumál, gjaldmiðillinn, umhverfismál, rammaáætlun, mannréttindamál, jöfnun atkvæðisréttar, velferð barna og svo framvegis. Í öllum þessum málum eru frambjóðendur Samfylkingar tilbúnir að leiða á forsendum jafnaðar, réttlætis og mannúðar. Stefna jafnaðarmanna er stefna fyrir alla, fátæka sem bjargálna, unga sem gamla, en ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Hún er stefna þeirra sem vilja búa í siðuðu samfélagi.Höfundur er lífefnafræðingur og prófessor emeritus
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun