Byggjum samfélag jafnra tækifæra Páll Valur Björnsson skrifar 24. október 2017 07:00 Það hvernig búið er að börnum, ungmennum og þeim sem standa höllum fæti vegna fátæktar, fötlunar eða skerðinga er sá mælikvarði sem segir mest til um hversu góð eða vond samfélög eru og hversu vel stjórnmál og stjórnsýsla vinna í þágu almennings. Hvernig kemur samfélagið okkar, stjórnmálin og stjórnsýslan út þegar þessi mælikvarði er lagður á? Mér finnst samfélag okkar alls ekki standa sig nógu vel og síðustu ríkisstjórnir hafa kolfallið á prófinu. Nýlegar upplýsingar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (Unicef) sýna að meira en sex þúsund börn líða efnislegan skort hér á landi. Fleiri hundruð börn bíða eftir greiningu og úrræðum vegna ADHD og annarra raskana. Flóttafólki með börn er ítrekað vísað úr landi og út í fullkomna óvissu, jafnvel þó að börnin séu með sjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar læknisþjónustu sem ekki er hægt að veita í fátækum löndum. Mannréttindi snúast um jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fólks eru mannréttindi sem við höfum skuldbundið okkur til að virða og framfylgja, meðal annars með því að gerast aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er því ekki spurning um skoðanir. Þetta eru beinharðar skyldur sem stjórnvöld eiga að taka grafalvarlega. Þær tvær ríkisstjórnir sem hér hafa setið síðustu fjögur ár virðast hafa haft mjög lítinn áhuga á jöfnuði og það er líklega skoðun þeirra ráðherra sem í þeim hafa setið og þeirra stjórnmálaflokka sem að þeim hafa staðið að jöfnuður sé ekki æskilegur. Því er ég og við í Samfylkingunni algjörlega ósammála. Við þurfum nýja ríkisstjórn í þessu landi sem tekur mannréttindi og skyldur sínar við að tryggja fólki jöfn tækifæri mjög alvarlega. Þannig, og aðeins þannig, getum við búið hér til gott og réttlátt samfélag. Samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt, samfélag sem setur málefni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu í forgang, samfélag sem tekur nýjum þegnum sem hér vilja búa opnum örmum, og síðast en ekki síst tryggir eldri borgurum sínum áhyggjulausa göngu inn í sólarlag lífs síns. Þannig samfélag lendir ekki í hruni, þannig samfélag setur bönd á græðgina, það hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig samfélagi viljum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það hvernig búið er að börnum, ungmennum og þeim sem standa höllum fæti vegna fátæktar, fötlunar eða skerðinga er sá mælikvarði sem segir mest til um hversu góð eða vond samfélög eru og hversu vel stjórnmál og stjórnsýsla vinna í þágu almennings. Hvernig kemur samfélagið okkar, stjórnmálin og stjórnsýslan út þegar þessi mælikvarði er lagður á? Mér finnst samfélag okkar alls ekki standa sig nógu vel og síðustu ríkisstjórnir hafa kolfallið á prófinu. Nýlegar upplýsingar frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (Unicef) sýna að meira en sex þúsund börn líða efnislegan skort hér á landi. Fleiri hundruð börn bíða eftir greiningu og úrræðum vegna ADHD og annarra raskana. Flóttafólki með börn er ítrekað vísað úr landi og út í fullkomna óvissu, jafnvel þó að börnin séu með sjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar læknisþjónustu sem ekki er hægt að veita í fátækum löndum. Mannréttindi snúast um jöfn tækifæri fólks. Jöfn tækifæri fólks eru mannréttindi sem við höfum skuldbundið okkur til að virða og framfylgja, meðal annars með því að gerast aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er því ekki spurning um skoðanir. Þetta eru beinharðar skyldur sem stjórnvöld eiga að taka grafalvarlega. Þær tvær ríkisstjórnir sem hér hafa setið síðustu fjögur ár virðast hafa haft mjög lítinn áhuga á jöfnuði og það er líklega skoðun þeirra ráðherra sem í þeim hafa setið og þeirra stjórnmálaflokka sem að þeim hafa staðið að jöfnuður sé ekki æskilegur. Því er ég og við í Samfylkingunni algjörlega ósammála. Við þurfum nýja ríkisstjórn í þessu landi sem tekur mannréttindi og skyldur sínar við að tryggja fólki jöfn tækifæri mjög alvarlega. Þannig, og aðeins þannig, getum við búið hér til gott og réttlátt samfélag. Samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt, samfélag sem setur málefni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu í forgang, samfélag sem tekur nýjum þegnum sem hér vilja búa opnum örmum, og síðast en ekki síst tryggir eldri borgurum sínum áhyggjulausa göngu inn í sólarlag lífs síns. Þannig samfélag lendir ekki í hruni, þannig samfélag setur bönd á græðgina, það hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig samfélagi viljum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun