Flokkur fólksins segir NEI við áfengi í matvöruverslanir og lögleiðingu kannabisefna Kolbrún Baldursdóttir skrifar 23. október 2017 19:53 Flokkur fólksins hefur skýra stefnu þegar kemur að vernd barna og ungmenna. Hann virðir þá vernd sem stjórnarskráin og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir. Í 3. grein Barnasáttmálans segir að „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu“. Áfengissala í matvöruverslunum eða lögleiðing kannabisefna er börnum ekki fyrir bestu. Við þessu segir Flokkur fólksins NEI. Ómældur tími tveggja ríkisstjórna undanfarin ár hefur farið í að karpa um hvort leyfa eigi sölu áfengis í matvöruverslunum. Um þetta hefur verið þrasað fram og til baka. Nú á haustmánuðum lagði síðan þingmaður Viðreisnar fram frumvarp til laga um lögleiðingu kannabisefna. Flokkur fólksins hafnar með öllu lögleiðingu kannabisefna nema í lækningaskyni. Á heimasíðu Landlæknisembættisins er að finna niðurstöður fjölmargra vísindarannsókna sem allar hníga að sama meiði. Aukið aðgengi áfengis- og vímuefna leiðir til aukinnar neyslu með tilheyrandi auknum skaða, bæði andlegum og líkamlegum. Aðilar sem eru hlynntir því að kannabis verði lögleitt hafa kerfisbundið reynt að slá ryki í augu unglinga og jafnvel fullorðinna um að þetta sé ekki rétt. Í þeim tilgangi að ná til ungmenna nota þeir vinsæla samfélagsmiðla. Þeir fullyrða að kannabisefni sé skaðlítið eða skaðlaust efni. Slíkum viðhorfum hefur verið haldið við með fullyrðingum sem stangast á við nýjustu rannsóknir, reynslu og þekkingu. Flokkur fólksins krefst þess að þingmenn og samfélagið allt verndi börn gegn þeirri vá sem aukið aðgengi vímugjafa ber með sér. Börn eru börn til 18 ára aldurs samkvæmt lagalegri skilgreiningu. Það er ekki að ástæðulausu að sjálfræðisaldur var hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Unglingar, sökum ungs aldurs, hafa ekki ávallt þann vitsmuna- og félagsþroska sem þarf til að geta lagt raunhæft mat á hvað sé þeim fyrir bestu og greina ekki alltaf áhættuna hvorki til skamms né lengri tíma. Það kemur í hlut löggjafans að horfa til hagsmuna og velferðar barna þegar taka skal ákvarðanir sem varða börn eða geta haft áhrif á velferð þeirra með einum eða öðrum hætti.Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur skýra stefnu þegar kemur að vernd barna og ungmenna. Hann virðir þá vernd sem stjórnarskráin og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir. Í 3. grein Barnasáttmálans segir að „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu“. Áfengissala í matvöruverslunum eða lögleiðing kannabisefna er börnum ekki fyrir bestu. Við þessu segir Flokkur fólksins NEI. Ómældur tími tveggja ríkisstjórna undanfarin ár hefur farið í að karpa um hvort leyfa eigi sölu áfengis í matvöruverslunum. Um þetta hefur verið þrasað fram og til baka. Nú á haustmánuðum lagði síðan þingmaður Viðreisnar fram frumvarp til laga um lögleiðingu kannabisefna. Flokkur fólksins hafnar með öllu lögleiðingu kannabisefna nema í lækningaskyni. Á heimasíðu Landlæknisembættisins er að finna niðurstöður fjölmargra vísindarannsókna sem allar hníga að sama meiði. Aukið aðgengi áfengis- og vímuefna leiðir til aukinnar neyslu með tilheyrandi auknum skaða, bæði andlegum og líkamlegum. Aðilar sem eru hlynntir því að kannabis verði lögleitt hafa kerfisbundið reynt að slá ryki í augu unglinga og jafnvel fullorðinna um að þetta sé ekki rétt. Í þeim tilgangi að ná til ungmenna nota þeir vinsæla samfélagsmiðla. Þeir fullyrða að kannabisefni sé skaðlítið eða skaðlaust efni. Slíkum viðhorfum hefur verið haldið við með fullyrðingum sem stangast á við nýjustu rannsóknir, reynslu og þekkingu. Flokkur fólksins krefst þess að þingmenn og samfélagið allt verndi börn gegn þeirri vá sem aukið aðgengi vímugjafa ber með sér. Börn eru börn til 18 ára aldurs samkvæmt lagalegri skilgreiningu. Það er ekki að ástæðulausu að sjálfræðisaldur var hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Unglingar, sökum ungs aldurs, hafa ekki ávallt þann vitsmuna- og félagsþroska sem þarf til að geta lagt raunhæft mat á hvað sé þeim fyrir bestu og greina ekki alltaf áhættuna hvorki til skamms né lengri tíma. Það kemur í hlut löggjafans að horfa til hagsmuna og velferðar barna þegar taka skal ákvarðanir sem varða börn eða geta haft áhrif á velferð þeirra með einum eða öðrum hætti.Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar