Stóðu einir gegn vígamönnum í tvo tíma Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 13:15 Frá jarðarför La David Johnson sem lést í Níger. Vísir/AFP Hermenn Bandaríkjanna sem ásamt hermönnum Níger lentu í umsátri íslamskra víganna í byrjun mánaðarins kölluðu ekki eftir hjálp fyrr en um klukkustund eftir að skotbardaginn hófst. Hjálpin barst ekki fyrr en eftir aðra klukkustund og voru þeir því einir í tvo tíma. Fjórir bandarískir og fimm nígerskir hermenn létu lífið Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna eru í Níger þar sem þá þjálfa og aðstoða heimamenn í baráttu þeirra gegn vígahópum sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Mikil óvissa ríkir varðandi árásina og af hverju einn hermaðurinn sem dó fannst ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna rannsaka nú atvikið. Hershöfðinginn Joseph Dunford hélt blaðamannafund í gær þar sem hann fór yfir það sem vitað var og hvað lægi ekki fyrir.Tólf bandarískir sérsveitarmenn voru í könnunarleiðangri með 30 nígerskum hermönnum og fóru þeir til þorpsins Tongo Tongo þann þriðja október og héldu þeir til þar yfir nóttina. Á leiðinni til baka réðust um 50 vígamenn, hliðhollir ISIS, á þá með vélbyssum og sprengjuvörpum. Hluti rannsóknarinnar snýr að því hvort að íbúar þorpsins hafi látið vígamennina vita af ferð hermannanna. Dunford sagði að um 800 bandarískir hermenn séu í Níger og Bandaríkin hafi haft viðveru þar í rúma tvo áratugi. Markmiðið nú sé að aðstoða Frakka, sem leiða aðgerðirnar gegn ISIS, al-Qaeda og Boko Haram. Allt í allt eru um sex þúsund bandarískir hermenn í Afríku.Samkvæmt frétt Washington Post kölluðu hermennirnir eftir aðstoð um klukkustund eftir að átökin hófust. Þá tók hálftíma að koma frönskum herþotum á loft frá nærliggjandi herstöð og það tók flugmennina um hálftíma til viðbótar að komast á vettvang. Á meðan á þessu stóð var óvopnaður bandarískur dróni yfir átakasvæðinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem í ljós kom að hermaðurinn La David Johnson var týndur. Umfangsmikil leit var sett af stað og fannst lík hans þann sjötta október. Ekkja hans, Myeshia Johnson, hefur þó kvartað yfir því að hún hafi ekki fengið að sjá líka hans og viti í rauninni ekki fyrir víst að hann hafi verið í kistunni sem var flutt til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Ekkjan opnar sig um símtalið við TrumpStefna hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna er að hægt sé að mæla með því að fjölskyldan skoði ekki líkið, en það sé þó ákvörðun fjölskyldunnar. Dunford sagði að frekari upplýsingar verði gerðar opinberar þegar þær liggi fyrir. Hann sagði herinn skulda fjölskyldum mannanna upplýsingar um hvað hefði gerst. Bandaríkin Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Hermenn Bandaríkjanna sem ásamt hermönnum Níger lentu í umsátri íslamskra víganna í byrjun mánaðarins kölluðu ekki eftir hjálp fyrr en um klukkustund eftir að skotbardaginn hófst. Hjálpin barst ekki fyrr en eftir aðra klukkustund og voru þeir því einir í tvo tíma. Fjórir bandarískir og fimm nígerskir hermenn létu lífið Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna eru í Níger þar sem þá þjálfa og aðstoða heimamenn í baráttu þeirra gegn vígahópum sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Mikil óvissa ríkir varðandi árásina og af hverju einn hermaðurinn sem dó fannst ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna rannsaka nú atvikið. Hershöfðinginn Joseph Dunford hélt blaðamannafund í gær þar sem hann fór yfir það sem vitað var og hvað lægi ekki fyrir.Tólf bandarískir sérsveitarmenn voru í könnunarleiðangri með 30 nígerskum hermönnum og fóru þeir til þorpsins Tongo Tongo þann þriðja október og héldu þeir til þar yfir nóttina. Á leiðinni til baka réðust um 50 vígamenn, hliðhollir ISIS, á þá með vélbyssum og sprengjuvörpum. Hluti rannsóknarinnar snýr að því hvort að íbúar þorpsins hafi látið vígamennina vita af ferð hermannanna. Dunford sagði að um 800 bandarískir hermenn séu í Níger og Bandaríkin hafi haft viðveru þar í rúma tvo áratugi. Markmiðið nú sé að aðstoða Frakka, sem leiða aðgerðirnar gegn ISIS, al-Qaeda og Boko Haram. Allt í allt eru um sex þúsund bandarískir hermenn í Afríku.Samkvæmt frétt Washington Post kölluðu hermennirnir eftir aðstoð um klukkustund eftir að átökin hófust. Þá tók hálftíma að koma frönskum herþotum á loft frá nærliggjandi herstöð og það tók flugmennina um hálftíma til viðbótar að komast á vettvang. Á meðan á þessu stóð var óvopnaður bandarískur dróni yfir átakasvæðinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem í ljós kom að hermaðurinn La David Johnson var týndur. Umfangsmikil leit var sett af stað og fannst lík hans þann sjötta október. Ekkja hans, Myeshia Johnson, hefur þó kvartað yfir því að hún hafi ekki fengið að sjá líka hans og viti í rauninni ekki fyrir víst að hann hafi verið í kistunni sem var flutt til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Ekkjan opnar sig um símtalið við TrumpStefna hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna er að hægt sé að mæla með því að fjölskyldan skoði ekki líkið, en það sé þó ákvörðun fjölskyldunnar. Dunford sagði að frekari upplýsingar verði gerðar opinberar þegar þær liggi fyrir. Hann sagði herinn skulda fjölskyldum mannanna upplýsingar um hvað hefði gerst.
Bandaríkin Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30