Efnahagslegt sjálfstæði Björn Berg Gunnarsson skrifar 25. október 2017 07:00 Níutíu prósent Katalóna kjósa að yfirgefa Spán og lýsa yfir sjálfstæði landsins. Ástæður þess hafa verið ræddar í bak og fyrir en efnahagslegt forskot þjóðarinnar umfram aðra Spánverja hlýtur að hafa sitt að segja. Þau 16% Spánverja sem búa í héraðinu standa fyrir fjórðungi útflutnings landsins og fimmtungi landsframleiðslunnar. Raunar er landsframleiðsla á mann á pari við Evrópusambandið en fjórðungi yfir Spáni. Frá hruni hefur héraðið vaxið hraðar en þegar litið er á landið í heild sinni og rétt eins og hér á landi hefur ferðaþjónustan haft sitt að segja um þá þróun. Átján milljónir ferðamanna heimsóttu Katalóníu á síðasta ári og lögðu til um 15% efnahagsins. Eftir lítilsháttar samdrátt milli áranna 2008 og 2009 hafa tekjur af komu erlendra ferðamanna tæplega tvöfaldast, samanborið við 66% vöxt á Kanaríeyjum og helmingsvöxt í Madríd. Það er því mikið í húfi fyrir Spánverja og efnahag landsins í heild. Annars staðar hafa efnahagsmálin líka leikið áberandi hlutverk í umræðu um sjálfstæði. Skotar höfnuðu sjálfstæði um árið og var mikið rætt um olíuauð landsins, sem hefur auðvitað minnkað umtalsvert samhliða falli olíuverðs frá tíma atkvæðagreiðslunnar. Skotar stóðu vel samanborið við aðra Breta en skáru sig fjarri því frá samborgurum sínum líkt og Katalónar gera, nú eða Flæmingjar í Belgíu. Flæmsku- og frönskumælandi Belgíu er skipt upp í Flæmingjaland (Brussel , Antwerpen, Brugge o.fl.) í norðri og Vallóníu (Liege, Namur ofl.) í suðri. Landsframleiðslan á hvern íbúa er 40% hærri í norðurhluta landsins og sjálfstæðishreyfing er nokkuð áberandi í stjórnmálaumræðunni. Loks má nefna sjálfstjórnarumræðuna á Norður-Ítalíu, þar sem flestir efnahagslegir mælikvarðar eru á allt öðrum skala en í suðurhluta landsins. Sem dæmi má taka að landsframleiðsla á mann er um tvöfalt hærri í Tórínó og Mílanó en í Napolí og Palermó. Ef efnahagslegir yfirburðir hvetja íbúa til sjálfstæðistilburða er spurning hvort við þurfum að hafa áhyggjur af Vestmannaeyingum. Samkvæmt sveitarfélagaskýrslu Íslandsbanka árið 2017 er samspil skuldahlutfalls og veltufjár sem hlutfall af tekjum með því besta sem gerist á landinu. Í gær hitti samgönguráðherra fulltrúa Eyja til að ræða möguleikann á að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Fyrir hönd okkar uppi á landi vona ég að það sé ekki fyrsta skrefið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Níutíu prósent Katalóna kjósa að yfirgefa Spán og lýsa yfir sjálfstæði landsins. Ástæður þess hafa verið ræddar í bak og fyrir en efnahagslegt forskot þjóðarinnar umfram aðra Spánverja hlýtur að hafa sitt að segja. Þau 16% Spánverja sem búa í héraðinu standa fyrir fjórðungi útflutnings landsins og fimmtungi landsframleiðslunnar. Raunar er landsframleiðsla á mann á pari við Evrópusambandið en fjórðungi yfir Spáni. Frá hruni hefur héraðið vaxið hraðar en þegar litið er á landið í heild sinni og rétt eins og hér á landi hefur ferðaþjónustan haft sitt að segja um þá þróun. Átján milljónir ferðamanna heimsóttu Katalóníu á síðasta ári og lögðu til um 15% efnahagsins. Eftir lítilsháttar samdrátt milli áranna 2008 og 2009 hafa tekjur af komu erlendra ferðamanna tæplega tvöfaldast, samanborið við 66% vöxt á Kanaríeyjum og helmingsvöxt í Madríd. Það er því mikið í húfi fyrir Spánverja og efnahag landsins í heild. Annars staðar hafa efnahagsmálin líka leikið áberandi hlutverk í umræðu um sjálfstæði. Skotar höfnuðu sjálfstæði um árið og var mikið rætt um olíuauð landsins, sem hefur auðvitað minnkað umtalsvert samhliða falli olíuverðs frá tíma atkvæðagreiðslunnar. Skotar stóðu vel samanborið við aðra Breta en skáru sig fjarri því frá samborgurum sínum líkt og Katalónar gera, nú eða Flæmingjar í Belgíu. Flæmsku- og frönskumælandi Belgíu er skipt upp í Flæmingjaland (Brussel , Antwerpen, Brugge o.fl.) í norðri og Vallóníu (Liege, Namur ofl.) í suðri. Landsframleiðslan á hvern íbúa er 40% hærri í norðurhluta landsins og sjálfstæðishreyfing er nokkuð áberandi í stjórnmálaumræðunni. Loks má nefna sjálfstjórnarumræðuna á Norður-Ítalíu, þar sem flestir efnahagslegir mælikvarðar eru á allt öðrum skala en í suðurhluta landsins. Sem dæmi má taka að landsframleiðsla á mann er um tvöfalt hærri í Tórínó og Mílanó en í Napolí og Palermó. Ef efnahagslegir yfirburðir hvetja íbúa til sjálfstæðistilburða er spurning hvort við þurfum að hafa áhyggjur af Vestmannaeyingum. Samkvæmt sveitarfélagaskýrslu Íslandsbanka árið 2017 er samspil skuldahlutfalls og veltufjár sem hlutfall af tekjum með því besta sem gerist á landinu. Í gær hitti samgönguráðherra fulltrúa Eyja til að ræða möguleikann á að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Fyrir hönd okkar uppi á landi vona ég að það sé ekki fyrsta skrefið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar