Efnahagslegt sjálfstæði Björn Berg Gunnarsson skrifar 25. október 2017 07:00 Níutíu prósent Katalóna kjósa að yfirgefa Spán og lýsa yfir sjálfstæði landsins. Ástæður þess hafa verið ræddar í bak og fyrir en efnahagslegt forskot þjóðarinnar umfram aðra Spánverja hlýtur að hafa sitt að segja. Þau 16% Spánverja sem búa í héraðinu standa fyrir fjórðungi útflutnings landsins og fimmtungi landsframleiðslunnar. Raunar er landsframleiðsla á mann á pari við Evrópusambandið en fjórðungi yfir Spáni. Frá hruni hefur héraðið vaxið hraðar en þegar litið er á landið í heild sinni og rétt eins og hér á landi hefur ferðaþjónustan haft sitt að segja um þá þróun. Átján milljónir ferðamanna heimsóttu Katalóníu á síðasta ári og lögðu til um 15% efnahagsins. Eftir lítilsháttar samdrátt milli áranna 2008 og 2009 hafa tekjur af komu erlendra ferðamanna tæplega tvöfaldast, samanborið við 66% vöxt á Kanaríeyjum og helmingsvöxt í Madríd. Það er því mikið í húfi fyrir Spánverja og efnahag landsins í heild. Annars staðar hafa efnahagsmálin líka leikið áberandi hlutverk í umræðu um sjálfstæði. Skotar höfnuðu sjálfstæði um árið og var mikið rætt um olíuauð landsins, sem hefur auðvitað minnkað umtalsvert samhliða falli olíuverðs frá tíma atkvæðagreiðslunnar. Skotar stóðu vel samanborið við aðra Breta en skáru sig fjarri því frá samborgurum sínum líkt og Katalónar gera, nú eða Flæmingjar í Belgíu. Flæmsku- og frönskumælandi Belgíu er skipt upp í Flæmingjaland (Brussel , Antwerpen, Brugge o.fl.) í norðri og Vallóníu (Liege, Namur ofl.) í suðri. Landsframleiðslan á hvern íbúa er 40% hærri í norðurhluta landsins og sjálfstæðishreyfing er nokkuð áberandi í stjórnmálaumræðunni. Loks má nefna sjálfstjórnarumræðuna á Norður-Ítalíu, þar sem flestir efnahagslegir mælikvarðar eru á allt öðrum skala en í suðurhluta landsins. Sem dæmi má taka að landsframleiðsla á mann er um tvöfalt hærri í Tórínó og Mílanó en í Napolí og Palermó. Ef efnahagslegir yfirburðir hvetja íbúa til sjálfstæðistilburða er spurning hvort við þurfum að hafa áhyggjur af Vestmannaeyingum. Samkvæmt sveitarfélagaskýrslu Íslandsbanka árið 2017 er samspil skuldahlutfalls og veltufjár sem hlutfall af tekjum með því besta sem gerist á landinu. Í gær hitti samgönguráðherra fulltrúa Eyja til að ræða möguleikann á að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Fyrir hönd okkar uppi á landi vona ég að það sé ekki fyrsta skrefið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Níutíu prósent Katalóna kjósa að yfirgefa Spán og lýsa yfir sjálfstæði landsins. Ástæður þess hafa verið ræddar í bak og fyrir en efnahagslegt forskot þjóðarinnar umfram aðra Spánverja hlýtur að hafa sitt að segja. Þau 16% Spánverja sem búa í héraðinu standa fyrir fjórðungi útflutnings landsins og fimmtungi landsframleiðslunnar. Raunar er landsframleiðsla á mann á pari við Evrópusambandið en fjórðungi yfir Spáni. Frá hruni hefur héraðið vaxið hraðar en þegar litið er á landið í heild sinni og rétt eins og hér á landi hefur ferðaþjónustan haft sitt að segja um þá þróun. Átján milljónir ferðamanna heimsóttu Katalóníu á síðasta ári og lögðu til um 15% efnahagsins. Eftir lítilsháttar samdrátt milli áranna 2008 og 2009 hafa tekjur af komu erlendra ferðamanna tæplega tvöfaldast, samanborið við 66% vöxt á Kanaríeyjum og helmingsvöxt í Madríd. Það er því mikið í húfi fyrir Spánverja og efnahag landsins í heild. Annars staðar hafa efnahagsmálin líka leikið áberandi hlutverk í umræðu um sjálfstæði. Skotar höfnuðu sjálfstæði um árið og var mikið rætt um olíuauð landsins, sem hefur auðvitað minnkað umtalsvert samhliða falli olíuverðs frá tíma atkvæðagreiðslunnar. Skotar stóðu vel samanborið við aðra Breta en skáru sig fjarri því frá samborgurum sínum líkt og Katalónar gera, nú eða Flæmingjar í Belgíu. Flæmsku- og frönskumælandi Belgíu er skipt upp í Flæmingjaland (Brussel , Antwerpen, Brugge o.fl.) í norðri og Vallóníu (Liege, Namur ofl.) í suðri. Landsframleiðslan á hvern íbúa er 40% hærri í norðurhluta landsins og sjálfstæðishreyfing er nokkuð áberandi í stjórnmálaumræðunni. Loks má nefna sjálfstjórnarumræðuna á Norður-Ítalíu, þar sem flestir efnahagslegir mælikvarðar eru á allt öðrum skala en í suðurhluta landsins. Sem dæmi má taka að landsframleiðsla á mann er um tvöfalt hærri í Tórínó og Mílanó en í Napolí og Palermó. Ef efnahagslegir yfirburðir hvetja íbúa til sjálfstæðistilburða er spurning hvort við þurfum að hafa áhyggjur af Vestmannaeyingum. Samkvæmt sveitarfélagaskýrslu Íslandsbanka árið 2017 er samspil skuldahlutfalls og veltufjár sem hlutfall af tekjum með því besta sem gerist á landinu. Í gær hitti samgönguráðherra fulltrúa Eyja til að ræða möguleikann á að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Fyrir hönd okkar uppi á landi vona ég að það sé ekki fyrsta skrefið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar