Buffon: Aðeins sigur í Meistaradeildinni kemur í veg fyrir að hann hætti í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 08:00 Gianluigi Buffon var flottur á verðlaunahátíð FIFA. Vísir/Getty Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og Ítalíu, ætlar að leggja skóna á hilluna næsta sumar og það er aðeins eitt sem getur breytt þeirri ákvörðun hans. Buffon var valinn besti markvörður heims á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið en hann er orðinn 39 ára gamall. Buffon stefnir á það að spila með Ítölum á HM í Rússlandi næsta sumar en ítalska landsliðið, ólíkt því íslenska, á enn eftir að tryggja sér farseðilinn þangað. Buffon hefur spilað 633 leiki fyrir Juventus og 173 leiki fyrir ítalska landsliðið. Juventus hefur tapað tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum en sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili myndi breyta plönum Buffon. „Þetta er mitt síðasta tímabil og ég hef hingað til verið nokkuð öruggur að halda mig við mínar ákvarðanir,“ sagði Gianluigi Buffon við Sky Italia en BBC segir frá. „Eitt eða tvö ár í viðbót myndu hvorki bæta við eða taka frá því sem ég hef þegar afrekað á ferlinum,“ sagði Buffon. „Það eina sem gæti breytt þessu væri ef við næðum að vinna Meistaradeildina. Þá myndi ég vilja fá tækifæri til að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða. (Wojciech) Szczesny gæti þá spilað einn leik og ég svo þann næsta,“ sagði Buffon. „Með markvörð eins og hann í liðinu þá er eðlilegt að ég stígi til hliðar á næsta ári,“ sagði Buffon. Gianluigi Buffon hóf feril sinn hjá Parma en Juventus keypti hann fyrir metupphæð fyrir markvörð árið 2001. Hann varð heimsmeistari með Ítölum 2006 og hefur tíu sinnum orðið ítalskur meistari og fjórum sinnum ítalskur bikarmeistari en hann hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina.Gianluigi Buffon.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og Ítalíu, ætlar að leggja skóna á hilluna næsta sumar og það er aðeins eitt sem getur breytt þeirri ákvörðun hans. Buffon var valinn besti markvörður heims á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið en hann er orðinn 39 ára gamall. Buffon stefnir á það að spila með Ítölum á HM í Rússlandi næsta sumar en ítalska landsliðið, ólíkt því íslenska, á enn eftir að tryggja sér farseðilinn þangað. Buffon hefur spilað 633 leiki fyrir Juventus og 173 leiki fyrir ítalska landsliðið. Juventus hefur tapað tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum en sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili myndi breyta plönum Buffon. „Þetta er mitt síðasta tímabil og ég hef hingað til verið nokkuð öruggur að halda mig við mínar ákvarðanir,“ sagði Gianluigi Buffon við Sky Italia en BBC segir frá. „Eitt eða tvö ár í viðbót myndu hvorki bæta við eða taka frá því sem ég hef þegar afrekað á ferlinum,“ sagði Buffon. „Það eina sem gæti breytt þessu væri ef við næðum að vinna Meistaradeildina. Þá myndi ég vilja fá tækifæri til að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða. (Wojciech) Szczesny gæti þá spilað einn leik og ég svo þann næsta,“ sagði Buffon. „Með markvörð eins og hann í liðinu þá er eðlilegt að ég stígi til hliðar á næsta ári,“ sagði Buffon. Gianluigi Buffon hóf feril sinn hjá Parma en Juventus keypti hann fyrir metupphæð fyrir markvörð árið 2001. Hann varð heimsmeistari með Ítölum 2006 og hefur tíu sinnum orðið ítalskur meistari og fjórum sinnum ítalskur bikarmeistari en hann hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina.Gianluigi Buffon.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira