Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Leifur Finnbogason skrifar 25. október 2017 08:07 Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Öll stefnumótun hlýtur að byggjast á einhverju, ákveðnum hugmyndum, ákveðnum gildum. Ég get ekki svarað fyrir alla. En ég get svarað því á hverju stefnumótun Pírata byggist. Stefnur Pírata í hinum ýmsu málum byggja allar á grunnstefnu Pírata sem öllum er aðgengileg á netinu. Engin stefna má ganga gegn grunnstefnu Pírata. Hver er þá þessi grunnstefna? Grunnstefnan skiptist niður í sex stutta kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. Í því felst einfaldlega að stefnur Pírata þurfa að taka mið af þeirri þekkingu og þeim gögnum sem fyrir liggja. Allar ákvarðanir þurfa einnig að vera endurskoðanlegar, komi fram ný gögn eða ný þekking. Stefnur Pírata þurfa því að standast skoðun óháðra aðila eins og hver önnur vísindi. Annar kaflinn fjallar um borgararéttindi. Píratar skilgreina borgararéttindi sem svo: „Borgararéttindi eru lögbundin réttindi einstaklings til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Til borgararéttinda telst meðal annars kosningaréttur, trúfrelsi, málfrelsi, prentfrelsi og rétturinn til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum.“ Píratar vilja standa vörð um núverandi réttindi og efla þau eins og hægt er. Þriðji kaflinn fjallar um friðhelgi einkalífsins. Píratar vilja að allir eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Slík leynd á þó aldrei að ganga svo langt að hún gangi á réttindi annarra. Slík leynd ætti heldur aldrei að firra einstaklinginn ábyrgð. Fjórði kaflinn fjallar um gagnsæi og ábyrgð. Píratar álykta að til þess að einstaklingur geti borið ábyrgð þurfi hann að hafa getu til þess að taka ákvarðanir. Gagnsæi felst í því að hinir valdameiri opni sig gagnvart hinum valdaminni. Í stjórnsýslu er gagnsæi mikilvægt svo almenningur geti verið upplýstur um ákvarðanir stjórnvalda, einfaldlega til þess að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun um aðgerðir viðkomandi stjórnvalda. Píratar vilja því að upplýsingar séu öllum aðgengilegar svo allir geti tekið upplýsta ákvörðun. Allir ættu líka að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þeirra eigin málefni. Allir ættu líka að fá að vita hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Fimmti kaflinn fjallar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar kemur fram að allir ættu að hafa ótakmarkað frelsi til að safna og miðla upplýsingum, sem og til að tjá sig. Einu undantekningarnar á því eru ef gengið yrði á borgararéttindi einstaklinga, sbr. annan kafla. Sjötti kaflinn fjallar um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Þar er ítrekað að allir einstaklingar ættu að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þá sjálfa. Þar er ítrekað að gagnsæ stjórnsýsla hjálpi við að tryggja slík réttindi. Píratar vilja draga úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla beint lýðræði þar sem kostur er. Á ofangreindu byggist öll stefnumótun Pírata. Það gerir Pírötum erfitt að koma með innantóm kosningaloforð. Það sem Píratar segja þarf nefnilega að standast skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Öll stefnumótun hlýtur að byggjast á einhverju, ákveðnum hugmyndum, ákveðnum gildum. Ég get ekki svarað fyrir alla. En ég get svarað því á hverju stefnumótun Pírata byggist. Stefnur Pírata í hinum ýmsu málum byggja allar á grunnstefnu Pírata sem öllum er aðgengileg á netinu. Engin stefna má ganga gegn grunnstefnu Pírata. Hver er þá þessi grunnstefna? Grunnstefnan skiptist niður í sex stutta kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. Í því felst einfaldlega að stefnur Pírata þurfa að taka mið af þeirri þekkingu og þeim gögnum sem fyrir liggja. Allar ákvarðanir þurfa einnig að vera endurskoðanlegar, komi fram ný gögn eða ný þekking. Stefnur Pírata þurfa því að standast skoðun óháðra aðila eins og hver önnur vísindi. Annar kaflinn fjallar um borgararéttindi. Píratar skilgreina borgararéttindi sem svo: „Borgararéttindi eru lögbundin réttindi einstaklings til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Til borgararéttinda telst meðal annars kosningaréttur, trúfrelsi, málfrelsi, prentfrelsi og rétturinn til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum.“ Píratar vilja standa vörð um núverandi réttindi og efla þau eins og hægt er. Þriðji kaflinn fjallar um friðhelgi einkalífsins. Píratar vilja að allir eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Slík leynd á þó aldrei að ganga svo langt að hún gangi á réttindi annarra. Slík leynd ætti heldur aldrei að firra einstaklinginn ábyrgð. Fjórði kaflinn fjallar um gagnsæi og ábyrgð. Píratar álykta að til þess að einstaklingur geti borið ábyrgð þurfi hann að hafa getu til þess að taka ákvarðanir. Gagnsæi felst í því að hinir valdameiri opni sig gagnvart hinum valdaminni. Í stjórnsýslu er gagnsæi mikilvægt svo almenningur geti verið upplýstur um ákvarðanir stjórnvalda, einfaldlega til þess að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun um aðgerðir viðkomandi stjórnvalda. Píratar vilja því að upplýsingar séu öllum aðgengilegar svo allir geti tekið upplýsta ákvörðun. Allir ættu líka að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þeirra eigin málefni. Allir ættu líka að fá að vita hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Fimmti kaflinn fjallar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar kemur fram að allir ættu að hafa ótakmarkað frelsi til að safna og miðla upplýsingum, sem og til að tjá sig. Einu undantekningarnar á því eru ef gengið yrði á borgararéttindi einstaklinga, sbr. annan kafla. Sjötti kaflinn fjallar um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Þar er ítrekað að allir einstaklingar ættu að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þá sjálfa. Þar er ítrekað að gagnsæ stjórnsýsla hjálpi við að tryggja slík réttindi. Píratar vilja draga úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla beint lýðræði þar sem kostur er. Á ofangreindu byggist öll stefnumótun Pírata. Það gerir Pírötum erfitt að koma með innantóm kosningaloforð. Það sem Píratar segja þarf nefnilega að standast skoðun.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun